Viðskipti

Sækir um leyfi fyrir 3G-senda

Símafyrirtækið Nova ehf. hefur leigt aðstöðu á þökum nokkurra skóla í Reykjavík og óskað eftir leyfi byggingarfulltrúa til að fá að setja þar upp farsímasenda. Um er ræða Borgaskóla, Ölduselsskóla, Rimaskóla, Réttarholtsskóla, Seljaskóla og Breiðholtsskóla.

Viðskipti innlent

Peningaskápurinn ...

FL Group sogar enn til sín starfsfólk. Síðast í gær var tilkynnt að Halldór Kristmannsson hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri samskiptasviðs FL Group. Verður hann partur af framkvæmdastjórn félagsins og mun bera ábyrgð á öllu sem snýr að samskiptamálum.

Viðskipti innlent

Ole Vagner leikur fyrir dansi á hátíð Stoðir Group

Stoðir Group efna til mikillar hátíðar í Kaupmannahöfn á föstudagskvöld. Hápúnktur þeirrar hátíðar verður dansleikur í Tívolí þar sem Ole Vagner fyrrum forstjóri Keops mun leika fyrir dansi ásamt hljómsveit sinni A-band. "Þetta verður svona svanasöngur forstjórans fyrrverandi," segir Skarphéðinn Berg Steinarsson forstjóri Stoða í samtali við Vísi.

Viðskipti innlent

Slagurinn um OMX tvöfaldar verðmætið

Hlutabréf í OMX-kauphallarsamstæðunni hafa hækkað um 115% á árinu vegna baráttu um yfirráð yfir henni. Nasdaq-hlutabréfamarkaðurinn og Borse Dubai hækkuðu í dag tilboð sitt í OMX, sem rekur sjö kauphallir á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum, um 15%, úr 230 sænskum krónum á hlut í 265. Tilboðið hljóðar upp á 305 milljarða króna og nýtur stuðnings stjórnenda OMX.

Viðskipti erlent

Erlend lán heimilanna tvöfaldast á einu ári

Erlend lán heimilanna hafa ríflega tvöfaldast á undanförnu ári eftir því sem segir í Morgunkorni greiningardeildar Glitnis. Þar segir enn fremur að nú sé svo komið að tæplega 14 prósent skulda heimilanna við innlánsstofnanir séu tengdar erlendum myntum.

Viðskipti innlent

Björgólfsfeðgar og Þorsteinn með milljón á mánuði

Björgólfur Guðmundsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Þorsteinn M. Jónsson eru launahæstu stjórnarformenn félaga í Kauphöllinni. Þeir þiggja allir rúma milljón á mánuði fyrir stjórnarformennsku í félögum sínum. Sá sem þiggur lægst laun er Gunnar Felixson hjá Vinnslustöðinni en hann fær tæpar 100 þúsund krónur fyrir sitt starf.

Viðskipti innlent

Kosningasstjóri til Reykjavík Energy Invest

Rúnar Hreinsson, sem starfaði sem kosningastjóri Framsóknarflokksins í síðustu kosningum og þar áður sem kosningastjóri Björns Inga Hrafnssonar, hefur verið ráðinn sem verkefnastjóri hjá Reykjavík Energy Invest. REI er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Bjarni Ármannsson er stjórnarformaður en í stjórn fyrirtækisins situr góðvinur Rúnar, Björn Ingi Hrafnsson sem situr í stjórninnni fyrir hönd OR.

Viðskipti innlent

Lækkanir í London

Hlutabréf í Bretlandi féllu í verði þegar markaðir opnuðu þar í landi í morgun. Um hádegi hafði FTSE 100 vísitalan fallið um 0,9 prósent og var 6.405,3 stig.

Viðskipti erlent

Verkfall lamar GM

Starfsemi í bílaverksmiðjum GM í Bandaríkjunum liggur nú niðri eftir að verkalýðsfélagið UAW boðaði til allsherjarverkfalls. Verkfall UAW, eða United Auto Workers, nær til rúmlega 70.000 starfsmanna GM. Verkfallið kemur í kjölfar þess að kjarasamningaviðræður sigldu í strand um helgina.

Viðskipti erlent

Kaldur vetur þýðir 100 dollara olíuverð

Merill Lynch telur að verð á olíutunnu geti fljótlega náð 100 dollurum, einkum ef vetrarbyrjun verður kaldari en venjulega. Og fjármálafyrirtækið telur jafnframt að meiri líkur séu á að tunnan nái 100 dollurum en að verð hennar falli í 60 dollara.

Viðskipti erlent

Baugur eykur hlut sinn í Debenhams

Baugur Group og fjárfestingafélagið Unity hafa í formi framvirkra samninga tryggt sér 13,5% í bresku stórverslanakeðjunni Debenhams. Baugur fer með 6,7% en Unity Investment, sem er í eigu Baugs, FL Group og Kevins Stanford, á um 6,8%.

Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan óbreytt eftir daginn

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,01 prósent við lokun viðskipta í dag eftir nokkuð sveiflukenndan dag. Þetta er svipað genginu á erlendum hlutabréfamörkuðum en vísitölur erlendis hafa sveiflast nokkuð beggja vegna núllsins. Gengi bréfa í Tryggingamiðstöðinni hækkaði mest í dag, eða um 2,17 prósent.

Viðskipti innlent

Orkuveitan verður hluthafi í Landsneti

Orkuveita Reykjavíkur varð í dag hluthafi í Landsneti þegar ákveðið var að hækka hlutafé í félaginu um 400 milljónir á hluthafafundi. Þetta kemur í framhaldi samningum um kaup Landsnets á flutningsvirkjunum í eigu Orkuveitunnar.

Viðskipti innlent

Hætta við þráðlaus borgarnet

Borgaryfirvöld víða um Bandaríkin hafa hætt við áætlanir sínar um að þekja borgir sínar með þráðlausu neti. Í Houston, Chicago, San Francisco og fleiri borgum hafa öll áform um þráðlaust borgarnet verið lögð á hilluna.

Viðskipti innlent

Smávegis hækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa hefur hækkað lítillega eftir að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í dag. Þetta er í takt við þróun á erlendum hlutabréfamörkuðum en vísitölur hafa sveiflast beggja vegna núllsins. Gengi bréfa í Straumi hefur hækkað mest, eða um 0,78 prósent. Gengi bréfa í Icelandic Group hefur hins vegar lækkað mest það sem af er dags, um 1,35 prósent.

Viðskipti innlent

Evran dýr í dollurum

Gengi evru sló enn eitt metið gagnvart bandaríkjadal í dag en gjáin á milli þeirra hefur aldrei verið meiri. Helstu skýringarnar felast í styrkingu evrunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum og veikingu bandaríkjadals í kjölfar stýrivaxtalækkunar í Bandaríkjunum í síðustu viku.

Viðskipti erlent

Gengisþróun ógnar starfsemi Airbus verksmiðjunnar

Airbus verksmiðjurnar gætu þurft að skera meira niður í rekstri sínum ef gengi evrunnar verður áfram eins sterkt og það hefur verið að undanförnu. Þá segir Fabrice Bregier yfirmanni hjá Airbus að fyrirtækið þyrfti hugsanlega að kaupa meiri birgðir á Bandaríkjamarkaði en áður hefur verið. Hlutfall birgða sem nú eru keyptar á Bandaríkjamarkaði nema um 50%. Gengi evru gagnvart Bandaríkjadal var í algjöru hámarki í gær, en þá var verðið á evrunni $1,42.

Viðskipti erlent

Nýr forstjóri hjá Securitas

Trausti Harðarson tók á miðvikudag við starfi forstjóra Securitas. Trausti Harðarson er 30 ára og hefur starfað hjá Securitas í 10 ár á flestum sviðum félagins, nú síðast sem forstöðumaður sölu- og markaðssviðs.

Viðskipti innlent

Nánast óbreytt staða í Kauphöllinni

Úrvalsvísitalan hækkaði lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Þetta er nokkuð í takt við þróun á erlendum hlutabréfamörkuðum, sem þó hafa hækkað litlu meira. Gengi bréfa í Bakkavör hækkaði mest í dag, eða um 1,87 prósent. Mest var lækkunin hins vegar á gengi bréfa í Straumi, sem fór niður um 0,52 prósent.

Viðskipti innlent