Innlent

Rætt um rannsóknarnefnd Alþingis

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, mælti í morgun fyrir frumvarpi um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna. Frumvarpið er lagt fram af forseta Alþingis og formönnum allra stjórnmálaflokka sem eiga þar sæti.

Í rannsóknarnefnd, sem skipuð verður, munu eiga sæti einn dómari frá Hæstarétti sem verður formaður nefndarinnar, Umboðsmaður Alþingis og sérfræðingur sem skipaður er af forsætisnefnd Alþingis.

Í frumvarpinu er ákvæði sem kennt er við „Litla Landssímamanninn", sem þýðir að ef einstaklingur hefur frumkvæði að því að láta nefndina hafa upplýsingar eða gögn, sem tengjast opinberri stofnun, fyrirtæki, móður- eða dótturfyrirtæki þess eða fyrirtækjum sem það er í viðskiptum við eða stjórnendum þeirra, og óskar eftir því að hann sæti ekki ákæru þótt upplýsingarnar eða gögnin leiði líkur að refsiverðu broti hans sjálfs, verði rannsóknarnefndinni heimilt að óska eftir því við ríkissaksóknara að hann ákveði að sá hinn sami verði ekki ákærður.

 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.