Innlent

Blaðið verður 24 stundir

MYND/Hörður

Nafni Blaðsins verður breytt frá og með morgundeginum og mun það framvegis heita 24 stundir. Fram kemur í tilkynningu frá Árvakri, sem rekur blaðið, að þetta sé hluti af sókn á dagblaðamarkaði sem hófst í sumar og verður nú fram haldið undir nýju nafni og með því að gera efni blaðsins enn aðgengilegra og skemmtilegra.

Þá segir enn fremur í tilkynningunni að ráðist verði einhverja umfangsmestu kynningu sem íslenskt blað hafi ráðist í tengslum við breytingarnar en auglýst verði í blöðum, ljósvakamiðlum, á strætisvögnum og á Netinu.

Þá segja forsvarsmenn Árvakurs að með nafninu sé ætlunin að skapa blaðinu sérstöðu á markaðnum. Nafnið sé fréttalegt og nútímalegt og vísi til þess að blaðið sé á vaktinni allan sólarhringinn. 24 stundir muni skera sig rækilega frá keppinautunum.

Meðal áherslubreytinga samhliða þessu er að efla helgarblaðið til muna og verður áhersla lögð á vandaða umfjöllun um innlend og erlend málefni, fróðleik og góða helgarafþreyingu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.