Innlent

Viðskiptaráðherra ekki mótfallinn kynjakvóta

Nýr viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, vill skoða þann möguleika að beita lagasetningu til að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja. Til að ná stórstígum framförum, segir hann, þarf stundum róttækar aðgerðir.

Rannsóknarsetur vinnuréttar- og jafnréttismála á Bifröst kynnti í síðustu viku að konum í stjórnum hundrað veltumestu fyrirtækja landsins hefði fækkað á milli ára. Voru tólf prósent árið 2005 en eru nú átta prósent.

Þegar Norðmenn settu kvaðir um að annað kynið hefði ekki minna en 40% af stjórnum fyrirtækja vakti það mikla athygli. Valgerður Sverrisdóttir sem gegndi stöðu viðskiptaráðherra í sjö ár, fram á síðasta ár, vildi ekki beita lagasetningu til að auka hlut kvenna í stjórnum heldur fara aðrar leiðir - eins og þá að hvetja fyrirtæki með því að birta lista eins og þann sem Bifröst kynnti í síðustu viku. Sú leið hefur engu skilað. Nýr viðskiptaráðherra er opinn fyrir lagasetningu á þessu sviði og vill auk þess lögleiða jafnari kynjaskiptingu hjá hinu opinbera í ráðum og nefndum.

Jóhanna Sigurðardóttir, nýr félagsmálaráðherra sagði í gær að lagasetning til að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja væri neyðarúrræði en Björgvin er ekki fráhverfur norsku leiðinni.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.