Innlent

Stimpilgjöldin næst

Pierre Bessard, forstöðumaður Constant de Rebecque-stofnunarinnar í Sviss, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, Birgir Þór Runólfsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, og Jón Þór Sturluson, dósent í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. Fréttablaðið/Vilhelm
Pierre Bessard, forstöðumaður Constant de Rebecque-stofnunarinnar í Sviss, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, Birgir Þór Runólfsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, og Jón Þór Sturluson, dósent í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. Fréttablaðið/Vilhelm

Frekari skattalækkana er hér þörf og er þar séstaklega horft til afnáms stimpilgjalds og annarra samkeppnishindrandi gjalda. Þetta kom fram í máli Björgvins G. Sigurðssonar á ráðstefnu Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um skattalækkanir í gær.



„Hluti af stjórnarsáttmálanum er afnám stimpilgjalda þegar svigrúm gefst, eins verða skoðuð uppgreiðslugjöld og önnur samkeppnishindrandi gjaldtaka. Vonandi verður það fyrr en seinna á kjörtímabilinu,“ segir Björgvin, en hann sótti ráðstefnuna og flutti lokaávarp, en ráðstefnuna opnaði Geir H. Haarde forsætisráðherra.



Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar, sem er hluti af rannsóknarverkefni sem dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson annast, var nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, Edward C. Prescott, en hann er hagfræðiprófessor í Ríkisháskólanum í Arizona í Tempe og sérfræðingur í Seðlabankanum í Minneapolis. Fram kom í máli Prescotts að hér hafi margt áunnist í skattamálum með lækkun skatta. Hann taldi þó að enn lengra þyrfti að ganga í þeim efnum til að gera landið samkeppnishæfara og bæta um leið lífsskilyrði. „Mér finnst gaman að gefa einkunnir og Ísland fær -A fyrir árangurinn, sem er prýðis­einkunn,“ sagði hann í erindi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×