Viðskipti

AGS: Útlitið er gott en hættur framundan á Íslandi

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) segir að útlitið sé gott í efnahagsmálum Íslands en hættur séu framundan. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sjóðnum í tengslum við aðra úttekt hans á stöðu landsins eftir að áætlun AGS og Íslands um endurreisn landsins lauk.

Viðskipti innlent

Kaupþing stóð rangt að innköllun krafna

Kaupþingi var óheimilt að fella niður fimmtán milljóna evra kröfu Irish Anglo bank á hendur Kaupþingi, samkvæmt tilskipun EES. Þetta er niðurstaða EFTA dómstólsins sem ga álit sitt á málinu í dag. Málið snýst um það að Kaupþing lýsti eftir kröfum í nokkrum dagblöðum á Evrópska efnahagssvæðinu, í Stjórnartíðindum ESB og á vefsíðu sinni. Þar eru kröfuhafar beðnir um að lýsa kröfum innan sex mánaða.

Viðskipti innlent

Gjaldþrotum fyrirtækja heldur áfram að fækka

Alls voru 46 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í ágústmánuði, flest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Fyrstu 8 mánuði ársins var fjöldi gjaldþrota 661, en það er rúmlega 30% fækkun frá sama tíma í fyrra þegar 950 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta.

Viðskipti innlent

Seðlabankinn skoði kjör slitastjórnar

Seðlabankinn skoðar nú hvort hann geti gert athugasemdir við kjör slitastjórnar Glitnis. Kröfuhafar ákveða kjörin og bankinn er einn þeirra. Fjármálaráðherra ræddi við seðlabankastjóra í gær um málið, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum.

Viðskipti innlent

Milljarðastríð um Bakkavör

Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar, hafa varið um sex milljörðum króna í kaup á hlutum í Bakkavör af íslenskum aðilum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Viðskipti innlent

Landsbankinn kynnir nýjar stefnuáherslur

Landsbankinn kynnti í dag nýjar stefnuáherslur til ársins 2015 en þær byggja á stefnu bankans sem kynnt var haustið 2010 undir heitinu Landsbankinn þinn. Í tilkynningu frá bankanum segir að eftir breytingarnar fækkar sviðum bankans sem verða sjö í stað níu áður.

Viðskipti innlent

Lánið var í erlendum myntum

Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu héraðsdóms um að lán sem Hótel Stykkishólmur tók hjá Arion banka væri í raun lán í erlendum myntum en ekki gengistryggt lán í íslenskum krónum. Því var ekki um ólögmóta gengistryggingu að ræða og var lánið löglegt í alla staði.

Viðskipti innlent

"Galið að láta veiðigjaldið bitna á sjómönnum"

Framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands segir að það komi ekki til greina að sjómenn taki á sig hluta veiðigjaldsins. Sjómenn og útgerðarmenn eiga nú í kjaradeilu og útgerðin fer fram á að sjómenn taki á sig launaskerðingu vegna veiðigjaldanna sem voru samþykkt á Alþingi í vor.

Viðskipti innlent

Enn engir samningar um Hörpuhótelið

Enginn samningur um fyrirhugaða hótelbyggingu við Hörpu liggur fyrir. Óvissa ríkir um hvort fjárfestir frá Abu Dhabi geti staðið að verkefninu eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins í dag.

Viðskipti innlent

Norsk-íslenska síldin er á bakaleiðinni

Mjög rólegt hefur verið yfir veiðum íslenskra skipa síðustu sólarhringa á norsk-íslenskri síld. Svo virðist sem síldin sé á leiðinni austur úr lögsögunni á hrygningar-stöðvarnar við Noreg eftir að hafa verið í ætisleit á Íslandsmiðum. Fréttir hafa borist af síldveiði norðan við Færeyjar og þar eru íslensk vinnsluskip nú að veiðum, segir á vef HB Granda.

Viðskipti innlent

Hrannar Már nýr nefndarformaður

Hrannar Már Hafberg, lögfræðingur og starfandi héraðsdómari, hefur verið skipaður formaður rannsóknarnefndar Alþingis um sparisjóðakerfið eftir að Sigríður Ingvadóttir baðst lausnar í kjölfar ágreinings við hina tvo nefndarmennina.

Viðskipti innlent

Keyptu fimmtung á 375 milljónir króna

Meirihlutaeigendur í Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni hf. keyptu í júní síðastliðnum 20 prósenta hlut í fyrirtækinu af Arion banka. Þeir eru OA eignarhaldsfélag, í eigu Andra Þórs Guðmundssonar forstjóra og Októs Einarssonar stjórnarformanns, fjárfestingasjóður í stýringu Auðar Capital og F-13 ehf., félag í eigu fjögurra framkvæmdastjóra Ölgerðarinnar. Eftir viðskiptin á Auður fagfjárfestasjóður 45 prósenta eignarhlut. OA ehf. 38 prósenta og F-13 ehf., 17 prósenta.

Viðskipti innlent

Spá hagvaxtarskeiði á árunum 2012-2014

Hagvöxtur mun verða 3,2 prósent í ár, 3,4 prósent á næsta ári og 3,2 prósent árið 2014. Þessi aukning mun verða til þess að slaki í hagkerfinu hverfur. Hagvöxturinn verður ekki einungis drifinn áfram af aukinni einkaneyslu heldur skipta aukin verðmæti sjávarútvegs, aukinn ferðamannastraumur og fjárfesting í orkuframkvæmdum líka miklu máli í vextinum. Þetta eru helstu niðurstöður þjóðhagsspár Greiningar Íslandsbanka sem kynnt var á fjármálaþingi bankans í gær. Spáin nær til loka árs 2014.

Viðskipti innlent