Innlent

Óheimilt að fara í fermingafræðsluferðir á skólatíma

Grunnskólabörn mega ekki fara í fermingarfræðsluferðir á skólatíma. Myndin tengist ekki fréttinni.
Grunnskólabörn mega ekki fara í fermingarfræðsluferðir á skólatíma. Myndin tengist ekki fréttinni.

Grunnskólar geta ekki skipulagt ferðir í tengslum við fermingarfræðslu á skólatíma. „Slíkt samræmist ekki aðalnámskrá eða grunnskólalögum," segir Arnór Guðmundsson, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu.

Arnór segir að ýmsir skólar hafi sett slík ferðalög inn í stundaskrár sínar og menntamálaráðuneytinu hafi borist nokkrar athugasemdir vegna þessa. Meðal þeirra sem hafa gert athugasemdir eru Siðmennt, sem skipuleggur borgaralegar fermingar, en jafnframt hafa foreldrar grunnskólabarna gert athugasemdir.

Menntamálaráðuneytið sá því sérstaka ástæðu til þess að senda grunnskólum og ýmsum hagsmunaaðilum erindi vegna þessara ferða. Þar kemur fram að fermingarfræðsla eigi að fara fram utan lögbundins skólatíma nemenda og óheimilt sé að veita nemendum í áttunda bekk leyfi til að fara eins til tveggja daga ferð á vegum kirkjunnar í tengslum vð fermingarundirbúining.

„Við gerum svo sem ekki athugasemdir við það að fermingarbörn fari í slíkar ferðir, en það verður að gerast utan skólatíma," segir Arnór.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×