Viðskipti innlent

Erlendir ferðmenn aldrei verslað meira

Jónas Hagan, framkvæmdstjóri Iceland Refund
Jónas Hagan, framkvæmdstjóri Iceland Refund

Erlendir ferðamenn hafa aldrei verslað jafn mikið og í júlímánuði síðastliðnum.

Endurgreiðslur Iceland Refund til erlendra ferðamanna jukust um 55 prósent frá sama mánuði í fyrra. Það jafngildir því að erlendir ferðamenn hafi verslað fyrir um 100 milljónum króna meira í júlí á þessu ári en í júlí í fyrra.

Jónas Hagan, framkvæmdstjóri Iceland Refund, segist ekki hafa séð viðlíka aukningu í verslun ferðamanna áður.

Hann telur að skýringuna sé að finna í veiku gengi krónunnar.

"Krónan gerir það að verkum að matur og gisting er orðin ódýrari. Og ferðamenn hafa því meira aflögu til þess að versla," segir Jónas.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×