Körfubolti

Margrét Kara til liðs við KR

Elvar Geir Magnússon skrifar
Margrét Kara. Mynd/KKÍ.is
Margrét Kara. Mynd/KKÍ.is

Margrét Kara Sturludóttir, landsliðskona í körfuknattleik, hefur ákveðið að ganga til liðs við KR. Hún hefur dvalið vestur í Bandaríkjunum við nám en snéri heim á dögunum.

Eftir að hafa stigið sín fyrstu spor í meistaraflokki með Njarðvík skipti hún yfir til Keflavíkur þar sem hún lék í þrjú tímabil. Á síðasta keppnistímabili skoraði hún um 12 stig í leik og tók 10 fráköst. Hún var valin í nýliði ársins 2006-2007 og í úrvalslið mótsins sama tímabil.

Smelltu hér til að lesa viðtal við Margréti Köru af vefsíðu KR.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.