Innlent

Albert Jónsson næsti sendiherra Íslands í Bandaríkjunum?

Albert Jónsson, sem var ráðgjafi Davíðs Oddssonar um árabil, einkum í öryggismálum, og Davíð skipaði sendiherra undir lok utanríkisráðherratíðar sinnar, verður að öllum líkindum næsti sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Albert hefur meðal annars leitt samninganefnd Íslendinga í viðræðum við Bandaríkjamenn um framtíðar skipan varnarmála, sem skilað hafa einhliða ákvörðun Bandaríkjamanna um brottflultning hersins.

Samkvæmt heimildum fréttastofu NFS hefur utanríkisráðuneytið þegar tilkynnt bandarískum stjórnvöldum um þessa skipan mála, samkvæmt reglum um sendiheraskipti, en þau eru ekki tilkynnt opinberlega fyrr en ríkið, sem á að taka á móti viðkomandi sendiherra, hefur fallist á að taka við honum

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.