Innlent

Verða að hafa kvóta til tómstundaveiða

MYND/GVA

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra vill þrengja að heimildum almennings til fiskveiða án þess að viðkomandi hafi kvóta fyrir veiðinni.

Nú má hver sem er veiða sér fisk í soðið á handfæri eða sjóstöng á hafi úti en samkvæmt frumvarpi ráðherrans má ekki lengur dorga fyrir fisk af skemmtibáti ef viðkomandi hefur greitt bátseigandanum fyrir siglinguna nema að báturinn eða útgerð hans hafi kvóta.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.