Innlent

Núverandi ástand er mjög vont - Guðni útilokar ekki nýjan meirihluta

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Guðni Ágústsson er formaður Framsóknarflokksins.
Guðni Ágústsson er formaður Framsóknarflokksins.

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að Óskar Bergsson, borgarfulltrúi flokksins, eigi ekki að útiloka nýtt meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík.

,,Það kann vel að vera að þar komi ýmislegt til greina. Í félagsmálum og pólitík á ekki að útiloka neitt. Menn verða að sýna festu og ábyrgð," segir Guðni.

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, hvetur til þess í leiðara í Fréttablaðinu í dag að meirihlutasamstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks verði endurnýjað. Almannahagsmunir kalli á nýjan meirihluta. Sama stef var að finna á síðum Morgunblaðsins um helgina.

,,Þetta er í höndum borgarstjórnarflokks Framsóknarflokksins. Ég tel að núverandi ástand sé mjög vont fyrir borgina," segir Guðni.

Í nýlegri skoðanakönnun sem Capacent gerði fyrir Stöð 2 kom fram að fylgi Framsóknarflokksins í Reykjavík er 2,1%. Samkvæmt því myndi flokkurinn ekki ná inn neinum kjörnum fulltrúa.

Guðni viðurkennir að könnunin hafi ekki verið góð fyrir flokkinn. ,,Kosningar eru annað en skoðanakönnun. Þetta segir okkur að við þurfum að fara yfir okkar mál."

,,Það er enn R-lista hugsun yfir þessu og Samfylkingin nær mjög miklu. Dagur var myndarlegur borgarstjóri í 100 daga og flokkurinn er að njóta þess. Óskar hefur staðið sig vel og ég hef fulla trú á því að hans tími komi," segir Guðni.




Tengdar fréttir

Vill nýjan meirihluta í Reykjavík

Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir að þörf sé á nýjum borgarstjórnarmeirihluta. Þetta kemur fram í leiðara sem Þorsteinn Pálsson ritar í Fréttablaðið í dag.

Staksteinar stinga upp á enn einum meirihlutanum

Staksteinar Morgunblaðsins eru í dag eins og stundum áður helgaðir borgarmálunum. Þar er bent á þá staðreynd að síðasta Gallup könnun hafi verið áfall fyrir flokkinn enda hafi fylgið ekkert aukist þrátt fyrir að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi tekið við oddvitastöðunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×