Viðskipti Hækkanir á hlutabréfum í Evrópu Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu hækkuðu í verði þegar opnað var fyrir viðskipti í morgun. Bankar og olíufyrirtæki hafa hækkað mest í verði. Viðskipti erlent 27.9.2007 08:27 Óttast hækkandi stýrvexti Samtök iðnaðarins í Noregi hafa miklar áhyggjur af því að norski seðlabankinn muni í dag hækka stýrivexti um 0,25 prósent þannig að þeir verði fimm prósent. Viðskipti erlent 27.9.2007 07:59 Sækir um leyfi fyrir 3G-senda Símafyrirtækið Nova ehf. hefur leigt aðstöðu á þökum nokkurra skóla í Reykjavík og óskað eftir leyfi byggingarfulltrúa til að fá að setja þar upp farsímasenda. Um er ræða Borgaskóla, Ölduselsskóla, Rimaskóla, Réttarholtsskóla, Seljaskóla og Breiðholtsskóla. Viðskipti innlent 27.9.2007 00:01 Peningaskápurinn ... FL Group sogar enn til sín starfsfólk. Síðast í gær var tilkynnt að Halldór Kristmannsson hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri samskiptasviðs FL Group. Verður hann partur af framkvæmdastjórn félagsins og mun bera ábyrgð á öllu sem snýr að samskiptamálum. Viðskipti innlent 27.9.2007 00:01 Ole Vagner leikur fyrir dansi á hátíð Stoðir Group Stoðir Group efna til mikillar hátíðar í Kaupmannahöfn á föstudagskvöld. Hápúnktur þeirrar hátíðar verður dansleikur í Tívolí þar sem Ole Vagner fyrrum forstjóri Keops mun leika fyrir dansi ásamt hljómsveit sinni A-band. "Þetta verður svona svanasöngur forstjórans fyrrverandi," segir Skarphéðinn Berg Steinarsson forstjóri Stoða í samtali við Vísi. Viðskipti innlent 26.9.2007 20:30 Slagurinn um OMX tvöfaldar verðmætið Hlutabréf í OMX-kauphallarsamstæðunni hafa hækkað um 115% á árinu vegna baráttu um yfirráð yfir henni. Nasdaq-hlutabréfamarkaðurinn og Borse Dubai hækkuðu í dag tilboð sitt í OMX, sem rekur sjö kauphallir á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum, um 15%, úr 230 sænskum krónum á hlut í 265. Tilboðið hljóðar upp á 305 milljarða króna og nýtur stuðnings stjórnenda OMX. Viðskipti erlent 26.9.2007 17:24 FL Group eykur hlut sinn í Commerzbank um eitt prósent FL Group hefur aukið hlut sinn í þýska bankanum Commerzbank AG um rúmt prósent. Félagið á nú í 4,25 prósent í félaginu en átti fyrir 3,24 prósent. Viðskipti innlent 26.9.2007 15:14 Eimskip fær fjórða nýja frystiskipið á tveimur árum Eimskip í Noregi tók í gær við nýju frystiskipi sem er það fjórða sem félagið tekur við á innan við tveimur árum. Viðskipti innlent 26.9.2007 14:07 Erlend lán heimilanna tvöfaldast á einu ári Erlend lán heimilanna hafa ríflega tvöfaldast á undanförnu ári eftir því sem segir í Morgunkorni greiningardeildar Glitnis. Þar segir enn fremur að nú sé svo komið að tæplega 14 prósent skulda heimilanna við innlánsstofnanir séu tengdar erlendum myntum. Viðskipti innlent 26.9.2007 11:05 Halldór frá Actavis til FL Group Halldór Kristmannsson, sem verið hefur í framkvæmdastjórateymi Actavis, hefur söðlað um og ráðið sig sem framkvæmdastjóri samskiptasviðs FL Group. Viðskipti innlent 26.9.2007 10:37 Alexandra í stjórn svissnesks lyfjafyrirtækis Alexandra greifynja, fyrrverandi eiginkona Jóakims Danaprins, hefur leitað aftur út á vinnumarkaðinn eftir því sem danska viðskiptablaðið Börsen greinir frá. Viðskipti erlent 26.9.2007 09:55 Björgólfsfeðgar og Þorsteinn með milljón á mánuði Björgólfur Guðmundsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Þorsteinn M. Jónsson eru launahæstu stjórnarformenn félaga í Kauphöllinni. Þeir þiggja allir rúma milljón á mánuði fyrir stjórnarformennsku í félögum sínum. Sá sem þiggur lægst laun er Gunnar Felixson hjá Vinnslustöðinni en hann fær tæpar 100 þúsund krónur fyrir sitt starf. Viðskipti innlent 25.9.2007 15:47 Kosningasstjóri til Reykjavík Energy Invest Rúnar Hreinsson, sem starfaði sem kosningastjóri Framsóknarflokksins í síðustu kosningum og þar áður sem kosningastjóri Björns Inga Hrafnssonar, hefur verið ráðinn sem verkefnastjóri hjá Reykjavík Energy Invest. REI er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Bjarni Ármannsson er stjórnarformaður en í stjórn fyrirtækisins situr góðvinur Rúnar, Björn Ingi Hrafnsson sem situr í stjórninnni fyrir hönd OR. Viðskipti innlent 25.9.2007 11:39 Samþykkt að auka hlutafé vegna kaupa á Tryggingamiðstöðinni Hluthafafundur FL Group samþykkti í morgun að heimila stjórn félagsins að gefa út nýja hluti í félaginu upp á ríflega 1,3 milljarða króna að nafnvirði til þess að fjármagna kaup á hlutum í Tryggingamiðstöðinni. Viðskipti innlent 25.9.2007 11:38 Lækkanir í London Hlutabréf í Bretlandi féllu í verði þegar markaðir opnuðu þar í landi í morgun. Um hádegi hafði FTSE 100 vísitalan fallið um 0,9 prósent og var 6.405,3 stig. Viðskipti erlent 25.9.2007 11:37 Fær fyrstur norrænna banka starfsleyfi í Dubai Kaupþing hefur fengið leyfi til að opna útibú í alþjóðlegu fjármálamiðstöðinni Dubai og verður þar með fyrsti norræni bankinn til þess að fá starfsleyfi í þessu umdæmi eins og segir í tilkynningu til Kauphallarinnar. Viðskipti innlent 25.9.2007 11:22 Verkfall lamar GM Starfsemi í bílaverksmiðjum GM í Bandaríkjunum liggur nú niðri eftir að verkalýðsfélagið UAW boðaði til allsherjarverkfalls. Verkfall UAW, eða United Auto Workers, nær til rúmlega 70.000 starfsmanna GM. Verkfallið kemur í kjölfar þess að kjarasamningaviðræður sigldu í strand um helgina. Viðskipti erlent 24.9.2007 19:23 Kaldur vetur þýðir 100 dollara olíuverð Merill Lynch telur að verð á olíutunnu geti fljótlega náð 100 dollurum, einkum ef vetrarbyrjun verður kaldari en venjulega. Og fjármálafyrirtækið telur jafnframt að meiri líkur séu á að tunnan nái 100 dollurum en að verð hennar falli í 60 dollara. Viðskipti erlent 24.9.2007 17:38 Baugur eykur hlut sinn í Debenhams Baugur Group og fjárfestingafélagið Unity hafa í formi framvirkra samninga tryggt sér 13,5% í bresku stórverslanakeðjunni Debenhams. Baugur fer með 6,7% en Unity Investment, sem er í eigu Baugs, FL Group og Kevins Stanford, á um 6,8%. Viðskipti innlent 24.9.2007 17:10 Úrvalsvísitalan óbreytt eftir daginn Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,01 prósent við lokun viðskipta í dag eftir nokkuð sveiflukenndan dag. Þetta er svipað genginu á erlendum hlutabréfamörkuðum en vísitölur erlendis hafa sveiflast nokkuð beggja vegna núllsins. Gengi bréfa í Tryggingamiðstöðinni hækkaði mest í dag, eða um 2,17 prósent. Viðskipti innlent 24.9.2007 15:48 Orkuveitan verður hluthafi í Landsneti Orkuveita Reykjavíkur varð í dag hluthafi í Landsneti þegar ákveðið var að hækka hlutafé í félaginu um 400 milljónir á hluthafafundi. Þetta kemur í framhaldi samningum um kaup Landsnets á flutningsvirkjunum í eigu Orkuveitunnar. Viðskipti innlent 24.9.2007 14:58 Hætta við þráðlaus borgarnet Borgaryfirvöld víða um Bandaríkin hafa hætt við áætlanir sínar um að þekja borgir sínar með þráðlausu neti. Í Houston, Chicago, San Francisco og fleiri borgum hafa öll áform um þráðlaust borgarnet verið lögð á hilluna. Viðskipti innlent 24.9.2007 14:03 Smávegis hækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa hefur hækkað lítillega eftir að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í dag. Þetta er í takt við þróun á erlendum hlutabréfamörkuðum en vísitölur hafa sveiflast beggja vegna núllsins. Gengi bréfa í Straumi hefur hækkað mest, eða um 0,78 prósent. Gengi bréfa í Icelandic Group hefur hins vegar lækkað mest það sem af er dags, um 1,35 prósent. Viðskipti innlent 24.9.2007 10:26 Evran dýr í dollurum Gengi evru sló enn eitt metið gagnvart bandaríkjadal í dag en gjáin á milli þeirra hefur aldrei verið meiri. Helstu skýringarnar felast í styrkingu evrunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum og veikingu bandaríkjadals í kjölfar stýrivaxtalækkunar í Bandaríkjunum í síðustu viku. Viðskipti erlent 24.9.2007 09:33 Brown lofar seðlabankastjórann Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, lofar frammistöðu Mervyns King, seðlabankastjóra í Englandi vegna viðbragða hans við áfallinu í tengslum við Northern Rock bankann. Viðskipti erlent 23.9.2007 18:49 Kaupa helmingshlut í dönsku úthafsolíufélagi BNT, sem er aðaleigandi N1, hefur keypt 49% hlut í danska úthafsolíufélaginu Malik Supply, sem er meirihlutaeigandi Íslenskrar olíumiðlunar, sem á og rekur eldsneytisbirgðastöðina í Neskaupstað. Viðskipti innlent 23.9.2007 12:32 Gengisþróun ógnar starfsemi Airbus verksmiðjunnar Airbus verksmiðjurnar gætu þurft að skera meira niður í rekstri sínum ef gengi evrunnar verður áfram eins sterkt og það hefur verið að undanförnu. Þá segir Fabrice Bregier yfirmanni hjá Airbus að fyrirtækið þyrfti hugsanlega að kaupa meiri birgðir á Bandaríkjamarkaði en áður hefur verið. Hlutfall birgða sem nú eru keyptar á Bandaríkjamarkaði nema um 50%. Gengi evru gagnvart Bandaríkjadal var í algjöru hámarki í gær, en þá var verðið á evrunni $1,42. Viðskipti erlent 22.9.2007 18:15 Nýr forstjóri hjá Securitas Trausti Harðarson tók á miðvikudag við starfi forstjóra Securitas. Trausti Harðarson er 30 ára og hefur starfað hjá Securitas í 10 ár á flestum sviðum félagins, nú síðast sem forstöðumaður sölu- og markaðssviðs. Viðskipti innlent 22.9.2007 17:28 Nánast óbreytt staða í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan hækkaði lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Þetta er nokkuð í takt við þróun á erlendum hlutabréfamörkuðum, sem þó hafa hækkað litlu meira. Gengi bréfa í Bakkavör hækkaði mest í dag, eða um 1,87 prósent. Mest var lækkunin hins vegar á gengi bréfa í Straumi, sem fór niður um 0,52 prósent. Viðskipti innlent 21.9.2007 15:43 Dótturfélag Glitnis kaupir norskt fjármálaráðgjafarfélag BNbank í Noregi, dótturfyrirtæki Glitnis, hefur aukið hlut sinn í norska félaginu Norsk Privatøkonomi úr 45 prósentum í 77,5 prósent. Þá hafa félögin samið um það BN eignist 97 prósent hlutafjár í byrjun árs 2009. Viðskipti innlent 21.9.2007 15:10 « ‹ ›
Hækkanir á hlutabréfum í Evrópu Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu hækkuðu í verði þegar opnað var fyrir viðskipti í morgun. Bankar og olíufyrirtæki hafa hækkað mest í verði. Viðskipti erlent 27.9.2007 08:27
Óttast hækkandi stýrvexti Samtök iðnaðarins í Noregi hafa miklar áhyggjur af því að norski seðlabankinn muni í dag hækka stýrivexti um 0,25 prósent þannig að þeir verði fimm prósent. Viðskipti erlent 27.9.2007 07:59
Sækir um leyfi fyrir 3G-senda Símafyrirtækið Nova ehf. hefur leigt aðstöðu á þökum nokkurra skóla í Reykjavík og óskað eftir leyfi byggingarfulltrúa til að fá að setja þar upp farsímasenda. Um er ræða Borgaskóla, Ölduselsskóla, Rimaskóla, Réttarholtsskóla, Seljaskóla og Breiðholtsskóla. Viðskipti innlent 27.9.2007 00:01
Peningaskápurinn ... FL Group sogar enn til sín starfsfólk. Síðast í gær var tilkynnt að Halldór Kristmannsson hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri samskiptasviðs FL Group. Verður hann partur af framkvæmdastjórn félagsins og mun bera ábyrgð á öllu sem snýr að samskiptamálum. Viðskipti innlent 27.9.2007 00:01
Ole Vagner leikur fyrir dansi á hátíð Stoðir Group Stoðir Group efna til mikillar hátíðar í Kaupmannahöfn á föstudagskvöld. Hápúnktur þeirrar hátíðar verður dansleikur í Tívolí þar sem Ole Vagner fyrrum forstjóri Keops mun leika fyrir dansi ásamt hljómsveit sinni A-band. "Þetta verður svona svanasöngur forstjórans fyrrverandi," segir Skarphéðinn Berg Steinarsson forstjóri Stoða í samtali við Vísi. Viðskipti innlent 26.9.2007 20:30
Slagurinn um OMX tvöfaldar verðmætið Hlutabréf í OMX-kauphallarsamstæðunni hafa hækkað um 115% á árinu vegna baráttu um yfirráð yfir henni. Nasdaq-hlutabréfamarkaðurinn og Borse Dubai hækkuðu í dag tilboð sitt í OMX, sem rekur sjö kauphallir á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum, um 15%, úr 230 sænskum krónum á hlut í 265. Tilboðið hljóðar upp á 305 milljarða króna og nýtur stuðnings stjórnenda OMX. Viðskipti erlent 26.9.2007 17:24
FL Group eykur hlut sinn í Commerzbank um eitt prósent FL Group hefur aukið hlut sinn í þýska bankanum Commerzbank AG um rúmt prósent. Félagið á nú í 4,25 prósent í félaginu en átti fyrir 3,24 prósent. Viðskipti innlent 26.9.2007 15:14
Eimskip fær fjórða nýja frystiskipið á tveimur árum Eimskip í Noregi tók í gær við nýju frystiskipi sem er það fjórða sem félagið tekur við á innan við tveimur árum. Viðskipti innlent 26.9.2007 14:07
Erlend lán heimilanna tvöfaldast á einu ári Erlend lán heimilanna hafa ríflega tvöfaldast á undanförnu ári eftir því sem segir í Morgunkorni greiningardeildar Glitnis. Þar segir enn fremur að nú sé svo komið að tæplega 14 prósent skulda heimilanna við innlánsstofnanir séu tengdar erlendum myntum. Viðskipti innlent 26.9.2007 11:05
Halldór frá Actavis til FL Group Halldór Kristmannsson, sem verið hefur í framkvæmdastjórateymi Actavis, hefur söðlað um og ráðið sig sem framkvæmdastjóri samskiptasviðs FL Group. Viðskipti innlent 26.9.2007 10:37
Alexandra í stjórn svissnesks lyfjafyrirtækis Alexandra greifynja, fyrrverandi eiginkona Jóakims Danaprins, hefur leitað aftur út á vinnumarkaðinn eftir því sem danska viðskiptablaðið Börsen greinir frá. Viðskipti erlent 26.9.2007 09:55
Björgólfsfeðgar og Þorsteinn með milljón á mánuði Björgólfur Guðmundsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Þorsteinn M. Jónsson eru launahæstu stjórnarformenn félaga í Kauphöllinni. Þeir þiggja allir rúma milljón á mánuði fyrir stjórnarformennsku í félögum sínum. Sá sem þiggur lægst laun er Gunnar Felixson hjá Vinnslustöðinni en hann fær tæpar 100 þúsund krónur fyrir sitt starf. Viðskipti innlent 25.9.2007 15:47
Kosningasstjóri til Reykjavík Energy Invest Rúnar Hreinsson, sem starfaði sem kosningastjóri Framsóknarflokksins í síðustu kosningum og þar áður sem kosningastjóri Björns Inga Hrafnssonar, hefur verið ráðinn sem verkefnastjóri hjá Reykjavík Energy Invest. REI er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Bjarni Ármannsson er stjórnarformaður en í stjórn fyrirtækisins situr góðvinur Rúnar, Björn Ingi Hrafnsson sem situr í stjórninnni fyrir hönd OR. Viðskipti innlent 25.9.2007 11:39
Samþykkt að auka hlutafé vegna kaupa á Tryggingamiðstöðinni Hluthafafundur FL Group samþykkti í morgun að heimila stjórn félagsins að gefa út nýja hluti í félaginu upp á ríflega 1,3 milljarða króna að nafnvirði til þess að fjármagna kaup á hlutum í Tryggingamiðstöðinni. Viðskipti innlent 25.9.2007 11:38
Lækkanir í London Hlutabréf í Bretlandi féllu í verði þegar markaðir opnuðu þar í landi í morgun. Um hádegi hafði FTSE 100 vísitalan fallið um 0,9 prósent og var 6.405,3 stig. Viðskipti erlent 25.9.2007 11:37
Fær fyrstur norrænna banka starfsleyfi í Dubai Kaupþing hefur fengið leyfi til að opna útibú í alþjóðlegu fjármálamiðstöðinni Dubai og verður þar með fyrsti norræni bankinn til þess að fá starfsleyfi í þessu umdæmi eins og segir í tilkynningu til Kauphallarinnar. Viðskipti innlent 25.9.2007 11:22
Verkfall lamar GM Starfsemi í bílaverksmiðjum GM í Bandaríkjunum liggur nú niðri eftir að verkalýðsfélagið UAW boðaði til allsherjarverkfalls. Verkfall UAW, eða United Auto Workers, nær til rúmlega 70.000 starfsmanna GM. Verkfallið kemur í kjölfar þess að kjarasamningaviðræður sigldu í strand um helgina. Viðskipti erlent 24.9.2007 19:23
Kaldur vetur þýðir 100 dollara olíuverð Merill Lynch telur að verð á olíutunnu geti fljótlega náð 100 dollurum, einkum ef vetrarbyrjun verður kaldari en venjulega. Og fjármálafyrirtækið telur jafnframt að meiri líkur séu á að tunnan nái 100 dollurum en að verð hennar falli í 60 dollara. Viðskipti erlent 24.9.2007 17:38
Baugur eykur hlut sinn í Debenhams Baugur Group og fjárfestingafélagið Unity hafa í formi framvirkra samninga tryggt sér 13,5% í bresku stórverslanakeðjunni Debenhams. Baugur fer með 6,7% en Unity Investment, sem er í eigu Baugs, FL Group og Kevins Stanford, á um 6,8%. Viðskipti innlent 24.9.2007 17:10
Úrvalsvísitalan óbreytt eftir daginn Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,01 prósent við lokun viðskipta í dag eftir nokkuð sveiflukenndan dag. Þetta er svipað genginu á erlendum hlutabréfamörkuðum en vísitölur erlendis hafa sveiflast nokkuð beggja vegna núllsins. Gengi bréfa í Tryggingamiðstöðinni hækkaði mest í dag, eða um 2,17 prósent. Viðskipti innlent 24.9.2007 15:48
Orkuveitan verður hluthafi í Landsneti Orkuveita Reykjavíkur varð í dag hluthafi í Landsneti þegar ákveðið var að hækka hlutafé í félaginu um 400 milljónir á hluthafafundi. Þetta kemur í framhaldi samningum um kaup Landsnets á flutningsvirkjunum í eigu Orkuveitunnar. Viðskipti innlent 24.9.2007 14:58
Hætta við þráðlaus borgarnet Borgaryfirvöld víða um Bandaríkin hafa hætt við áætlanir sínar um að þekja borgir sínar með þráðlausu neti. Í Houston, Chicago, San Francisco og fleiri borgum hafa öll áform um þráðlaust borgarnet verið lögð á hilluna. Viðskipti innlent 24.9.2007 14:03
Smávegis hækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa hefur hækkað lítillega eftir að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í dag. Þetta er í takt við þróun á erlendum hlutabréfamörkuðum en vísitölur hafa sveiflast beggja vegna núllsins. Gengi bréfa í Straumi hefur hækkað mest, eða um 0,78 prósent. Gengi bréfa í Icelandic Group hefur hins vegar lækkað mest það sem af er dags, um 1,35 prósent. Viðskipti innlent 24.9.2007 10:26
Evran dýr í dollurum Gengi evru sló enn eitt metið gagnvart bandaríkjadal í dag en gjáin á milli þeirra hefur aldrei verið meiri. Helstu skýringarnar felast í styrkingu evrunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum og veikingu bandaríkjadals í kjölfar stýrivaxtalækkunar í Bandaríkjunum í síðustu viku. Viðskipti erlent 24.9.2007 09:33
Brown lofar seðlabankastjórann Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, lofar frammistöðu Mervyns King, seðlabankastjóra í Englandi vegna viðbragða hans við áfallinu í tengslum við Northern Rock bankann. Viðskipti erlent 23.9.2007 18:49
Kaupa helmingshlut í dönsku úthafsolíufélagi BNT, sem er aðaleigandi N1, hefur keypt 49% hlut í danska úthafsolíufélaginu Malik Supply, sem er meirihlutaeigandi Íslenskrar olíumiðlunar, sem á og rekur eldsneytisbirgðastöðina í Neskaupstað. Viðskipti innlent 23.9.2007 12:32
Gengisþróun ógnar starfsemi Airbus verksmiðjunnar Airbus verksmiðjurnar gætu þurft að skera meira niður í rekstri sínum ef gengi evrunnar verður áfram eins sterkt og það hefur verið að undanförnu. Þá segir Fabrice Bregier yfirmanni hjá Airbus að fyrirtækið þyrfti hugsanlega að kaupa meiri birgðir á Bandaríkjamarkaði en áður hefur verið. Hlutfall birgða sem nú eru keyptar á Bandaríkjamarkaði nema um 50%. Gengi evru gagnvart Bandaríkjadal var í algjöru hámarki í gær, en þá var verðið á evrunni $1,42. Viðskipti erlent 22.9.2007 18:15
Nýr forstjóri hjá Securitas Trausti Harðarson tók á miðvikudag við starfi forstjóra Securitas. Trausti Harðarson er 30 ára og hefur starfað hjá Securitas í 10 ár á flestum sviðum félagins, nú síðast sem forstöðumaður sölu- og markaðssviðs. Viðskipti innlent 22.9.2007 17:28
Nánast óbreytt staða í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan hækkaði lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Þetta er nokkuð í takt við þróun á erlendum hlutabréfamörkuðum, sem þó hafa hækkað litlu meira. Gengi bréfa í Bakkavör hækkaði mest í dag, eða um 1,87 prósent. Mest var lækkunin hins vegar á gengi bréfa í Straumi, sem fór niður um 0,52 prósent. Viðskipti innlent 21.9.2007 15:43
Dótturfélag Glitnis kaupir norskt fjármálaráðgjafarfélag BNbank í Noregi, dótturfyrirtæki Glitnis, hefur aukið hlut sinn í norska félaginu Norsk Privatøkonomi úr 45 prósentum í 77,5 prósent. Þá hafa félögin samið um það BN eignist 97 prósent hlutafjár í byrjun árs 2009. Viðskipti innlent 21.9.2007 15:10
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent