Innlent

Ný þjóðarsátt?

Ný þjóðarsátt kann að vera í uppsiglingu. Samtök atvinnulífsins hafa kynnt forystumönnum í verkalýðshreyfingunni svokallað tólf punkta plagg þar sem fram koma hugmyndir um hvernig megi ná jafnvægi í efnahagsmálum.

Meðal þess sem lagt er fram er að tekin verði upp erlendur gjaldmiðill þar sem krónan sé steindauð.

Meðal hugmynda er að ekki verði beðið fram í febrúar til að endurskoða kjarasamninga heldur að það verði gert á næstu vikum þar sem forsendur þeirra eru þegar brostnar. Samningar kveða á um 3,5 prósenta hækkun launa og er gert ráð fyrir að þeir samningar verði framlengdir óbreyttir.

Gera má ráð fyrir að línur skýrist um hvaða leiðir eru færar til að ná almennri sátt á vinnumarkaði áður en þing alþýðusambandsins hefst um miðjan október.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.