Sport

Leikur Japan og Króatíu

MYND/AFP

Nú styttist í leik Japana og Króata, Japanir þurfa nauðsynlega á sigri að hald eftir 3-1 tap fyrir Ástralíu. Sama er að segja um Króatíu sem tapaði 1-0 fyrir Brasilíu.

Shunsuke Nakamura hefur náð sér af lærmeiðslum sínum og Akira Kaji kemur líklega inn í hægri bakvarðastöðu. Reikna má með að fyrirliði Króata Niko Kovac muni byrja þrátt fyrir að að hafa brákað rifbein í síðasta leik.

Sóknarmaðurinn Ivica Olic, sem kom inn á sem varamaður í fyrsta leik hefur átt í vandræðum með meiðsli en hann virðist vera klár í slaginn.

Japan (líklegt lið): Kawaguchi, Kaji, Miyamoto, Nakazawa, Santos, Ogasawara, Nakata, Fukunishi, Nakamura, Takahara, Yanagisawa.

Króatía (líklegt lið): Pletikosa, Simic, Kovac, Simunic, Srna, Tudor, Kovac, Babic, Kranjcar, Klasnic, Prso.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×