Innlent

Stimpilgjöld af fyrstu íbúð afnumin 1. júlí

MYND/GVA

Gert er ráð fyrir að ný lög um afnám stimpilgjalda af lánum vegna fyrstu íbúðakaupa taki gildi 1. júlí í sumar samkvæmt frumvarpi sem fjármálaráðherra lagði fram á Alþingi í dag.

 

Frumvarpið er lagt fram í kjölfar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar í tenglsum við gerð kjarasamninga um miðjan febrúar. Sem fyrr segir nær afnám stimpilgjaldanna aðeins til lána af fyrstu íbúðakaupum.

Þau skilyrði eru setta að íbúðarkaupandi hafi ekki áður verið skráður þinglýstur eigandi að íbúðarhúsnæði, að kaupandinn skuli vera þinglýstur eigandi að a.m.k. helmingi eignarhluta í fasteigninni og þá skal lánið sem stimpilgjöldin afnumdu ná til aðeins vera ætlað til að fjármagna íbúðarkaup. Með íbúðarhúsnæði og fasteign í frumvarpinu er átt við íbúðarhúsnæði til eigin nota.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×