Innlent

Meirihlutaslit staðreynd - Óskar formaður borgarráðs

MYND/Jón Hákon

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ákveðið að segja skilið við Ólaf F. Magnússon í meirihlutasamstarfi í borginni og hyggst ganga til samstarfs við Óskar Bergsson, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Þetta hefur Vísir eftir heimildarmönnum sínum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, tillkynnti Ólafi þetta laust eftir klukkan eitt.

Samkvæmt samkomulagi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins verður Hanna Birna borgarstjóri, Óskar Bergsson formaður borgarráðs og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson forseti borgarstjórnar. Reikna má með formlegri tilkynningu síðar í dag þar sem enn á eftir að hnýta nokkra lausa enda.

Umræður hafa verið undanfarna daga um samstarf þessara tveggja flokka en Óskar hefur þvertekið fyrir að hafa átt í viðræðum við sjálfstæðismenn. Hann viðurkenndi hins vegar í morgun að þreifingar hefðu átt sér stað milli manna innan Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem standa utan borgarstjórnar.




Tengdar fréttir

Neitar þreifingum við sjálfstæðismenn

Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins neitaði því í morgun að þreifingar hefðu staðið yfir undanfarna daga á milli hans og sjálfstæðismanna um nýjan meirihluta í borginni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×