Viðskipti iTunes með kaffibollanum Tölvurisinn Apple og kaffihúsakeðjan Starbucks hafa náð samningi sem gerir viðskiptavinum með iPod, iPhone eða tölvu með iTunes kleift að tengjast þráðlaust nýju iTunes-versluninni á kaffihúsum Starbucks. Viðskipti erlent 17.9.2007 14:35 Markaðurinn 17. sept Atvinnulíf 17.9.2007 12:46 Fall hjá erlendum fagfjárfestum Hinir margrómuðu en ónefndu erlendu fjárfestar sem keyptu bréf í Straumi-Burðarás hafa tapað á viðskiptum með bréfin eins og staðan er í dag. Gengi bréfanna er nú 18,5 en kaupgengið var 18,6, sem nemur lækkun um hálft prósent. Viðskipti innlent 17.9.2007 11:12 Hlutabréfavísitölur lækka víða í Evrópu Gengi hlutabréfa hefur lækkað nokkuð í Kauphöllinni í dag líkt og á hlutabréfamörkuðum í Evrópu. Gengi bréfa í Exista hefur lækkað mest, eða um 3,84 prósent. Á eftir fylgir gengi bréfa í Kaupþingi, Straumi og Bakkavör, sem öll hafa lækkað um rúm tvö prósent. Ekkert félag hefur hækkað í dag. Viðskipti innlent 17.9.2007 10:51 Bankar í rauðu í kauphöllinni Frá opnun kauphallarinnar í morgun hafa bankar og fjármálafyrirtæki fallið nokkuð í verði. Exista hefur fallið mest eða um 3,67%, Kaupþing banki um tæp 3% og Straumur-Burðarás um 2,89%. Viðskipti innlent 17.9.2007 10:45 FL Group á nú 83,7% í TM FL Group hf. hefur náð samningum við Glitni banka hf., Hnotskurn ehf. og Samherja hf. um kaup á öllum hlutum þeirra í Tryggingamiðstöðinni hf. (TM) en um er að ræða 46,2% eignarhlut. Seljendur fá í sinn hlut 973.673.140 hluti í FL Group á genginu 24,3. FL Group átti fyrir kaupin 37,6% hlutafjár í TM og á því eftir kaupin 83,7%. Viðskipti innlent 17.9.2007 10:12 Candover dregur tilboð í Stork til baka Breska fjárfestingafélagið Candover hefur dregið yfirtökutilboð sitt í hollensku iðnsamsteypuna Stork NV til baka þar sem tilskilinn fjöldi hluthafa var ekki samþykkur því. LME, eignarhaldsfélag í eigu Eyris Invest, Landsbankans og Marel, sem er stærsti hluthafi Stork, hefur átt í viðræðum við forsvarsmenn Candover vegna tilboðsins og verður þeim haldið áfram. Viðskipti innlent 17.9.2007 09:53 Microsoft tapar áfrýjunarmáli sínu Microsoft hefur tapað áfrýjun sinni fyrir Evrópudómstólnum en fyrirtækið var dæmt fyrir að hafa misnotað ráðandi markaðsstöðu sína í Evrópu árið 2004. Viðskipti erlent 17.9.2007 08:40 Northern Rock fellur mikið í morgun Hlutafé í breska bankanum Northern Rock hrapaði við opnun kauphallarinnar í London í morgun. Á aðeins 20 mínútum eftir opnun hafði hluturinn í bankanum fallið um 34% og stóð í 290 pensum. Viðskipti erlent 17.9.2007 07:57 Úrskurður í deilu Microsoft og ESB á morgun Dómstóll á vegum Evrópusambandsins kveður upp úrskurð á morgun um það hvort bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á sviði stýrikerfa. Viðskipti erlent 16.9.2007 17:54 Tóku út 260 milljarða á tveimur dögum Viðskiptavinir Northern Rock bankans í Bretlandi hafa tekið út sem samsvarar um 260 milljörðum króna út úr bankanum á síðustu tveimur dögum vegna frétta af erfiðleikum bankans. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Viðskipti erlent 16.9.2007 14:26 Síminn verður að selja almenningi þriðjung Síminn kemst ekki undan því að selja almenningi þrjátíu prósenta hlut í fyrirtækinu, segir Jón Sveinsson, fyrrverandi formaður einkavæðingarnefndar, það sé hins vegar undir fjármálaráðuneytinu komið hvort það heimili Símanum að fresta sölunni. Viðskipti innlent 16.9.2007 13:00 Fellir niður seðilgjald til að mæta kröfum neytenda Innheimtufyrirtækið Veita hefur ákveðið að fella niður seðilgjöld til að mæta kröfum neytenda. Hávær umræða hefur verið undanfarið um seðilgjöld fyrirtækja og banka og ýmsir skorið úr um að innheimta þeirra sé ólögleg. Viðskipti innlent 16.9.2007 10:30 Greenspan gagnrýnir Bush fyrir óráðsíu Alan Greespan, fyrrverandi seðlabankastjóri í Bandaríkjunum, vandar George Bush ekki kveðjurnar í nýrri bók um efnahagsmál. Sakar hann forsetann um óráðsíu við fjárlagagerð og að það hafi leitt til aukins halla á rekstri ríkissjóðs. Viðskipti erlent 15.9.2007 17:54 Sænsk stjórnvöld hækka skatta á tóbak Sænsk stjórnvöld hyggjast hækka skatta á tóbak á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem lagt hefur verið fram. Breytingarnar þýða að sígarettupakkinn hækkar um 15 krónur íslenskar og nef- og munntóbaksdósin á bilinu 27-50 krónur. Viðskipti erlent 15.9.2007 15:40 Ekkert lát á neyslugleði landsmanna Kortavelta hefur aukist um 12 prósent á milli ára að raunvirði miðað við þriggja mánaða meðaltal. Þetta sýnir að einkaneysla er enn mikil hér á landi. Viðskipti innlent 15.9.2007 12:15 Óttast að tapa innistæðum sínum Felmtri slegnir viðskiptavinir Northern Rock bankans Í Bretlandi streyma í útibú bankans til að taka út innistæður sínar eftir að bankinn fékk neyðarlán hjá Seðlabanka Englands í gær. Viðskipti erlent 15.9.2007 11:42 Hluthafar Storebrand sagðir styðja kaup á SPP Fulltrúar hluthafa í norska tryggingafyrirtækinu Storebrand eru sagðir styðja kaup félagsins á sænska tryggingafélagið SPP, líftryggingahluta Handelsbanken. Skrifað var undir yfirlýsingu um kaupin í byrjun mánaðar. Líklegt þykir að Kaupþing, sem er stærsti hluthafi Storebrand, sé fylgjandi kaupunum. Viðskipti innlent 15.9.2007 10:38 Peningaskápurinn ... Írland hefur verið nefnt „Keltneski tígurinn" vegna uppgangs og viðsnúnings í efnahagslífinu síðan á tíunda áratug síðustu aldar. Brendan Walsh, heiðursprófessor við University College Dublin, benti hins vegar á, í erindi sínu á málþingi Rannsóknaseturs um smáríki í gær, að þetta væri náttúrulega mikið misnefni. Viðskipti innlent 15.9.2007 00:01 Flestar tölur rauðar í dag Flestar tölur voru rauðar í Kauphöllinni í dag og lækkaði úrvalsvísitalan um tæpt 1,5%. Þá veiktist gengi krónunnar um rúmt 1% og er gengisvísitalan nú í rúmum 120 stigum. Mesta lækkunin varð á FL Group eða tæp 3%. Viðskipti innlent 14.9.2007 16:43 Úrvalsvísitalan lækkaði í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa lækkaði talsvert í Kauphöllinni í dag en það er í takt við þróun á hlutabréfamörkuðum í Evrópu en gengi bréfa í fjármálafyrirtækjum lækkaði nokkuð eftir að breska fasteignalánafyrirtækið greindi frá því að það hefði nýtt sér lánaheimild Englandsbanka. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,49 prósent og stendur í 7.772. Gengi bréfa í FL Group lækkaði mest, eða um 2,99 prósent. Viðskipti innlent 14.9.2007 16:30 Kínverjar hækka stýrivexti Kínverski seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína um 27 punkta í dag með það fyrir augum að draga úr verðbólgu, sem mædlist 6,5 prósent í síðasta mánuði og hefur ekki verið meiri í 11 ár. Vextirnir standa nú í 7,29 prósentum. Þetta er fimmta stýrivaxtahækkun bankans á árinu. Greinendur bjuggust almennt við hækkuninni. Viðskipti erlent 14.9.2007 14:51 Segir ríkisstjórnir heimsins þurfa að taka við sér Stríðið gegn tölvuglæpum hefur breyst. Vírusar og önnur óværa eru ekki lengur búin til af skemmdarfúsum unglingum heldur glæpamönnum með hreinan gróða í huga. Tölvuglæpabransinn er talinn velta meira en fimm hundruð milljörðum króna á hverju ári. Eva Chen, forstjóri tölvuöryggis- fyrirtækisins Trend Micro, segir ríkisstjórnir heimsins þurfa að taka við sér. Viðskipti erlent 14.9.2007 14:37 Loftleiðir semja við Air Niugini Flugvél frá Loftleiðum Icelandic, dótturfélagi Icelandair Group, mun flljúga áætlunarflug frá Port Moresby til Nadí á Fíjíeyjum á næsta ári. Loftleiðir Icelandic og ríkisflugfélagið Air Niugini gengu nýverið frá samkomulagi þessa efnis. Viðskipti innlent 14.9.2007 14:12 Hlutabréf lækka í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð eftir opnun fjármálamarkaða vestanhafs í kjölfar talna um vöxt í smásöluverslun þar í landi í ágúst. Tölurnar ollu fjárfestum nokkrum vonbrigðum. Smásöluverslu jókst um 0,3 prósent en vonast var til að hann yrði helmingi meiri. Aukin bílasala í síðasta mánuði miðað við síðasta ár vegur hins vegar á móti. Viðskipti erlent 14.9.2007 14:01 Vöxtur í smásöluverslun undir spám Smásöluverslun í Bandaríkjunum jókst um 0,3 prósent á milli mánaða í ágúst, samkvæmt nýbirtum tölum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Til samanburðar nemur aukningin 0,5 prósentum í júlí. Þetta er nokkru undir væntingum greinenda, sem telja að samdráttur á fasteignamarkaði vestanhafs hafi snert meira við einkaneyslu en talið hefur verið. Viðskipti erlent 14.9.2007 12:49 Gengi fjármálafyrirtækja lækkar Gengi hlutabréfa hefur lækkað talsvert í Kauphöllinni í dag. Þetta er í takti við þróunina á hlutabréfamörkuðum í Evrópu. Fjármálafyrirtæki það leiða lækkanalestina líkt og hér. Gengi bréfa í FL Group hefur lækkað mest, eða um 2,4 prósent, en bréf í Exista fylgir fast á eftir. Einungis gengi bréfa í fjórum félögum hefur hækkað í dag, mest í 365. Viðskipti innlent 14.9.2007 12:02 Vinnslustöðin óskar eftir afskráningu Stjórn Vinnslustöðvarinnar telur félagið ekki uppfylla lengur skráningarskilyrði um fjölda hluthafa og dreifða eignaraðild og hefur farið þess á leit við Kauphöllina að hlutabréf félagsins verði tekin af markaði. Afskráningin var samþykkti á stjórnarfundi Vinnslustöðvarinnar í gær. Viðskipti innlent 14.9.2007 11:00 Hlutabréf lækka í Evrópu Gengi hlutabréfa hefur lækkað nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag þrátt fyrir ágæta hækkun í Bandaríkjunum í gærkvöldi og væna hækkun í Japan í morgun. Ljóst er að óróleiki á fjármálamarkaði bítur enn í fasteignalánafyrirtæki. Skýringin fyrir lækkuninni í Bretlandi liggur í því að stærsta fasteignalánafyrirtæki landsins nýtti sér neyðarlán frá Englandsbanka. Fyrirtækið sendi frá sér afkomuviðvörun í framhaldinu og gengi bréfa þess hrundi. Viðskipti erlent 14.9.2007 08:40 Ólafur krækti í Goldman Sachs Geysir Green Energy er langtímafjárfesting að sögn Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Hann telur Goldman Sachs besta erlenda fjárfesti sem völ er á. Ólafur Jóhann Ólafsson, fjárfestir og rithöfundur, hafði milligöngu um komu bandaríska fjárfestingarbankans Goldman Sachs inn í fjárfestahóp Geysis Green Energy. Viðskipti innlent 14.9.2007 08:30 « ‹ ›
iTunes með kaffibollanum Tölvurisinn Apple og kaffihúsakeðjan Starbucks hafa náð samningi sem gerir viðskiptavinum með iPod, iPhone eða tölvu með iTunes kleift að tengjast þráðlaust nýju iTunes-versluninni á kaffihúsum Starbucks. Viðskipti erlent 17.9.2007 14:35
Fall hjá erlendum fagfjárfestum Hinir margrómuðu en ónefndu erlendu fjárfestar sem keyptu bréf í Straumi-Burðarás hafa tapað á viðskiptum með bréfin eins og staðan er í dag. Gengi bréfanna er nú 18,5 en kaupgengið var 18,6, sem nemur lækkun um hálft prósent. Viðskipti innlent 17.9.2007 11:12
Hlutabréfavísitölur lækka víða í Evrópu Gengi hlutabréfa hefur lækkað nokkuð í Kauphöllinni í dag líkt og á hlutabréfamörkuðum í Evrópu. Gengi bréfa í Exista hefur lækkað mest, eða um 3,84 prósent. Á eftir fylgir gengi bréfa í Kaupþingi, Straumi og Bakkavör, sem öll hafa lækkað um rúm tvö prósent. Ekkert félag hefur hækkað í dag. Viðskipti innlent 17.9.2007 10:51
Bankar í rauðu í kauphöllinni Frá opnun kauphallarinnar í morgun hafa bankar og fjármálafyrirtæki fallið nokkuð í verði. Exista hefur fallið mest eða um 3,67%, Kaupþing banki um tæp 3% og Straumur-Burðarás um 2,89%. Viðskipti innlent 17.9.2007 10:45
FL Group á nú 83,7% í TM FL Group hf. hefur náð samningum við Glitni banka hf., Hnotskurn ehf. og Samherja hf. um kaup á öllum hlutum þeirra í Tryggingamiðstöðinni hf. (TM) en um er að ræða 46,2% eignarhlut. Seljendur fá í sinn hlut 973.673.140 hluti í FL Group á genginu 24,3. FL Group átti fyrir kaupin 37,6% hlutafjár í TM og á því eftir kaupin 83,7%. Viðskipti innlent 17.9.2007 10:12
Candover dregur tilboð í Stork til baka Breska fjárfestingafélagið Candover hefur dregið yfirtökutilboð sitt í hollensku iðnsamsteypuna Stork NV til baka þar sem tilskilinn fjöldi hluthafa var ekki samþykkur því. LME, eignarhaldsfélag í eigu Eyris Invest, Landsbankans og Marel, sem er stærsti hluthafi Stork, hefur átt í viðræðum við forsvarsmenn Candover vegna tilboðsins og verður þeim haldið áfram. Viðskipti innlent 17.9.2007 09:53
Microsoft tapar áfrýjunarmáli sínu Microsoft hefur tapað áfrýjun sinni fyrir Evrópudómstólnum en fyrirtækið var dæmt fyrir að hafa misnotað ráðandi markaðsstöðu sína í Evrópu árið 2004. Viðskipti erlent 17.9.2007 08:40
Northern Rock fellur mikið í morgun Hlutafé í breska bankanum Northern Rock hrapaði við opnun kauphallarinnar í London í morgun. Á aðeins 20 mínútum eftir opnun hafði hluturinn í bankanum fallið um 34% og stóð í 290 pensum. Viðskipti erlent 17.9.2007 07:57
Úrskurður í deilu Microsoft og ESB á morgun Dómstóll á vegum Evrópusambandsins kveður upp úrskurð á morgun um það hvort bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á sviði stýrikerfa. Viðskipti erlent 16.9.2007 17:54
Tóku út 260 milljarða á tveimur dögum Viðskiptavinir Northern Rock bankans í Bretlandi hafa tekið út sem samsvarar um 260 milljörðum króna út úr bankanum á síðustu tveimur dögum vegna frétta af erfiðleikum bankans. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Viðskipti erlent 16.9.2007 14:26
Síminn verður að selja almenningi þriðjung Síminn kemst ekki undan því að selja almenningi þrjátíu prósenta hlut í fyrirtækinu, segir Jón Sveinsson, fyrrverandi formaður einkavæðingarnefndar, það sé hins vegar undir fjármálaráðuneytinu komið hvort það heimili Símanum að fresta sölunni. Viðskipti innlent 16.9.2007 13:00
Fellir niður seðilgjald til að mæta kröfum neytenda Innheimtufyrirtækið Veita hefur ákveðið að fella niður seðilgjöld til að mæta kröfum neytenda. Hávær umræða hefur verið undanfarið um seðilgjöld fyrirtækja og banka og ýmsir skorið úr um að innheimta þeirra sé ólögleg. Viðskipti innlent 16.9.2007 10:30
Greenspan gagnrýnir Bush fyrir óráðsíu Alan Greespan, fyrrverandi seðlabankastjóri í Bandaríkjunum, vandar George Bush ekki kveðjurnar í nýrri bók um efnahagsmál. Sakar hann forsetann um óráðsíu við fjárlagagerð og að það hafi leitt til aukins halla á rekstri ríkissjóðs. Viðskipti erlent 15.9.2007 17:54
Sænsk stjórnvöld hækka skatta á tóbak Sænsk stjórnvöld hyggjast hækka skatta á tóbak á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem lagt hefur verið fram. Breytingarnar þýða að sígarettupakkinn hækkar um 15 krónur íslenskar og nef- og munntóbaksdósin á bilinu 27-50 krónur. Viðskipti erlent 15.9.2007 15:40
Ekkert lát á neyslugleði landsmanna Kortavelta hefur aukist um 12 prósent á milli ára að raunvirði miðað við þriggja mánaða meðaltal. Þetta sýnir að einkaneysla er enn mikil hér á landi. Viðskipti innlent 15.9.2007 12:15
Óttast að tapa innistæðum sínum Felmtri slegnir viðskiptavinir Northern Rock bankans Í Bretlandi streyma í útibú bankans til að taka út innistæður sínar eftir að bankinn fékk neyðarlán hjá Seðlabanka Englands í gær. Viðskipti erlent 15.9.2007 11:42
Hluthafar Storebrand sagðir styðja kaup á SPP Fulltrúar hluthafa í norska tryggingafyrirtækinu Storebrand eru sagðir styðja kaup félagsins á sænska tryggingafélagið SPP, líftryggingahluta Handelsbanken. Skrifað var undir yfirlýsingu um kaupin í byrjun mánaðar. Líklegt þykir að Kaupþing, sem er stærsti hluthafi Storebrand, sé fylgjandi kaupunum. Viðskipti innlent 15.9.2007 10:38
Peningaskápurinn ... Írland hefur verið nefnt „Keltneski tígurinn" vegna uppgangs og viðsnúnings í efnahagslífinu síðan á tíunda áratug síðustu aldar. Brendan Walsh, heiðursprófessor við University College Dublin, benti hins vegar á, í erindi sínu á málþingi Rannsóknaseturs um smáríki í gær, að þetta væri náttúrulega mikið misnefni. Viðskipti innlent 15.9.2007 00:01
Flestar tölur rauðar í dag Flestar tölur voru rauðar í Kauphöllinni í dag og lækkaði úrvalsvísitalan um tæpt 1,5%. Þá veiktist gengi krónunnar um rúmt 1% og er gengisvísitalan nú í rúmum 120 stigum. Mesta lækkunin varð á FL Group eða tæp 3%. Viðskipti innlent 14.9.2007 16:43
Úrvalsvísitalan lækkaði í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa lækkaði talsvert í Kauphöllinni í dag en það er í takt við þróun á hlutabréfamörkuðum í Evrópu en gengi bréfa í fjármálafyrirtækjum lækkaði nokkuð eftir að breska fasteignalánafyrirtækið greindi frá því að það hefði nýtt sér lánaheimild Englandsbanka. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,49 prósent og stendur í 7.772. Gengi bréfa í FL Group lækkaði mest, eða um 2,99 prósent. Viðskipti innlent 14.9.2007 16:30
Kínverjar hækka stýrivexti Kínverski seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína um 27 punkta í dag með það fyrir augum að draga úr verðbólgu, sem mædlist 6,5 prósent í síðasta mánuði og hefur ekki verið meiri í 11 ár. Vextirnir standa nú í 7,29 prósentum. Þetta er fimmta stýrivaxtahækkun bankans á árinu. Greinendur bjuggust almennt við hækkuninni. Viðskipti erlent 14.9.2007 14:51
Segir ríkisstjórnir heimsins þurfa að taka við sér Stríðið gegn tölvuglæpum hefur breyst. Vírusar og önnur óværa eru ekki lengur búin til af skemmdarfúsum unglingum heldur glæpamönnum með hreinan gróða í huga. Tölvuglæpabransinn er talinn velta meira en fimm hundruð milljörðum króna á hverju ári. Eva Chen, forstjóri tölvuöryggis- fyrirtækisins Trend Micro, segir ríkisstjórnir heimsins þurfa að taka við sér. Viðskipti erlent 14.9.2007 14:37
Loftleiðir semja við Air Niugini Flugvél frá Loftleiðum Icelandic, dótturfélagi Icelandair Group, mun flljúga áætlunarflug frá Port Moresby til Nadí á Fíjíeyjum á næsta ári. Loftleiðir Icelandic og ríkisflugfélagið Air Niugini gengu nýverið frá samkomulagi þessa efnis. Viðskipti innlent 14.9.2007 14:12
Hlutabréf lækka í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð eftir opnun fjármálamarkaða vestanhafs í kjölfar talna um vöxt í smásöluverslun þar í landi í ágúst. Tölurnar ollu fjárfestum nokkrum vonbrigðum. Smásöluverslu jókst um 0,3 prósent en vonast var til að hann yrði helmingi meiri. Aukin bílasala í síðasta mánuði miðað við síðasta ár vegur hins vegar á móti. Viðskipti erlent 14.9.2007 14:01
Vöxtur í smásöluverslun undir spám Smásöluverslun í Bandaríkjunum jókst um 0,3 prósent á milli mánaða í ágúst, samkvæmt nýbirtum tölum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Til samanburðar nemur aukningin 0,5 prósentum í júlí. Þetta er nokkru undir væntingum greinenda, sem telja að samdráttur á fasteignamarkaði vestanhafs hafi snert meira við einkaneyslu en talið hefur verið. Viðskipti erlent 14.9.2007 12:49
Gengi fjármálafyrirtækja lækkar Gengi hlutabréfa hefur lækkað talsvert í Kauphöllinni í dag. Þetta er í takti við þróunina á hlutabréfamörkuðum í Evrópu. Fjármálafyrirtæki það leiða lækkanalestina líkt og hér. Gengi bréfa í FL Group hefur lækkað mest, eða um 2,4 prósent, en bréf í Exista fylgir fast á eftir. Einungis gengi bréfa í fjórum félögum hefur hækkað í dag, mest í 365. Viðskipti innlent 14.9.2007 12:02
Vinnslustöðin óskar eftir afskráningu Stjórn Vinnslustöðvarinnar telur félagið ekki uppfylla lengur skráningarskilyrði um fjölda hluthafa og dreifða eignaraðild og hefur farið þess á leit við Kauphöllina að hlutabréf félagsins verði tekin af markaði. Afskráningin var samþykkti á stjórnarfundi Vinnslustöðvarinnar í gær. Viðskipti innlent 14.9.2007 11:00
Hlutabréf lækka í Evrópu Gengi hlutabréfa hefur lækkað nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag þrátt fyrir ágæta hækkun í Bandaríkjunum í gærkvöldi og væna hækkun í Japan í morgun. Ljóst er að óróleiki á fjármálamarkaði bítur enn í fasteignalánafyrirtæki. Skýringin fyrir lækkuninni í Bretlandi liggur í því að stærsta fasteignalánafyrirtæki landsins nýtti sér neyðarlán frá Englandsbanka. Fyrirtækið sendi frá sér afkomuviðvörun í framhaldinu og gengi bréfa þess hrundi. Viðskipti erlent 14.9.2007 08:40
Ólafur krækti í Goldman Sachs Geysir Green Energy er langtímafjárfesting að sögn Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Hann telur Goldman Sachs besta erlenda fjárfesti sem völ er á. Ólafur Jóhann Ólafsson, fjárfestir og rithöfundur, hafði milligöngu um komu bandaríska fjárfestingarbankans Goldman Sachs inn í fjárfestahóp Geysis Green Energy. Viðskipti innlent 14.9.2007 08:30
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent