Innlent

Hafði kynmök við fórnarlamb eftir að Kompásþáttur var sýndur

MYND/Heiða

Eitt fórnarlamba Guðmundar Jónssonar í Byrginu segist hafa átt í kynferðissambandi tvisvar sinnum eftir að Kompásþáttur Stöðvar 2 um Byrgið var sýndur rétt fyrir jólin árið 2006.

Þetta kemur fram í dómnum. Eins og fram hefur komið var Guðmundur í morgun dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum sem voru skjólstæðingar hans í Byrginu. Rannsókn málsins hófst eftir umfjöllun Kompáss um Byrgið og í kjölfarið kærðu átta konur Guðmund til lögreglu. Ákært var vegna fjögurra þeirra, þar á meðal einnar sem Guðmundur hafði samræði við eða önnur kynferðismök nær daglega í heilt ár þegar hún var vistmaður í Byrginu.

Í framburði hennar kemur fram að hún hafi tvisvar haft kynmök við Guðmund eftir að Kompásþátturinn var sýndur. Guðmundur hefði þá sent henni SMS í farsíma hennar. Kvaðst konan upplifa sig þannig að Guðmundur hefði gróflega misnotað aðstöðu sína sem forstöðumaður Byrgisins sem prestur og pastor. Hann hefði nýtt sér stöðu hennar á meðferðarheimilinu í nafni Drottnis og allt framferði hans sem hefði lotið að kynferðissambandi þeirra hefði verið í nafni Drottins.

Hún hefði farið í meðferðina í Byrginu til þess að leita sér hjálpar og aðstoðar í lífinu en endað sem tilfinningalegt flak. Hún hefði þurft að byrja líf sitt upp á nýtt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.