Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn þriðji stærsti flokkur landsins

Geir H. Haarde og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins vorið 2007.
Geir H. Haarde og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins vorið 2007.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist þriðji stærsti flokkur landsins í nýjum þjóðarpúlsi Gallup sem Ríkisútvarpið birti í kvöldfréttum sínum.

Samfylkingin nýtur mest stuðnings og segjast 31% myndu kjósa flokkinn. 27% segjast myndu kjósa Vinstri græna yrði gengið til kosninga nú en 26% segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Stuðningur við Framsóknarflokkinn mælist 10% og Frjálslyndi flokkurinn nýtur 3% stuðnings í könnuninni.

Vinstri græn hafa aldrei mælst með svo mikið fylgi í Gallupkönnun og þá hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins ekki mælst minna í 15 ár.

Yrði þetta niðurstaðan í kosningum fengi Samfylkingin 21 þingmann, Vinstri græn 18, Sjálfstæðisflokkurinn 17 og Framsóknarflokkurinn 7. Frjálslyndi flokkurinn næði ekki manni á þing.

Könnunin var gerð dagana 29. september, daginn sem stjórnvöld tilkynntu að þrír fjórðu hlutar Glitnis yrðu teknir í ríkiseigu, til 26. október. Úrtakið í könnuninni var tæplega 6000 manns, svarhlutfallið var 66%.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×