Innlent

Helguvíkurálver í uppnámi

Álversframkvæmdir í Helguvík eru í uppnámi þar sem Hafnarfjarðarbær leggst gegn nýrri Suðurnesjalínu nema spennistöð við Hamranes verði flutt langt út fyrir bæinn.

Steypan er byrjuð að flæða í undirstöður kerskálanna í Helguvík enda áformar Norðurál byrja að bræða þar ál eftir tvö ár. Eina rafmagnslínan sem nú liggur til Suðurnesja lítur hins vegar svona út í dag og hún dugar engan veginn til orkuflutninga fyrir álver. Landsnet vill fá línu eins og þessa en hefur gengið treglega að fá sveitarfélögin Voga og Hafnarfjarðarbæ til að fallast á hugmyndir sínar.

Samkomulag virðist nú í höfn milli Landsnet og Voga og virðist nú aðeins eitt stórt ágreiningsefni eftir, krafa Hafnarfjarðarbæjar um að tengivirki við Hamranes verði flutt.

Lúðvík Geirsson bæjarstjóri segir að öll íbúaþróun á þessu svæði á komandi árum byggi á því að þetta tengivirki færist ofar í landið. Landsnet vilji nota tengivirki áfram, jafnvel um allt að 20 ára skeið, en það muni bærinn aldrei fallast á.

Hjá Landsneti segja menn afar brýnt að fá niðurstöðu. Ljóst er að tímarammi, bæði Helguvíkurálvers og netþjónabús, er í algjöru uppnámi.

Bæjarstjóri Hafnfirðingar segir áhyggjur Landsnet ekki klaga upp á þá. Ef Landsnet hafi ekki stöðu eða umboð til að klára samninga við bæinn þá verði aðrir að gera það, sem hafa umboð til þess, það er eigendur Landsnets, sem eru stjórnvöld.













Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×