Viðskipti

Áætla 6,2 milljarða hagnað árið 2013

Orkuveita Reykjavíkur (OR) mun tapa 2,2 milljörðum króna í ár samkvæmt útkomuspá en hagnast um 6,2 milljarða króna á næsta ári. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 og fimm ára áætlun Orkuveitunnar fyrir árin 2014-2018 sem samþykkt var af stjórn hennar á miðvikudag.

Viðskipti innlent

Gerðu ráð fyrir að ríkissjóður gæti tapað þremur milljörðum á Sjóvá

Ríkisstjórn Íslands gerði ráð fyrir að ríkissjóður gæti tapað þremur milljörðum króna ef farið yrði í að bjarga Sjóvá frá gjaldþroti. Í minnisblaði sem Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, kynnti fyrir ríkisstjórn þann 29. júní 2009 er gert grein fyrir þessari áhættu. Þetta minnisblað var á meðal gagna sem kynnt voru í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun, að beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þingmanns.

Viðskipti innlent

Glitni gert að greiða lækni tólf milljónir út af Latabæ

Hæstiréttur Íslands féllst á skaðabótakröfu heimilislæknis frá Garðabæ gegn Glitni en hann keypti skuldabréf útgefið af Latabæ árið 2006 fyrir tvö hundruð þúsund Bandaríkjadali. Hann tapaði peningunum að lokum þegar Latibær fór í þrot árið 2011. Læknirinn taldi tjón sitt stafa af því að hann hafi, vegna vanrækslu Glitnis á upplýsingaskyldu sinni, keypt umrætt skuldabréf án þess að honum hefði verið kunnugt um þá áhættu, sem í því fólst.

Viðskipti innlent

Hagnaður Haga nam 1,5 milljörðum

Hagnaður Haga á tímabilinu mars til ágúst á þessu ári nemur 1,5 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar, en á stjórnarfundi Haga í dag var farið yfir drög að sex mánaða uppgjöri félagsins sem birt verður 25. október næstkomandi.

Viðskipti innlent

Yfir 10 manns sagt upp í Straumsvík

Alcan, sem rekur álverið í Straumsvík, sagði í gær upp tíu manns. Til stendur að skera niður um 27 stöðugildi en vegna starfsmannaveltu mun ekki þurfa að segja upp nema tæplega helmingi. Ólafur Teitur Guðnason, yfirmaður samskiptasviðs Alcans, segir að ástæðuna megi rekja til tapreksturs vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði á áli og hækkunar á aðföngum.

Viðskipti innlent

Hrannar Már formaður rannsóknarnefndar sparisjóðanna

Hrannar Már Hafberg, lögfræðingur og starfandi héraðsdómari, hefur verið skipaður formaður rannsóknarnefndar Alþingis um sparisjóðakerfið eftir að Sigríður Ingvadóttir baðst lausnar í kjölfar ágreinings við hina tvo nefndarmennina. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, skipaði Hrannar Már í starfið á fundi forsætisnefndar í dag. Hrannar lauk meistaraprófi frá lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands í febrúar 2008. Sigríður hefur snúið aftur til sinna fyrri starfa sem héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Viðskipti innlent

Lofar upprisu BlackBerry

Thorstein Heins, framkvæmdastjóri Research in Motion, steig á svið í Kaliforníu á dögunum og kynnti nýjasta Blackberry stýrikerfið. RIM hefur átt í gríðarlegum erfiðleikum undanfarið en talið er að fyrirtækið hafi tapað um 80 milljörðum dollara á síðustu misserum. Upphæðin nemur 9.988 milljörðum íslenskra króna.

Viðskipti erlent

Nær einvörðungu frá Sviss og Lúxemborg

Rúmlega 90 prósent þeirrar aukningar í erlendri fjárfestingu sem átti sér stað á Íslandi á árinu 2011 kemur frá Lúxemborg og Sviss, en bæði ríkin eru þekkt fyrir ríka bankaleynd og hagstætt skattaumhverfi. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabanka Íslands um beina fjárfestingu erlendra aðila á Íslandi. Vert er að taka fram að íslenskir einstaklingar geta flokkast sem erlendir aðilar ef félög í þeirra eigu eru með heimilisfesti utan landsteinanna.

Viðskipti innlent

Traustur vinur umhverfis og húðar

Dönsku hreinlætisvörurnar frá Neutral hafa slegið í gegn á meðal Íslendinga sem velja gæði fyrir sjálfa sig og heimilið og vilja umgangast náttúruna af virðingu. Allar vörur Neutral eru lausar við ilm-, litar- og skaðleg aukefni. Langstærstur hluti Neutral-línunnar er með vottun norræna Svansmerkisins. Því er auðvelt fyrir neytendur að leggja sitt af mörkum í umhverfisvernd.

Kynningar

Úrval af vistvænum vörum hjá Olís

Vitund um vernd umhverfisins hefur aukist mikið undanfarin ár. Olís býður fjölbreytt úrval hreinlætisefna, poka og pappírs sem er vottað með merki Svansins. Fyrirtækið tekur inn nýjar vörur í línuna reglulega og býður einnig upp á námskeið í notkun þeirra fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög.

Kynningar

Fyrsta Svansvottaða veitingahúsið

Veitingahúsið Nauthóll stendur á rómantískum stað, mitt í vinsælustu náttúruperlu Reykjavíkur. Á næstu dögum öðlast Nauthóll norræna Svansvottun og verður þar með fyrsta Svansvottaða veitingahús lýðveldisins.

Kynningar

Google Play: 25 milljarðasta niðurhalið

Google Play, vefverslun Google, náði í dag þeim merka áfanga að þangað var sótt forrit í 25 milljarðasta skiptið. Þetta þykir mikið afrek, ekki síst fyrir þær sakir að aðeins var um niðurhal á smáforritum að ræða en verslunin býður einnig upp á kvikmyndir, tónlist og bækur.

Viðskipti erlent

Logos hefur hagnast um 2,2 milljarða á þremur árum

Logos slf. hagnaðist um 736 milljónir króna á síðasta ári. Vegna þeirrar frammistöðu lagði stjórn félagsins til að 680 milljóna króna arður yrði greiddur út til eigenda á árinu 2012. Meðaltalsarðgreiðsla á hvern eiganda er 40 milljónir króna, en tveir þeirra 17 sem eiga stofuna eiga ekki fullan hlut. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Logos. Hagnaðurinn er í takt við hagnað Logos á undanförnum árum, en stofan græddi samtals tæpa 1,5 milljarða króna á árunum 2009 og 2010. Samanlagður hagnaður hennar frá bankahruni er því um 2,2 milljarðar króna.

Viðskipti innlent

Svanurinn var punkturinn yfir i-ið

ISS Ísland var fjórða fyrirtækið á Íslandi til að hljóta umhverfisvottunina Svaninn og um leið fyrsta fyrirtækið innan ISS/AS samsteypunnar. Umhverfismál hafa verið stór þáttur í rekstri fyrirtækisins í 30 ár.

Kynningar

Eignir FSÍ hækkuðu um fimmtán milljarða

Framtakssjóður Íslands (FSÍ) hagnaðist um 1,5 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2012. Sjóðurinn metur virði eigna sinna á 47,1 milljarð króna og eigið fé hans í lok júní síðastliðins nam 32,3 milljörðum króna. Virði eigna FSÍ var því metið um 15 milljörðum króna meira en þær eignir voru keyptar á.

Viðskipti innlent

Þynntu út aðra hluthafa - fréttaskýring

Ákæra á hendur Lýði Guðmundssyni, fyrrum aðaleiganda Existu, og Bjarnfreði Ólafssyni, eins eigenda Logos, snýst um snúning sem ráðist var í til að tryggja yfirráð yfir félaginu. Með honum ætluðu fyrrum aðaleigendur Existu, Lýður og bróðir hans Ágúst, að þynna út aðra hluthafa með því að borga tvo aura fyrir hverja nafnvirðiskrónu. Þetta telur sérstakur saksóknari varða við lög og geti varðað tveggja ára fangelsi.

Viðskipti innlent

Vörsluskattaskuld DV hefur tvöfaldast

DV ehf., sem er útgáfufélag DV, skuldaði um 50 milljónir króna í staðgreiðslu skatta og 26 milljónir króna í ógreitt tryggingagjald í júlí síðastliðnum. Samtals nam skuld útgáfufélagsins vegna opinberra gjalda því um 76 milljónum króna. Í árslok 2010 skuldaði DV ehf. um 34 milljónir króna í sömu gjöld. Sú upphæð hefur því rúmlega tvöfaldast síðan þá. Þetta kemur fram í gögnum sem Markaðurinn hefur undir höndum.

Viðskipti innlent

Jákvæð upplifun skapar hollustu

Bernd Schmitt er prófessor í alþjóðaviðskiptum við Columbia Business School í New York. Er hann þekktur fyrir skrif sín og kenningar á sviði markaðssetningar, vörumerkjastjórnunar og stefnumótunar en hann hefur í rannsóknum sínum lagt áherslu á nýsköpun í markaðssetningu og upplifun viðskiptavina. Markaðurinn ræddi við Schmitt um rannsóknir hans og hvernig þær geta komið fyrirtækjum að gagni við markaðssetningu.

Viðskipti erlent

Milljarða hagnaður

Eignabjarg, eignaumsýslufélag í eigu Arion banka, hagnaðist um 3,3 milljarða króna í fyrra. Eignir félagsins námu 15,6 milljörðum króna um síðustu áramót. Þar munaði langmestu um hagnað af eignarhlutum í eigu félagsins en það skilaði 3,3 milljarða króna hagnaði.

Viðskipti innlent

MySpace gengur í endurnýjun lífdaga

Samskiptasíðan fornfræga MySpace hefur fengið andlitslyftingu en hún hefur nú verið endurhönnuð frá grunni. Stjórnendur MySpace reyna nú eftir mesta megni að blása lífi í síðuna en notendum hennar hefur fækkað verulega á síðustu misserum.

Viðskipti erlent

Bjarnfreður segir ákæru í Exista-málinu vonbrigði

Lýður Guðmundsson og Bjarnfreður Ólafsson eru í ákæru sérstaks saksóknara sagðir hafa brotið gegn hlutafélagalögum tveimur mánuðum eftir hrun fjármálakerfisins, með því að standa ólöglega að hlutfjáraukningu Exista. Bjarnfreður segir ákæruna mikil vonbrigði.

Viðskipti innlent