Innlent

Engin kreppa á Norðurlandi

Netútgáfa héraðsfréttablaðsins Feykis á Sauðárkróki var opnuð í dag. Feykir hefur komið út vikulega út á prenti í 28 ár, og heldur áfram með óbreyttu sniði. Guðný Jóhannesdóttir hefur ritstýrt blaðinu í tvö ár og segir undirbúning að vefnum hafa staðið jafn lengi.

Guðný mun skrifa á síðuna við annan mann, og hefur engar áhyggjur af því að stofna nýjan miðil í þeirri efnahagslægð sem nú ríkir. „Það er engin kreppa á Norðurlandi vestra. Hér eru menn bara að byggja upp, og fyrirtæki frekar að bæta við sig," segir Guðný og bætir við að mikill frumkvöðlakraftur sé á svæðinu, og hún sjái enga ástæðu til að óttast.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.