Viðskipti

Viðskiptaráð: Árangurinn þyrfti að vera meiri

Það er óumdeilt að árangur hefur náðst í ríkisfjármálum frá árinu 2008, segir í nýjum pistli sem birtist á vef Viðskiptaráðs í dag. Sá árangur er hins vegar ekki í samræmi við upphaflegar áætlanir sem endurspeglast meðal annars í fyrirhuguðum skattahækkunum næsta árs, þvert á fullyrðingar um að til þeirra þyrfti ekki að koma.

Viðskipti innlent

Ráðherraráð ESB heimilar viðskiptaþvinganir á Íslendinga

Ráðherraráð Evrópusambandsins samþykkti í dag löndunarbann íslenskra skipa á hafnir í Evrópusambandinu vegna makríldeilunnar. Þetta kemur fram á vef Reuters í dag. Reuters fréttastofan fullyrðir að makríldeilan sé orðin svo hörð að hún gæti komið í veg fyrir að Íslendingar gerðust aðilar að Evrópusambandinu og líkir makríldeilunni við þorskastríðin.

Viðskipti innlent

Íslenskir lífeyrissjóðir í hópi þeirra bestu

Lífeyrissjóðir í Danmörku, Hollandi, Ástralíu og á Íslandi skila að meðaltali mestri ávöxtun samkvæmt nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar. Greint er frá skýrslunni á vef stofnunarinnar í gær. Þar kemur fram að í fyrra skiluðu sjóðir í Danmörku að meðaltali 12,1% ávöxtun en á Íslandi skiluðu sjóðirnir 2,3% ávöxtun.

Viðskipti innlent

Vinnuhópur fundar um afnám gjaldeyrishafta

Fyrsti fundur vinnuhóps íslenskra stjórnvalda og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins með þátttöku Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um afnám gjaldeyrishafta fór fram í Reykjavík í síðustu viku. Stefnt er að því að hópurinn skili áfangaskýrslu fyrir árslok. Að því loknu verður tekin afstaða til áframhaldandi vinnu hópsins.

Viðskipti innlent

Töluverður kippur á fasteignamarkaðinum

Töluverð fjölgun varð á þinglýstum kaupsamningum um fasteignir á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku miðað við vikuna þar á undan. Alls var þinglýst 113 samningum í síðustu viku en þeir voru 95 talsins í vikunnar þar á undan.

Viðskipti innlent

Fengu tæplega 200 milljónir króna frá þrotabúi Glitnis

Lögmennirnir Páll Eiríksson og Steinunn Guðbjartsdóttir fengu tæplega 200 milljónir króna frá þrotabúi Glitnis í fyrra vegna vinnu sinnar fyrir slitastjórn bankans. Samanlagðar greiðslur til þeirra beggja, með útseldri vinnu fulltrúa á þeirra vegum, hafa numið meira en 850 milljónum króna frá árinu 2009.

Viðskipti innlent

Um 10 þúsund sáu Djúpið

Um 10 þúsund manns sáu stórmyndina Djúpið um helgina, en hún var frumsýnd á föstudaginn. Myndin, sem Baltasar Kormákur leikstýrir, er byggð á þeim atburðum þegar Hellisey sökk skammt frá Vestmannaeyjum árið 1984 með þeim afleiðingum að allir nema einn úr áhöfn létust.

Viðskipti innlent

iPhone 5 fáanlegur á Íslandi í dag

Símafyrirtækið Nova byrjar að selja nýja iPhone símann, iPhone 5 klukkan fimm í dag. Um takmarkað magn er að ræða. "Þeir eru fleiri en 50 og færri en 100,“ segir Margrét Tryggvadóttir, yfirmaður markaðssviðs Nova í samtali við Vísi. Í tilkynningu frá félaginu kemur aftur á móti fram að ný sending er væntanleg síðar í vikunni.

Viðskipti erlent

Brim keypti skip fyrir 3,5 milljarða

Útgerðarfyrirtækið Brim hf. hefur keypt frystitogarann Esperanza del Sur, sem áður hét Skalaberg, af fyrirtækinu Pesantar í Argentínu. Skipið er 74,50 metra langt og 16 metra breitt og er 3.435 brúttótonn, eftir því sem fram kemur á vefsíðu Brims. Það er smíðað í Noregi árið 2003. Kaupverð skipsins er 3.500 miljónir króna. Skipið verður afhent í næsta mánuði og kemur til Íslands í nóvember næstkomandi.

Viðskipti innlent

Yfir 5 milljónir síma seldust

Yfir fimm milljónir iPhone 5 síma seldust í Bandaríkjunum um helgina, en þetta er fyrsta helgin sem síminn var seldur. Tim Cook, forstjóri Apple, sagði í tilkynningu að salan hefði verið ótrúleg. Hann segir að unnið sé hörðum höndu að því að anna eftirspurn. Á vef USA Today segir að þrátt fyrir að síminn hafi nánast selst upp um helgina hafi sérfræiðngar fundið nokkra galla á símanum. Víða er síminn uppseldur í verslunum en sömu verslanir eiga von á frekari sendingum frá framleiðanda í dag.

Viðskipti erlent

Slagsmál og ólæti hjá Foxconn

Fyrirtækið Foxconn, sem framleiðir m.a. iphone síma fyrir hugbúnaðarrisann Apple, þurfti í morgun að stöðvar framleiðslu í einni af verksmiðjum sínum vegna slagsmála sem brutust út meðal starfsmanna. Mikið álag er á starfsmönnum vegna hraðrar sölu á framleiðsluvörum fyrirtækisins.

Viðskipti erlent

Spáir því að verðbólgan aukist í 4,3%

Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,8% í september frá mánuðinum á undan. Svo mikil hækkun milli mánaða hefur ekki verið síðan í apríl sl. Gangi spáin eftir mun verðbólgan aukast úr 4,1% í 4,3%.

Viðskipti innlent

Soros: Þörf á markvissari aðgerðum í Evrópu

Fjárfestirinn George Soros segir að stjórnvöld Evrópuríkja þurfi að efla samstarf sitt til þess að koma í veg fyrir dýpri efnahagslægð í Evrópu. Mikilvægt sé fyrir ríkin að grípa til markvissra aðgerða, sem hafi bæði góð skammtíma- og langtímaáhrif.

Viðskipti erlent

Segir óráð að afnema gjaldeyrishöftin hratt

Íslenska hagkerfið myndi ekki lifa það af ef gjaldeyrishöftum yrði aflétt hratt, í stað þess að gera það hægar með það að markmiði að aflétta höftunum innan þriggja ára. Þetta segir breski bankamaðurinn Robert Parker. Hann segir að hraða þurfi slitum á gömlu bönkunum, þar sem það myndi auka traust á hagkerfinu.

Viðskipti innlent

Fjölgar í flugblaðaflórunni

Pálmi Haraldsson og félagar hjá Iceland Express virðast vera að ná vopnum sínum eftir fáheyrðar hrakfarir síðasta árs. Í gær var tilkynnt um að þar á bæ hygðust menn feta í fótspor Flugfélags Íslands og Icelandair og hefja útgáfu nýs flugtímarits fyrir farþega. Í vélum Icelandair gefst fólki kostur á að lesa tímaritið Atlanta - sem Iceland Review sér um - og í innanlandsfluginu má glugga í Ský. Nýja blaðið í Express-vélunum heitir því viðeigandi nafni flyXpress og er gefið út af Birtíngi. Við stjórnvölinn er Hrund Þórsdóttir, sem einnig ritstýrir Mannlífi.

Viðskipti innlent