Íslenski boltinn

Vodafonevöllurinn á Hlíðarenda kynntur í dag

Vodafonevöllurinn verður glæsilegt mannvirki
Vodafonevöllurinn verður glæsilegt mannvirki

Á blaðamannafundi í dag var nýtt íþróttamannvirki knattspyrnufélagsins Vals kynnt með formlegum hætti en það mun bera nafnið Vodafonevöllurinn að Hlíðarenda. Valsmenn hafa skrifað undir fimm ára samstarfssamning við fyrirtækið og mun íþróttahöllin bera nafnið Vodafonehöllin.

Mannvirkin verða vígð með formlegum hætti þann 25. ágúst næstkomandi og er þetta fyrsti samstarfssamningurinn þessarar tegundar sem undirritaður er hér á landi. Völlurinn verður upphitaður og er búinn vökvunarkerfi og er aðstaða í þessum nýju mannvirkjum öll hin glæsilegasta. Framkvæmdir við völlinn og íþróttahúsið hafa staðið yfir síðan árið 2004 og eru nú komnar langt á veg. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.