Innlent

Sigurjón íhugar formannsframboð hjá frjálslyndum

Sigurjón Þórðarson íhugar formannsframboð.
Sigurjón Þórðarson íhugar formannsframboð.

Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, segist ætla að íhuga málin vandlega áður en hann ákveður um framboð til formanns Frjálslynda flokksins.

Stjórn Frjálslynda flokksins í Eyjafirði skoraði í dag á Sigurjón að gefa kost á sér til formennsku í flokknum á landsþingi flokksins sem haldið verður í janúar á næsta ári. „Maður verður náttúrulega að skoða þetta," segir Sigurjón þegar Vísir spyr hann hvernig hann hyggist bregðast við áskoruninni. Hann tekur þó fram að langt sé í landsþingið.

Sigurjón segir að ef hann færi í framboð myndi hann leggja áherslu á að setja stefnumál flokksins fram á skýran hátt. „Ég held að það skipti mestu máli, að hún eigi skýran hljómgrunn," segir Sigurjón.

Hann segist telja að einhugur ríki um að skipta um sjávarútvegskerfi. Þá sé mikilvægt að tryggja að lán fáist á viðráðanlegum kjörum og aðhalds sé gætt í rekstri hins opinbera.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×