Viðskipti

Airbus: Sterkt gengi evru til vandræða

Stjórnendur evrópsku flugvélasmiðjunnar Airbus óttast að sterkt gengi evrunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum nú um stundir geti valdið því að fyrirtækið neyðist til að grípa til frekari uppsagna til að hagræða í rekstrinum.

Viðskipti erlent

Kjalar fær fulltrúa í stjórn HB Granda

Fulltrúi HB Granda í stjórn fyrirtækisins víkur fyrir manni Kjalar ehf sem er í eigu Ólafs Ólafssonar hjá Samskipum og á þriðjung í fyrirtækinu. Stjórn HB Granda er að öðru leiti óbreytt, en Kjalar hefur ekki haft fulltrúa í stjórn fyrr en nú.

Viðskipti innlent

Færeyingar efstir og neðstir í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa hefur hækkað lítillega eftir að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í Föroya banka hefur hækkað langmest, eða um 3,23 prósent. Bréf í öðrum fyrirtækjum hefur ýmist hækkað rúmt hálft prósent eða staðið í stað. Gengi bréfa í færeyska bankanum Eik er hins vegar eina félagið sem hefur lækkað í dag.

Viðskipti innlent

Northern Rock hafnaði milljarðaláni

Stjórnendum breska fasteignalánafyrirtækisins Northern Rock bauðst að fá lán upp á hálfan milljarð punda, jafnvirði 63,5 milljarða íslenskra króna, frá bandaríska fjárfestingabankanum JPMorgan seint í júlí. Þeir tóku því ekki. Breskir fjölmiðlar segja að hefðu stjórnendurnir gert það hefði bankinn ekki staðið frammi fyrir sama vanda og hann gerir í dag.

Viðskipti erlent

Dalurinn á ný í sögulegu lágmarki gagnvart evru

Gengi evru fór enn í methæðir gagnvart bandaríkjadal í dag en munurinn á gengi myntanna hefur aldrei verið lægra. Gengi dals hefur lækkað nokkuð síðustu daga, ekki síst eftir að seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýrivexti um 50 punkta á þriðjudag. Dalurinn kostaði jafn mikið og kanadískur dalur í gær en slíkt hefur ekki gerst í rúm þrjátíu ár.

Viðskipti erlent

Verður næst­stærsta Kaup­höll heims

Kauphöllin í Dubai eignast tuttugu prósenta hlut í sameinaðri Kauphöll NASDAQ og OMX. Með samkomulaginu lýkur baráttu NASDAQ og Kauphallarinnar í Dubai um yfirráð yfir OMX. Sýnileiki íslenskra fyrirtækja eykst til muna. „Þetta eru góð tíðindi fyrir okkur,“ segir forstjóri Kauphallar Íslands.

Viðskipti innlent

Vonbrigði

Nick Leeson hélt erindi á morgunverðarfundi á vegum Icebank og Háskólans í Reykjavík í gærmorgun. Leeson er þekktur fyrir það eitt að vera verðbréfamiðlarinn fyrrverandi sem setti Baringsbanka, viðskiptabanka Englandsdrottningar, á hausinn með harla vafasömum gjaldeyrisviðskiptum árið 1995. Leeson var eðlilega fullur eftirsjár enda gjaldþrotið eitt það stærsta í bankaheiminum.

Viðskipti innlent

Íbúðaverð í hámarki

Nokkuð dró úr hækkunum á íbúðaverði í síðastliðnum ágústmánuði samkvæmt tölum Fasteignamats ríkisins. Að mati Greiningardeildar Kaupþings banka bendir margt til þess að íbúðaverð hafi náð hámarki. Spáð er minnkandi umsvifum á fasteignamarkaði og minni eftirspurn.

Viðskipti innlent

Deutsche Bank í krísu vegna óróleikans

Þýski bankinn Deutsche Bank hefur tilkynnt að hann muni þurfa að færa verðmæti fjármögnunarsamninga niður um allt að 625 milljónir evra, jafnvirði tæpra 56 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi vegna mistaka sem bankinn gerði á uppgangstímum á fjármálamörkuðum sem lauk með lánsfjárkreppu í síðustu mánuðum.

Viðskipti erlent

Lækkun í Kauphöllinni í kjölfar hækkunar

Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í Kauphöllinni í dag eftir talsverða hækkun í gær. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum lækkaði mest, eða um 3,43 prósent. Gengi einungis tveggja félaga hækkaði i Kauphöllinni, í Teymi og FL Group.

Viðskipti innlent

Spáir stýrivaxtalækkun snemma á næsta ári

Styrking evru gagnvart bandaríkjadal veldur því að evrópski seðlabankinn verði að breyta um stefnu og lækka stýrivexti. Þetta segir sérfræðingurinn Austin Hughes, hjá írska bankanum IIB. Gengi evru hefur haldið verið jafn sterk gagnvart bandaríkjadal og nú um stundir.

Viðskipti erlent

Samdrátturinn gæti haldið áfram

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagðist eftir yfirheyrslu fyrir fjárlaganefnd bandaríska þingsins í dag, að hann teldi hræringar á fjármálamörkuðum vegna vanskila á fasteignalánamarkaði ekki að baki. Það hafi hins vegar verið rétt ákvörðun bankastjórnarinnar að lækka stýrivexti og setja fé inn í efnahagslífið til að auðvelda aðgengi að fjármagni.

Viðskipti erlent

Afkoma Goldman Sachs umfram spár

Hagnaður bandaríska bankans Goldman Sachs nam 2,85 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 180 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 79 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra og sá þriðji besti í 138 ára sögu bankans. Ólíkt flestum bönkum spáði Goldman Sachs samdrætti á fasteignalánamarkaði í Bandaríkjunum og stóð því ekki berskjaldur gagnvart þrengingunum.

Viðskipti erlent

Hagnaður Bear Stearns dróst saman um 61 prósent

Hagnaður bandaríska fjárfestingabankans Bear Stearns nam 171,3 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði 10,8 milljarða íslenskra króna, á þriðja rekstrarfjórðungi ársins. Þetta er 61 prósenti minni hagnaður en á sama tíma í fyrra og skrifast að mestu vegna samdráttar á lánamarkaði með annars flokks fasteignalán í Bandaríkjunum og óróleika á fjármálamörkuðum.

Viðskipti erlent

Breski seðlabankinn gagnrýndur fyrir sein viðbrögð

Mervyn King, seðlabankastjóri Englandsbanka, sagði fyrir breskri þingnefnd í dag, að lög í Bretlandi og innan Evrópusambandsins, hafi komið í veg fyrir að bankinn hefði getað beitt sér fyrir því að koma bönkum og fjármálafyrirtækjum á borð við Norther Rock til bjargar strax þegar óróleika varð vart á fjármálamörkuðum í sumar. Gengi bréfa í Nothern Rock, sem er með stærstu fasteignalánafyrirtækjum í Bretlandi, hefur fallið um heil 82 prósent síðan í lok febrúar.

Viðskipti erlent

60 milljarðar í krónubréfum á gjalddaga

Krónubréf að nafnvirði 60 milljarða kr. falla á gjalddaga í dag að viðbættum vöxtum en dagurinn er stærsti einstaki krónubréfagjalddagi til þessa frá því að útgáfa krónubréfa hófst í ágúst 2005. Útgefandi krónubréfaflokksins sem fellur nú á gjalddaga er KfW Bankengruppe, en bankinn er stærsti útgefandi krónubréfa fram að þessu og hefur gefið út ríflega fimmtung þeirra krónubréfa sem gefin hafa verið út.

Viðskipti innlent

Bandaríkjadalur aldrei lægri gagnvart evru

Gengi bandaríkjadals fór í sögulegt lágmark gagnvart evru í dag í kjölfar 50 punkta lækkunar á stýrivöxtum í Bandaríkjunum á þriðjudag. Þá hefur gengi evru styrkst eftir að evrópski seðlabankinn gaf í skyn að stýrivextir hækki á evrusvæðinu á næstu mánuðum.

Viðskipti erlent

Nasdaq kaupir OMX-samstæðuna

Nasdaq hefur gert samkomulag við kauphöllina í Dubaí sem felur í sér að Nasdaq kaupir samnorrænu OMX-kauphallarsamstæðuna. Kauphöllin í Dubaí mun eiga fimmtung í sameinuðum kauphöllum auk þess að fá 28 prósenta hlut Nasdaq í bresku kauphöllinni í Lundúnum (LSE). Lokað var fyrir viðskipti með bréf í OMX í gær.

Viðskipti erlent

Belgía til sölu á eBay

Uppboðsfyrirtækið eBay hefur tekið óvenjulegan hlut úr sölu á vefsíðu sinni en það var ríkið Belgía í heild sinni. Það var blaðamaðurinn Gerrit Six sem setti land sitt til sölu á eBay en með því vildi hann mótmæla því að enn hefur ekki verið mynduð ný ríkisstjórn í landinu þótt að um 100 dagar séu liðnir frá síðustu kosningum.

Viðskipti erlent

Peningaskápurinn …

Eins og segir hér annars staðar á síðunni hafði Lundúnaútibú Landsbankans milligöngu um kaup Úsbekans Alishers Usmanov á sex prósenta hlut í enska knattspyrnuliðinu Arsenal.

Viðskipti innlent

Hlutabréf hækka í Evrópu

Miklar hækkanir urðu á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag. Hafa hækkanirnar ekki verið meiri í sex vikur. Alls hækkaði samevrópska FTSEurofirst 300 vísitalan um 2,61 prósent.

Viðskipti erlent