Innlent

World Class sver af sér Benjamín

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björn Leifsson, eigandi World Class.
Björn Leifsson, eigandi World Class.

Benjamin Þ. Þorgrímsson, sem fjallað var um í Kompási á mánudagskvöld, starfar ekki lengur hjá World Class. Þetta kemur fram í tilkynningu sem World Class sendi frá sér fyrir stundu.

Í tilkynningunni segir jafnframt að World Class gangi ávallt úr skugga um að þeir sem ráðnir eru til starfa séu heiðarlegir og ábyggilegir einstaklingar. Sakarvottorðs sé krafist af umsækjendum. Umræða síðustu daga undirstriki nauðsyn þess að hvergi verði slakað á í þessum efnum.

„Ég ætla ekki að aðhafast á undan dómskerfinu í þessu máli. Menn eru saklausir uns sekt þeirra er sönnuð. En ef Benni verður fundinn sekur þá þjálfar hann ekki meira hér," sagði Björn Leifsson, eigandi World Class, í mars, þegar Vísir innti hann eftir viðbrögðum við kæru sem Ragnar Magnússon lagði fram gegn Benjamin.













Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×