Körfubolti

Bárður hættur með ÍR

Bárður Eyþórsson er hættur sem þjálfari ÍR en hann tók við liðinu fyrr á þessu ári eftir að hafa þjálfað Snæfell undanfarin ár.
Bárður Eyþórsson er hættur sem þjálfari ÍR en hann tók við liðinu fyrr á þessu ári eftir að hafa þjálfað Snæfell undanfarin ár.

Bárður Eyþórsson hefur sagt upp störfum sem þjálfari ÍR í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Eftir því sem fram kemur á heimasíðu ÍR óskaði Bárður eftir því að vera leystur undan samningi af persónulegum ástæðum.

Á heimasíðu ÍR kemur einnig fram að ákvörðun Bárðar séu félaginu mikil vonbrigði þar sem mikil ánægja hafi verið með störf hans. Unnið er að ráðningu nýs þjálfara en Halldór Kristmannsson og Jón Örn Guðmundsson munu stýrðu ÍR-liðinu þegar það mætti Fjölni í gærkvöldi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.