Innlent

Silfursjóður stofnaður til heiðurs landsliðinu

Ólafur Stefánsson, fyrirliða íslenska landsliðsins, sérstökur verndari Silfursjóðsins.
Ólafur Stefánsson, fyrirliða íslenska landsliðsins, sérstökur verndari Silfursjóðsins. MYND/Pjetur

Stofnaður hefur verið sérstakur Silfursjóð fyrir reykvísk börn til heiðurs íslenska landsliðinu í handbolta fyrir frábæran árangur á Ólympíuleikunum í Peking. Þetta kom fram í ræðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra, í móttöku sem haldin var á Kjarvalsstöðum í dag.

Í máli borgarstjóra kom fram að hún liti einnig á sjóðinn sem gjöf til reykvískra barna og gerði Ólaf Stefánsson, fyrirliða íslenska landsliðsins, að sérstökum verndara Silfursjóðsins.

Í tilkynningu segir að sjóðurinn sé til styrktar handboltaíþróttinni með það fyrir augum að efla barna- og unglingastarf sem starfrækt er hjá íþróttafélögum. Íþróttafélög og skólar í Reykjavík geta sótt um fjármagn úr sjóðnum árlega. Íþrótta- og tómstundaráð auglýsir styrkina lausa til umsóknar.

Skipuð verður sérstök valnefnd þar sem fulltrúar frá íþrótta- og tómstundaráði og menntaráði meta umsóknir. Við ákvörðun um úthlutun styrkja verður aðallega horft til yngri flokka.

Afhending úr sjóðnum fer fram í september ár hvert. Heildarupphæð sjóðsins er tuttugu milljónir króna og verður fimm milljónum króna úthlutað árlega fram að Ólympíuleikunum í London árið 2012.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×