Innlent

Fokker flugvél nauðlenti á Egilsstaðaflugvelli

Frá Egilsstaðaflugvelli.
Frá Egilsstaðaflugvelli.

Fokker flugvél frá Flugfélagi Íslands þurfti að nauðlenda á Egilsstaðaflugvelli í kvöld vegna bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar. 41 farþegi var um borð.

Vélin var á leið frá Egilsstöðum og var komin um 40 mílur þegar flugmenn hennar ákváðu að snúa henni til baka. Vélin lenti heilu og höldnu á öðrum hreyflinum og gekk lendingin vel, að sögn upplýsingafulltrúa Flugstoða.

Mikill öryggisviðbúnaður var á Egilsstaðaflugvelli vegna lendingarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×