Viðskipti

Nýir í stjórn Seed Forum

Skipt var um stjórnarformann í Seed Forum á Íslandi auk þess sem þrír nýir stjórnarmenn komu inn á aðalfundi félagsins á fimmtudag í síðustu viku. Seed Forum velur og þjálfar íslensk nýsköpunar- og frumkvöðla­fyrirtæki til að kynna sig fyrir fjárfestum hér heima og erlendis.

Viðskipti innlent

Bankahólfið: Skattaparadís Ingólfs

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fór á kostum á ráðstefnu Glitnis í New York um jarðvarmavirkjanir. Þar dró hann upp skemmtilega mynd af því hvernig Reykjavík væri eina höfuðborgin sem hlyti nafn af jarðvarma, þegar Ingólfur Arnarson nefndi staðinn eftir reyknum sem steig upp frá heitum laugunum.

Viðskipti innlent

Stór markmið hjá Straumi

Með innri vexti og fyrirtækjakaupum ætla stjórnendur Straums að skapa leiðandi fjárfestingarbanka í Norður- og Mið-Evrópu fyrir árið 2010. William Fall, forstjóri Straums, kynnti leiðirnar að því marki á blaðamannafundi á mánudag.

Viðskipti innlent

Bankar í krísu

Mjög hefur dregið úr millibankalánum evrópskra fjármálafyrirtækja, að sögn breska vikuritsins Economist í vikunni. Blaðið segir ástæðuna mikla óvissu á fjármálamarkaði.

Viðskipti innlent

Þetta er ekki tímabil sem ég er stoltur af

Nick Leeson komst á spjöld sögunnar árið 1995 þegar hann gerði einn elsta og virðulegasta banka Bretlands gjaldþrota með áhættusömum gjaldeyrisviðskiptum. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson spjallaði við þennan alræmdasta verðbréfamiðlara í heimi um spákaupmennsku á gjaldeyrismarkaði og lífið eftir gjaldþrot bankans. Leeson kemur hingað til lands eftir viku og ræðir um reynslu sína.

Viðskipti erlent

Samið um samstarf vegna Kaupþings

Fjármálaeftirlitið (FME) og Kredittilsynet í Noregi hafa gert með sér samning um samstarf vegna starfsemi útibús Kaupþings í Noregi. Í tilkynningu FME kemur fram að ástæða samningsins sé að Kaupþing hafi sótt um aðild að innistæðutryggingasjóði norskra banka, en það sé gert til að tryggja að viðskiptavinir bankans í Noregi njóti sömu innistæðutryggingar og viðskiptavinir norskra innlánsstofnana.

Viðskipti innlent

Í svigi

Ég er svo kátur þessa dagana að ég næ mér varla niður á jörðina. Fyrir menn eins og mig eru svona sveiflutímabil eins og svigbrekka fyrir góðan skíðamann.

Viðskipti innlent

Olíuríkin ætla að framleiða meira

OPEC ríkin hafa ákveðið að auka olíuframleiðslu sína um 500 þúsund tunnur á dag til að mæta aukinni eftirspurn. Tillagan um aukninguna er komin frá Saudi Aröbum og felur hún í sér að framleiðslan verði aukin frá 1. nóvember næstkomandi.

Viðskipti innlent

Kaupþing og Straumur sigla heim með gullið frá Svíþjóð

Sænska viðskiptablaðið Dagens Industri fjallar um það í dag að Kaupþing banki og Straumur-Burðarás hafi selt mikið af hlutum sínum í sænskum félögum og síðan siglt heim með gullið eins og það er orðað. Þannig hafi eignasafn Straums-Burðarás minnkað um 870 milljónir skr. eða um 8,7 milljarða kr. og greint er frá því að Kaupþing hafi dregið sig út úr 18 af þeim 38 félögum sem það átti í um áramót.

Viðskipti innlent

JJB sports gefur út afkomuviðvörun

JJB Sports Plc, sem er að hluta í eigu Exista, gaf í dag út afkomuviðvörun en félagið rekur rekur 420 íþróttavöruverslanir í Bretlandi. Fram kemur í viðvöruninni að uppgjör fyrir fyrrihluta ársins sýndi hagnað fyrir skatt upp á 8 milljónir punda eða um einn milljarð kr. sem er 3,5 milljónum punda undir væntingum.

Viðskipti erlent

Countrywide í fjárhagshremmingum

Gengi hlutabréfa í fjármálafyrirtækinu Countrywide Financials, einu stærsta fasteignalánafyrirtæki Bandaríkjanna, féll um fimm prósent á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í dag. Ástæðan er frétt bandaríska dagblaðsins New York Post þess efnis að fyrirtækið glími við afar slæma stöðu og sé að undirbúa sölu á hlutabréfum til að bæta eiginfjárstöðu fyrirtækisins.

Viðskipti erlent

Gengi Atlantic Petroleum rauk upp

Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð í Kauphöllinni í dag, sum talsvert meira en önnur. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,24 prósent og endaði í 7.949 stigum. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði langmest, eða um 9,19 prósent. Gengið hefur hækkað um heil 135 prósent á árinu. Gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri lækkaði hins vegar mest í dag, eða um 1,46 prósent.

Viðskipti innlent

Dregur úr viðskiptahalla Bandaríkjanna

Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum nam 59,2 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 3.849 milljörðum íslenskra króna, í júlí. Þetta er 0,3 prósentustiga minni halli en í mánuðinum á undan, samkvæmt nýbirtum tölum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Ben Bernanke, seðlabankastjóri landsins, segir ríkisstjórnir heimsins verða að leggjast á eitt og draga úr viðskiptahalla landanna.

Viðskipti erlent

Verk og vit aftur á næsta ári

Ákveðið hefur verið að halda stórstýninguna Verk og vit aftur á næsta ári en hún var haldin í fyrsta sinn í mars 2006. Sýningin er tileinkuð byggingariðnaði, skipulagsmálum, mannvirkjagerð og orkumálum og er undirbúningur þegar í fullum gangi eftir því sem segi í tilkynningu frá aðstandendum.

Viðskipti innlent

FL Group á nærri 19 prósent í INGG

FL Group á nærri 19 prósenta hlut í breska afþreyingarfélaginu Inspired Gaming Group beint eða óbeint í gegnum framvirka samninga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu vegna fréttaflutnings í Bretlandi af áhuga FL Group á kaupum á hlutum í félaginu.

Viðskipti innlent

Hækkun á hlutabréfamarkaði

Gengi hlutabréfa hefur hækkað í Kauphöllinni í mörgum. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,53 prósent og stendur hún í 7.972 stigum. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur hækkað langmest, eða um 6,24 prósent. Gengi bréfa í landa þeirra hjá Föroya banka hefur hins vegar lækkað mest, eða um 0,69 prósent. Hækkunin nú er í takti við hækkun á alþjóðamörkuðum.

Viðskipti innlent

House of Fraser skattleggur birgja sína

House of Fraser, sem er í eigu Baugs Group, hefur lagt fram kröfu um að birgjar verslunarkeðjunnar hjálpi til við að fjármagna 250 milljón punda, eða tæplega 30 milljarða kr., fjárfestingarverkefni. Þetta kemur fram í frétt breska dagblaðsins Telegraph í dag.

Viðskipti erlent

Metverðbólga í Kína

Verðbólga mældist 6,5 prósent í Kína í síðasta mánuði samanborið við 5,6 prósent í mánuðinum á undan, samkvæmt kínversku hagstofunni. Verðbólga hefur ekki mælst hærri þar í landi í áratug. Snarpar verðhækkanir á kjötvöru á árinu leiða verðbólguna. Gengi hlutabréfa féll í kjölfarið.

Viðskipti erlent

Olíuverð nálægt sögulegum hæðum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk upp í hæstu hæðir á fjármálamörkuðum í dag eftir að uppreisnarhópar frömdu skemmdarverk við olíuvinnslustöðvar og leiðslur í Mexíkó Ekki liggur fyrir hvað hópunum stóð til en þeir eru sagðir vinstrisinnaðir uppreisnarseggir og andsnúnir ríkisstjórn landsins. Verðið hækkaði talsvert í gær en þá var gert ráð fyrir því að OPEC-samstökin myndu halda olíuframleiðslukvótum óbreyttum.

Viðskipti erlent

Fjölmiðlarisinn lækkaði mest

Bréf í 365 hf. lækkuðu mest allra í dag, eða um 5,3%. Exista lækkaði um 4,63% Kaupþing lækkaði um 3,52. Icelandair um 3,31 og Century Alumnium Company um 3,19%. Eina fyrirtækið í Kauphöll Íslands sem hækkaði í dag var færeyska fyrirtækið Atlantic Petroleum sem hækkaði um 10,43%.

Viðskipti innlent

Lækkun á hlutabréfamörkuðum víða í heiminum

Greiningadeild Kaupþings telur að sú lækkun sem varð á innlendum hlutabréfamarkaði í dag gæti tengst frétt Sunday Times um helgina. Þar var greint frá því að alþjóðlegir bankar muni lenda í miklum erfiðleikum með að fjármagna lausafjárþörf sína á næstu dögum.

Viðskipti innlent

Sveiflur á bandarískum hlutabréfamarkaði

Gengi hlutabréfa hefur sveiflast nokkuð eftir opnun fjármálamarkaða í Bandaríkjunum í dag. Fjárfestar þykja bjartsýnir á að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti síðar í mánuðinum. Þeir rýna síðar í dag í orð nokkurra af stjórnendum seðlabankans um bandarísk efnahagsmál. Þar á meðal er hagfræðingurinn Frederic Mishkin, einn af bankastjórum seðlabankans, sem vann skýrslu um íslenskt efnahagslíf í fyrra í félagi við Tryggva Þór Herbertsson, forstjóra Askar Capital.

Viðskipti erlent

Atlantic Petruleum hækkar um 11% eftir olíufund

Á meðan flestar tölur í Kauphöllinni í morgun hafa verið í rauðu er Atlantic Petruleum á góðu skriði og hefur hækkað um 11% það sem af er degi. Þetta skýrist af því að félagið hefur fundið stór kolalög á Hook Head svæðinu úti fyrir ströndum Írlands þar sem talið er að séu miklar birgðir af olíu og gasi. Atlantic Petruleum hefur hækkað um tæp 14% í dönsku kauphöllinni í dag.

Viðskipti innlent

Tengjast þráðlaust við hljóðgjafa með blátækni

Epoq-heyrnartækin eru komin til Íslands en þau eru talin vera fullkomnustu heyrnartæki á markaðinum í dag. „Það sem er einstakt við Epoq-heyrnartækin er að þau búa yfir nýrri, þráðlausri tækni, sem gerir það að verkum að tvö tæki geta skipst á upplýsingum og samhæft allar stillingar. Fyrir vikið upplifir notandinn meiri víðóma skynjun fyrir hljóði en áður, í stað þess að tækin vinni sjálfstætt á hvoru eyra.“

Viðskipti innlent

FL Group með tæp 38 prósent í TM

FL Group hefur keypt alla hluthafa Kjarrhólma ehf. út úr félaginu og með því eignast 37,57 prósent hlutafjár í Tryggingamiðstöðinni. Kjarrhólmi er annar stærsti hluthafinn í TM á eftir Glitni, sem keypti stærsta hluthafann og aðra út í síðustu viku en hefur gefið út að hann ætli að selja hlutinn áfram til fjárfesta.

Viðskipti innlent