Innlent

Vilhjálmur ætlar að standa af sér storminn

Vilhjámur Þ. Vilhjálmsson hefur ákveðið að sitja áfram sem oddviti sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og taka við sæti borgarstjóra að ári. Þetta hefur fréttastofa eftir öruggum heimildum.

Vilhjálmur hefur tilkynnt nánustu samstarfsmönnum sínum þessa ákvörðun sína. Formleg tilkynning mun hins vegar ekki vera á leiðinni frá Vilhjálmi alveg strax, þar sem hann vill bera þessa ákvörðun sína undir alla borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem og aðra samstarfsmenn sína í og utan borgarstjórnar.Þeir borgarfulltrúar sem fréttastofa ræddi við í dag vildu ekki tjá sig um ákvörðun Vilhjálms, sögðust ætla bíða þar til hún verður formlega tilkynnt.

Vilhjálmur hefur nú í tæpar tvær vikur tekið sér tíma til að fara yfir stöðu sína innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Miklar vangaveltur hafa verið uppi um hvort Vilhjálmur hyggðist taka sæti borgarstjóra að ári og ef ekki, þá hver ætti að taka við sæti hans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×