Innlent

Kalli Bjarni fær að afplána á Kvíabryggju

Andri Ólafsson skrifar
Karl Bjarni Guðmundsson
Karl Bjarni Guðmundsson

Idolstjarnan Karl Bjarni Guðmundsson fær að afplána tveggja ára fangelsisdóm sinn á Kvíabryggju. Þangað er hann nú kominn eftir að hafa eytt tæpum mánuði í afplánun í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Kalli Bjarni fékk fangelsisdóm fyrir að hafa flutt inn tæp tvö kíló af kókaíni á síðasta ári.

Sveinbjörg Karlsdóttir, móðir Kalla Bjarna, sagði í samtali við Vísi að það væri draumi líkast að sonur sinn fengi að afplána á Kvíabryggju í stað þess að þurfa að vera á Litla-Hrauni.

"Það er yndislegt að vita af honum þarna inni frekar heldur en á Litla-Hrauni. Þarna á hann mun meiri möguleika á því að ná sér aftur á strik," segir Sveinbjörg og bætir því við að sennilega sé ástæða þess að hann fái að afplána á Kvíabryggju sé sú að Kalli Bjarni hafi verið edrú allt frá því að hann hóf afplánun í Hegningarhúsinu byrjun maí.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.