Innlent

Nýtt strætóleiðakerfi á morgun

Farþegum strætó fækkar um fjörutíu prósent á sumrin og því er þjónustan löguð að viðskiptavininum, segir Gísli Marteinn Baldursson formaður Umhverfisráðs, en leiðakerfi Strætó breytist á morgun og ferðum verður fækkað.

Farþegum strætó fækkar um fjörutíu prósent á sumrin og því er þjónustan löguð að viðskiptavininum, segir Gísli Marteinn Baldursson formaður Umhverfisráðs, en leiðakerfi Strætó breytist á morgun og ferðum verður fækkað. Oddviti minnihlutans dregur í efa mælingar á notkun strætó.

Leiðarkerfi strætó verður breytt á morgun og sumartíðni tekin upp. Auk þess verða einhverjar breytingar á þeim leiðum sem strætó ekur. Dagur B. Eggertsson oddviti minnihlutans í borginni segir ýmislegt ágætt í breytingum, annað ekki. Hann segist hafa fengið ábendingar frá Grafarvogi, Breiðholti og Árbæ um að breytingar þar mælist misjafnlega fyrir. Gísli Marteinn segir þetta ekki varanlegar breytingar sem verða á morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×