Erlent

Topplaus uppreisn í Svíþjóð

Sænskar konur vilja synda topplausar.
Sænskar konur vilja synda topplausar.

Ungar konur í Svíþjóð hafa gert uppreisn gegn því að fá ekki að fara topplausar í almenningssundlaugar. Þetta byrjaði 5. september síðasliðinn í sundlaug í Uppsölum.

Tvær systur, Ragnhildur og Kristín Karlsson fóru berbrjósta í laugina. Laugarvörður var fljótur að kalla þær að bakkanum og sagði þeim að annaðhvort yrðu þær að klæða sig í að ofan, eða fara úr lauginni.

"Er hægt að kalla þetta eitthvað annað en kynjamismunun?" spurði Ragnhildur á bloggsíðu sinni.

Hálfum mánuði síðar fengu systurnar birt lesendabréf í dagblaðinu Dagens Nyheter, þar sem þær kvörtuðu. Í kjölfarið var viðkomandi sundlaug kærð til jafnréttisráðs Svíþjóðar. Þar er málið nú til meðferðar.

En meðan það er að velkjast í kerfinu hefur uppreisn systranna breiðst út. Til urðu samtökin Ber brjóst, og félagar í þeim hafa margsinnis farið topplausar í sundlaugar í Malmö og Lundi.

Tvær kvennanna segja í blaðaviðtali að fyrir þeim vaki að koma af stað umræðu um þær óskráðu félagslegu og menningarlegu reglur sem kyngeri og mismuni líkama kvenna.

"Við viljum að brjóst okkar verði jafn sjálfsögð og kynlaus og brjóst karlmanna, svo við getum líka farið úr að ofan á fótboltaleikjum," segja þær.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.