Innlent

Reykingabannið veldur meiri drykkjulátum í miðborginni

Formaður sambands ungra sjálfstæðismanna telur að reykingabannið hafi neikvæð áhrif á mannlíf í miðborginni. Fólk dvelji lengur heima hjá sér um helgar við drykkju þar sem það getur reykt í friði. Hann segir að lögin banni nú mönnum að reykja og drekka samtímis á almannafæri.

Margir fögnuðu þegar reykingabann komst á í veitingahúsunum í borginni en aðrir voru ekki jafnkátir. Ýmsir bentu á að bannið gæti vissulega leyst ákveðinn vanda inni á veitingastöðunum, en flutt hann í þess stað út á göturnar og skapað jafnvel önnur og verri vandamál þar.

Á bloggsvæðum á netinu hafa margir kvartað yfir svælandi fólki utan við hvert vínveitingahús í borginni, fleygjandi stubbum á gangstéttar og götur.

"Hér í Reykjavík sem víðar fylgir þessu aukið ofbeldi í næturlífinu. Fólk er rápandi inn og út af skemmtistöðunum og verður stöðugt fyllra vegna hitabreytinganna." segir Egill Helgason á bloggsvæði sínu.

Borgar Þór Einarsson, segir að reykingabannið hafi í raun aukið á ryskingar í miðborginni þar sem fólkið dvelji lengur heima hjá sér um helgar komi nú drukknara niður í bæ en fyrir reykingabannið.


Formaður sambands ungra sjálfstæðismanna segir að boð og bönn færi oft fólki allt annað en það sem sóst var eftir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.