Viðskipti Google stærri en Microsoft Tæknirisinn Google er verðmætara fyrirtæki en hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft. Breyting á gengi hlutabréfa fyrirtækjanna í kauphöllinni í New York í gær varð til þessa að verðmæti Google er nú um 250 milljarðar dollara. Viðskipti erlent 2.10.2012 08:45 Europris lokar verslunum sínum Öllum starfsmönnum Europris Ísland hefur verið sagt upp störfum, en uppsagnarbréf barst til þeirra nú um mánaðamótin. Rekstri allra verslananna verður hætt að loknum rýmingarsölum sem hefjast í dag. Viðskipti innlent 2.10.2012 08:00 Virði Arion banka innan við 15 prósent af eignum Kaupþings Það er til marks um hve eignasafn þrotabúss Kaupþings er stórt, að virði Arion banka er aðeins tæplega 15 prósent af eignum bússins, sé mið tekið af innra virði (price to book 1), þ.e. eigin fé fé Arion banka. Viðskipti innlent 1.10.2012 23:53 Heildareignir Kaupþings ríflega 860 milljarðar Heildareignir þrotabús Kaupþings námu um 861,3 milljörðum króna í lok júní síðastliðins. Þar af var handbært fé um 373,3 milljarðar króna og lán til viðskiptavina námu 202 milljörðum króna. Þetta kemur fram í fjárhagsupplýsingum Kaupþing sem birtar voru í dag. Handbært fé var öllu meira í júní en það var í lok síðasta árs en þá var það um 333 milljarðar. Heildareignirnar eru hins vegar nokkuð minni en þær voru 875 milljarðar í lok síðasta árs. Viðskipti innlent 1.10.2012 21:42 Fjórir bankamenn ákærðir fyrir innherjasvik Bresk yfirvöld hafa ákært fjóra breska bankamenn fyrir innherjasvik, að því er Wall Street Journal (WSJ) greindi frá í dag. Á meðal ákærðu er fyrrverandi framkvæmdastjóri Deutsche Bank, Martyn Dodgson, en málið er sagt vera umfangsmesta mál sinnar tegundar í Bretlandi. Viðskipti erlent 1.10.2012 21:33 Greiddi upp ólöglegt lán en fær ekki leiðréttingu Byggingafélag sem greiddi upp ólögmætt lán frá SPRON haustið 2008, fær ekki leiðréttingu á kröfuna þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi dæmt lánið ólögmætt gengistryggt lán. Ef lánið hefði verið tekið hjá einum af föllnu bönkunum þremur, hefði félagið getað fengið skuldaleiðréttingu og nýtt hana til skuldajöfnunar. Viðskipti innlent 1.10.2012 18:45 Össur hækkaði um 2,28 prósent Gengi bréfa Össurar hækkaði um 2,28 prósent í dag, og er gengi bréfa félagsins nú 202. Bréf fasteignafélagsins Regins og Haga er nú í hæstu hæðum, miðað skráningargengi félagsins. Gengi bréfa Regins hækkaði um 1,64 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 9,93, en gengi bréfa Haga hækkaði um 0,52 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 19,35. Skráningargengi Regins var 8,25 en skráningargengi Haga 13,5. Viðskipti innlent 1.10.2012 16:50 Aukinn slóðaskapur við ársreikningaskil Um 34% skráðra félaga hafa skilað inn ársreikningum samkvæmt lögum þar um. Þetta kemur fram í samantekt CreditInfo. Á sama tíma í fyrra höfðu um 41% fyrirtækja skilað inn ársreikningi. Samkvæmt lögunum ber skráðum hlutafélögum að skila inn ársreikningi til Ríkisskattstjóra eigi síðar en 8 mánuðum eftir lok reikningsárs en sérstakar og þrengri reglur gilda um félög sem eru skráð á opinberu verðbréfaþingi. Samkvæmt reglugerð skal almenningur síðan hafa aðgang að ársreikningunum. Viðskipti innlent 1.10.2012 16:35 Fríverslunarsamningur við Hong Kong tekur gildi í dag Fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Hong Kong í Kína tekur gildi í dag. Samningur um vinnumál milli sömu aðila og landbúnaðarsamningur milli Íslands og Hong Kong. Sama dag taka gildi fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Svartfjallalands og landbúnaðarsamningur Íslands og Svartfjallalands. Viðskipti innlent 1.10.2012 15:32 Yfir þúsund búnir að skrá sig í Ávöxtunarleikinn Þrátt fyrir Ávöxtunarleikurinn hafi formlega verið settur af stað klukkan 10:00 í morgun, þ.e. fyrir ríflega fimm klukkutímum, þá hafa meira en þúsund spilarar skráð sig til leiks og framkvæmt 5.762 viðskipti, eða á um fjögurra sekúndna fresti á meðan leikurinn hefur verið í loftinu. Viðskipti innlent 1.10.2012 15:24 DataMarket heimsækir Hvíta húsið Upplýsingatæknifyrirtækið DataMarket mun kynna nýjustu afurð sína, DataMarket Energy, á sérstakri samkomu í Hvíta húsinu í Washington í dag. Það er vísinda- og tæknisvið Hvíta hússins sem stendur fyrir uppákomunni ásamt Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna. Markmiðið er að kynna nýjungar á sviði orkunýtingar. Viðskipti innlent 1.10.2012 13:24 Bók Arngríms lærða var seld á 330 þúsund Bók Arngríms Jónssonar lærða, SPECIMEN ISLANDIÆ HISTORICVUM, var slegin á 330 þúsund krónur áður en bókauppboði Gallerí Foldar og Bókarinnar lauk fyrir miðnætti í gær. Bókin var prentuð og gefin út í Amsterdam 1643 en síðar bundin inn af Unni Stefánsdóttur sem rak bókbandsstofu í Grjótaþorpinu. Viðskipti innlent 1.10.2012 13:16 Endist ræða Gekko vel? Sitt sýnist hverjum Ræðan sem Gordon Gekko (leikinn af Michael Douglas) heldur á hluthafafundi í kvikmyndinni Wall Street frá árinu 1987, er ein frægasta sena kvikmyndasögunnar, þar sem fjárfestingar og viðskipti eru til umfjöllunar. Í ræðunni lætur hinn hrokafulli Gekko þau orð falla að "græðgi sé góð“. Viðskipti erlent 1.10.2012 12:08 Atvinnuleysi á evrusvæðinu nær nýjum hæðum Atvinnuleysi á evrusvæðinu náði nýjum hæðum í ágúst. Rúmlega átján milljónir manna eru nú án vinnu í sautján aðildarlöndum myntbandalagsins. Þetta kemur fram í nýjustu tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Viðskipti erlent 1.10.2012 11:45 Sigmundur Davíð: Draumastjórnin er miðjustjórn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segist sannfærður um að það verði gott fyrir flokkinn, að hann bjóði fram krafta sína fyrir Norð-Austurkjördæmi í næstu þingkosningum. Hann segist opinn fyrir samstarfi til hægri og vinstri eftir kosningar. Viðskipti innlent 1.10.2012 10:00 Nokia að semja um kortabúnað við Oracle Finnska fjarskiptafyrirtækið Nokia hefur nú samning við hugbúnaðarrisann Oracle á teikniborðinu, sem miðar að því að gefa notendur hubúnaðar frá Oracle færi á því að tengjast við ört vaxandi kortahugbúnað frá Nokia, að því er segir í frétt á vef Wall Street Journal. Viðskipti erlent 1.10.2012 09:03 Viltu fara til New York og fá pening að auki? Spilaðu þá með Ávöxtunarleikurinn hefur formlega hafið göngu sína en innskráning í hann fer fram hér, á Vísi. Leikurinn byggist á því að þátttakendur reyna að ávaxta spilapeninga sína sem best og geta fjárfest í margvíslegum eignaflokkum, s.s hlutabréfum, skuldabréfum, sjóðum og gjaldeyri. Leikurinn fylgir nákvæmlega raunbreytingum á markaði og byggir ávöxtun þátttakenda á þeim. Leikurinn er fullkomnasti fjárfestahermir sem settur hefur verið upp hér á landi. Viðskipti innlent 1.10.2012 08:00 Mikill stuðningur við aðskilnað Mikill meirihluti landsmanna er fylgjandi aðskilnaði viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Þetta leiðir ný skoðanakönnun Capacent Gallup í ljós sem unnin var fyrir Straum fjárfestingabanka. Skoðanakönnunin var gerð dagana 20. til 27. september en Capacent hafði samband við 1.375 Íslendinga á kosningaaldri. Svarhlutfall var 60,1%. Viðskipti innlent 1.10.2012 00:01 Toyota og Honda að ná vopnum sínum í Bandaríkjunum Bílaframleiðendurnir Toyota og Honda eru að ná vopnum sínum á Bandaríkjamarkaði og er búist við því að nýjar sölutölur fyrir septembermánuð, sem birtar verða á þriðjudag, sýni það. Frá þessu greinir Wall Street Journal (WSJ) í dag. Greinendur búast við að sala á nýjum bifreiðum hafi verið 11 prósent betri í september á þessu ári heldur en í fyrra, sem þýðir að um 1,1 milljón bifreiða hafi selst, að því er fram kemur á vef WSJ. Viðskipti erlent 30.9.2012 23:36 Félagarnir hjá Google yngstir á meðal þeirra 20 ríkustu Þeir einu sem eru á meðal tuttugu ríkustu einstaklinga Bandaríkjanna, samkvæmt lista Forbes, sem eru undir fertugu, eru félagarnir hjá Google, Sergey Brin og Larry Page. Þeir eru í 13. sæti á listanum en auður þeirra beggja, hvor um sig, er metinn á 20,3 milljarðar dala, eða sem nemur ríflega 2.500 milljörðum króna. Viðskipti erlent 30.9.2012 10:28 Walmart-fjölskyldan ríkust í Bandaríkjunum Fjórir meðlimir Walton fjölskyldunnar, sem stofnaði smásölurisann Walmart í Bandaríkjunum, eru á meðal þeirra tíu sem Forbes telur ríkasta fólk Bandaríkjanna. Samanlagður auður þeirra nemur meira en 100 milljörðum dala, eða sem nemur 12.500 milljörðum króna. Það jafngildir tæplega áttfaldri árlegri landsframleiðslu Íslands. Viðskipti erlent 30.9.2012 08:30 iPhone 5 úr gulli og demöntum Breskt fyrirtæki ætlar að selja hundrað stykki af sérstakri útgáfu af iPhone fimm símanum sem Apple gaf út á dögunum. Munurinn á þessum símum og þeim upprunalega er að hann er úr gulli og demöntum. Viðskipti erlent 29.9.2012 14:34 Spænskir bankar þurfa 9.500 milljarða króna Spænskir bankar þurfa 59,3 milljarða evra, eða sem nemur ríflega 9.500 milljörðum króna, til þess að lifa af erfiðleika á fjármálamörkuðum í Evrópu, þar ekki síst á Spáni. Frá þessu er greint á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC í dag, og er vitnað til sjálfstæðrar úttektar sérfræðinga. Viðskipti erlent 29.9.2012 13:30 Keppt í ávöxtun á markaði "Markmiðið er að stuðla að bættu fjármálalæsi og auknum skilningi á ávöxtunarmöguleikum,“ segir Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX-kauphallarinnar á Íslandi, um Ávöxtunarleikinn sem hefst formlega á mánudaginn. Viðskipti innlent 29.9.2012 07:00 Gengi bréfa Haga aldrei verið hærra Gengi bréfa Haga hækkaði um 1,32 prósent í dag og er gengi bréfa félagsins nú 19,25, sem er hæsta gengi bréfa félagsins frá því það var skráð á markað. Viðskipti innlent 28.9.2012 20:16 Segir sölu á harðfiski dragast saman Eigandi E. G. harðfisks á Flateyri segir að sala á harðfiski um land allt sé minni en hún hefur verið undanfarin ár. Þetta kemur fram á Viðskipti innlent 28.9.2012 15:57 Gunnhildur Arna ráðin upplýsingafulltrúi Símans Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir er nýr upplýsingafulltrúi Símans. Hún hefur undanfarið starfað sem blaðamaður á Fréttatímanum. Hún er fyrrum ritstjóri og fréttastjóri dagblaðsins 24 stunda, kvöldfréttastjóri á Morgunblaðinu og blaðamaður og vaktstjóri á Fréttablaðinu. "Ég hlakka líka til að takast á við nýjan starfsvettvang hjá fyrirtæki sem hefur fylgt þjóðinni í meira en öld. Fyrirtæki sem þarf samt alltaf að vera á tánum því fátt breytist hraðar en fjarskiptamarkaðurinn,“ segir Gunnhildur. Viðskipti innlent 28.9.2012 15:05 Harpa fær MICE verðlaunin Harpa hefur unnið til hinna árlegu MICE ( Meetings, Incentives, Conferences, Exhibitions) verðlauna sem besta ráðstefnuhús í norður-Evrópu samkvæmt tilkynningu frá Hörpu. Viðskipti innlent 28.9.2012 14:16 Fyrsta sölusýning á verkum Erros í 20 ár Fyrsta sölusýning á verkum Errós á Íslandi frá 1982 fer fram núna um helgina. Sýnd verða nokkur vel valin verk úr fórum hans, en sýningin er í Gallerí Nútímalist að Skipholti 15. Skammt er síðan nýjar grafíkmyndir listamannsins voru sýndar á sýningu sem haldin var í tilefni af 80 ára afmæli hans fyrir skömmu. Sýningin stendur til 13 október. Viðskipti innlent 28.9.2012 14:05 Hagkaup sektað um hálfa milljón Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Hagkaup um 500 þúsund krónur fyrir að hafa ekki tilgreint prósentuafslátt á Tax Free dögum Hagkaups 10. - 14. maí síðastliðinn. Hengdir voru upp stórir auglýsingaborðar í gluggum verslunarinnar í Skeifunni og Smáralind í tilefni daganna og Neytendastofa segir að upplýsingar um prósentuafsláttinn hefðu átt að fylgja. Viðskipti innlent 28.9.2012 13:33 « ‹ ›
Google stærri en Microsoft Tæknirisinn Google er verðmætara fyrirtæki en hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft. Breyting á gengi hlutabréfa fyrirtækjanna í kauphöllinni í New York í gær varð til þessa að verðmæti Google er nú um 250 milljarðar dollara. Viðskipti erlent 2.10.2012 08:45
Europris lokar verslunum sínum Öllum starfsmönnum Europris Ísland hefur verið sagt upp störfum, en uppsagnarbréf barst til þeirra nú um mánaðamótin. Rekstri allra verslananna verður hætt að loknum rýmingarsölum sem hefjast í dag. Viðskipti innlent 2.10.2012 08:00
Virði Arion banka innan við 15 prósent af eignum Kaupþings Það er til marks um hve eignasafn þrotabúss Kaupþings er stórt, að virði Arion banka er aðeins tæplega 15 prósent af eignum bússins, sé mið tekið af innra virði (price to book 1), þ.e. eigin fé fé Arion banka. Viðskipti innlent 1.10.2012 23:53
Heildareignir Kaupþings ríflega 860 milljarðar Heildareignir þrotabús Kaupþings námu um 861,3 milljörðum króna í lok júní síðastliðins. Þar af var handbært fé um 373,3 milljarðar króna og lán til viðskiptavina námu 202 milljörðum króna. Þetta kemur fram í fjárhagsupplýsingum Kaupþing sem birtar voru í dag. Handbært fé var öllu meira í júní en það var í lok síðasta árs en þá var það um 333 milljarðar. Heildareignirnar eru hins vegar nokkuð minni en þær voru 875 milljarðar í lok síðasta árs. Viðskipti innlent 1.10.2012 21:42
Fjórir bankamenn ákærðir fyrir innherjasvik Bresk yfirvöld hafa ákært fjóra breska bankamenn fyrir innherjasvik, að því er Wall Street Journal (WSJ) greindi frá í dag. Á meðal ákærðu er fyrrverandi framkvæmdastjóri Deutsche Bank, Martyn Dodgson, en málið er sagt vera umfangsmesta mál sinnar tegundar í Bretlandi. Viðskipti erlent 1.10.2012 21:33
Greiddi upp ólöglegt lán en fær ekki leiðréttingu Byggingafélag sem greiddi upp ólögmætt lán frá SPRON haustið 2008, fær ekki leiðréttingu á kröfuna þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi dæmt lánið ólögmætt gengistryggt lán. Ef lánið hefði verið tekið hjá einum af föllnu bönkunum þremur, hefði félagið getað fengið skuldaleiðréttingu og nýtt hana til skuldajöfnunar. Viðskipti innlent 1.10.2012 18:45
Össur hækkaði um 2,28 prósent Gengi bréfa Össurar hækkaði um 2,28 prósent í dag, og er gengi bréfa félagsins nú 202. Bréf fasteignafélagsins Regins og Haga er nú í hæstu hæðum, miðað skráningargengi félagsins. Gengi bréfa Regins hækkaði um 1,64 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 9,93, en gengi bréfa Haga hækkaði um 0,52 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 19,35. Skráningargengi Regins var 8,25 en skráningargengi Haga 13,5. Viðskipti innlent 1.10.2012 16:50
Aukinn slóðaskapur við ársreikningaskil Um 34% skráðra félaga hafa skilað inn ársreikningum samkvæmt lögum þar um. Þetta kemur fram í samantekt CreditInfo. Á sama tíma í fyrra höfðu um 41% fyrirtækja skilað inn ársreikningi. Samkvæmt lögunum ber skráðum hlutafélögum að skila inn ársreikningi til Ríkisskattstjóra eigi síðar en 8 mánuðum eftir lok reikningsárs en sérstakar og þrengri reglur gilda um félög sem eru skráð á opinberu verðbréfaþingi. Samkvæmt reglugerð skal almenningur síðan hafa aðgang að ársreikningunum. Viðskipti innlent 1.10.2012 16:35
Fríverslunarsamningur við Hong Kong tekur gildi í dag Fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Hong Kong í Kína tekur gildi í dag. Samningur um vinnumál milli sömu aðila og landbúnaðarsamningur milli Íslands og Hong Kong. Sama dag taka gildi fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Svartfjallalands og landbúnaðarsamningur Íslands og Svartfjallalands. Viðskipti innlent 1.10.2012 15:32
Yfir þúsund búnir að skrá sig í Ávöxtunarleikinn Þrátt fyrir Ávöxtunarleikurinn hafi formlega verið settur af stað klukkan 10:00 í morgun, þ.e. fyrir ríflega fimm klukkutímum, þá hafa meira en þúsund spilarar skráð sig til leiks og framkvæmt 5.762 viðskipti, eða á um fjögurra sekúndna fresti á meðan leikurinn hefur verið í loftinu. Viðskipti innlent 1.10.2012 15:24
DataMarket heimsækir Hvíta húsið Upplýsingatæknifyrirtækið DataMarket mun kynna nýjustu afurð sína, DataMarket Energy, á sérstakri samkomu í Hvíta húsinu í Washington í dag. Það er vísinda- og tæknisvið Hvíta hússins sem stendur fyrir uppákomunni ásamt Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna. Markmiðið er að kynna nýjungar á sviði orkunýtingar. Viðskipti innlent 1.10.2012 13:24
Bók Arngríms lærða var seld á 330 þúsund Bók Arngríms Jónssonar lærða, SPECIMEN ISLANDIÆ HISTORICVUM, var slegin á 330 þúsund krónur áður en bókauppboði Gallerí Foldar og Bókarinnar lauk fyrir miðnætti í gær. Bókin var prentuð og gefin út í Amsterdam 1643 en síðar bundin inn af Unni Stefánsdóttur sem rak bókbandsstofu í Grjótaþorpinu. Viðskipti innlent 1.10.2012 13:16
Endist ræða Gekko vel? Sitt sýnist hverjum Ræðan sem Gordon Gekko (leikinn af Michael Douglas) heldur á hluthafafundi í kvikmyndinni Wall Street frá árinu 1987, er ein frægasta sena kvikmyndasögunnar, þar sem fjárfestingar og viðskipti eru til umfjöllunar. Í ræðunni lætur hinn hrokafulli Gekko þau orð falla að "græðgi sé góð“. Viðskipti erlent 1.10.2012 12:08
Atvinnuleysi á evrusvæðinu nær nýjum hæðum Atvinnuleysi á evrusvæðinu náði nýjum hæðum í ágúst. Rúmlega átján milljónir manna eru nú án vinnu í sautján aðildarlöndum myntbandalagsins. Þetta kemur fram í nýjustu tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Viðskipti erlent 1.10.2012 11:45
Sigmundur Davíð: Draumastjórnin er miðjustjórn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segist sannfærður um að það verði gott fyrir flokkinn, að hann bjóði fram krafta sína fyrir Norð-Austurkjördæmi í næstu þingkosningum. Hann segist opinn fyrir samstarfi til hægri og vinstri eftir kosningar. Viðskipti innlent 1.10.2012 10:00
Nokia að semja um kortabúnað við Oracle Finnska fjarskiptafyrirtækið Nokia hefur nú samning við hugbúnaðarrisann Oracle á teikniborðinu, sem miðar að því að gefa notendur hubúnaðar frá Oracle færi á því að tengjast við ört vaxandi kortahugbúnað frá Nokia, að því er segir í frétt á vef Wall Street Journal. Viðskipti erlent 1.10.2012 09:03
Viltu fara til New York og fá pening að auki? Spilaðu þá með Ávöxtunarleikurinn hefur formlega hafið göngu sína en innskráning í hann fer fram hér, á Vísi. Leikurinn byggist á því að þátttakendur reyna að ávaxta spilapeninga sína sem best og geta fjárfest í margvíslegum eignaflokkum, s.s hlutabréfum, skuldabréfum, sjóðum og gjaldeyri. Leikurinn fylgir nákvæmlega raunbreytingum á markaði og byggir ávöxtun þátttakenda á þeim. Leikurinn er fullkomnasti fjárfestahermir sem settur hefur verið upp hér á landi. Viðskipti innlent 1.10.2012 08:00
Mikill stuðningur við aðskilnað Mikill meirihluti landsmanna er fylgjandi aðskilnaði viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Þetta leiðir ný skoðanakönnun Capacent Gallup í ljós sem unnin var fyrir Straum fjárfestingabanka. Skoðanakönnunin var gerð dagana 20. til 27. september en Capacent hafði samband við 1.375 Íslendinga á kosningaaldri. Svarhlutfall var 60,1%. Viðskipti innlent 1.10.2012 00:01
Toyota og Honda að ná vopnum sínum í Bandaríkjunum Bílaframleiðendurnir Toyota og Honda eru að ná vopnum sínum á Bandaríkjamarkaði og er búist við því að nýjar sölutölur fyrir septembermánuð, sem birtar verða á þriðjudag, sýni það. Frá þessu greinir Wall Street Journal (WSJ) í dag. Greinendur búast við að sala á nýjum bifreiðum hafi verið 11 prósent betri í september á þessu ári heldur en í fyrra, sem þýðir að um 1,1 milljón bifreiða hafi selst, að því er fram kemur á vef WSJ. Viðskipti erlent 30.9.2012 23:36
Félagarnir hjá Google yngstir á meðal þeirra 20 ríkustu Þeir einu sem eru á meðal tuttugu ríkustu einstaklinga Bandaríkjanna, samkvæmt lista Forbes, sem eru undir fertugu, eru félagarnir hjá Google, Sergey Brin og Larry Page. Þeir eru í 13. sæti á listanum en auður þeirra beggja, hvor um sig, er metinn á 20,3 milljarðar dala, eða sem nemur ríflega 2.500 milljörðum króna. Viðskipti erlent 30.9.2012 10:28
Walmart-fjölskyldan ríkust í Bandaríkjunum Fjórir meðlimir Walton fjölskyldunnar, sem stofnaði smásölurisann Walmart í Bandaríkjunum, eru á meðal þeirra tíu sem Forbes telur ríkasta fólk Bandaríkjanna. Samanlagður auður þeirra nemur meira en 100 milljörðum dala, eða sem nemur 12.500 milljörðum króna. Það jafngildir tæplega áttfaldri árlegri landsframleiðslu Íslands. Viðskipti erlent 30.9.2012 08:30
iPhone 5 úr gulli og demöntum Breskt fyrirtæki ætlar að selja hundrað stykki af sérstakri útgáfu af iPhone fimm símanum sem Apple gaf út á dögunum. Munurinn á þessum símum og þeim upprunalega er að hann er úr gulli og demöntum. Viðskipti erlent 29.9.2012 14:34
Spænskir bankar þurfa 9.500 milljarða króna Spænskir bankar þurfa 59,3 milljarða evra, eða sem nemur ríflega 9.500 milljörðum króna, til þess að lifa af erfiðleika á fjármálamörkuðum í Evrópu, þar ekki síst á Spáni. Frá þessu er greint á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC í dag, og er vitnað til sjálfstæðrar úttektar sérfræðinga. Viðskipti erlent 29.9.2012 13:30
Keppt í ávöxtun á markaði "Markmiðið er að stuðla að bættu fjármálalæsi og auknum skilningi á ávöxtunarmöguleikum,“ segir Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX-kauphallarinnar á Íslandi, um Ávöxtunarleikinn sem hefst formlega á mánudaginn. Viðskipti innlent 29.9.2012 07:00
Gengi bréfa Haga aldrei verið hærra Gengi bréfa Haga hækkaði um 1,32 prósent í dag og er gengi bréfa félagsins nú 19,25, sem er hæsta gengi bréfa félagsins frá því það var skráð á markað. Viðskipti innlent 28.9.2012 20:16
Segir sölu á harðfiski dragast saman Eigandi E. G. harðfisks á Flateyri segir að sala á harðfiski um land allt sé minni en hún hefur verið undanfarin ár. Þetta kemur fram á Viðskipti innlent 28.9.2012 15:57
Gunnhildur Arna ráðin upplýsingafulltrúi Símans Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir er nýr upplýsingafulltrúi Símans. Hún hefur undanfarið starfað sem blaðamaður á Fréttatímanum. Hún er fyrrum ritstjóri og fréttastjóri dagblaðsins 24 stunda, kvöldfréttastjóri á Morgunblaðinu og blaðamaður og vaktstjóri á Fréttablaðinu. "Ég hlakka líka til að takast á við nýjan starfsvettvang hjá fyrirtæki sem hefur fylgt þjóðinni í meira en öld. Fyrirtæki sem þarf samt alltaf að vera á tánum því fátt breytist hraðar en fjarskiptamarkaðurinn,“ segir Gunnhildur. Viðskipti innlent 28.9.2012 15:05
Harpa fær MICE verðlaunin Harpa hefur unnið til hinna árlegu MICE ( Meetings, Incentives, Conferences, Exhibitions) verðlauna sem besta ráðstefnuhús í norður-Evrópu samkvæmt tilkynningu frá Hörpu. Viðskipti innlent 28.9.2012 14:16
Fyrsta sölusýning á verkum Erros í 20 ár Fyrsta sölusýning á verkum Errós á Íslandi frá 1982 fer fram núna um helgina. Sýnd verða nokkur vel valin verk úr fórum hans, en sýningin er í Gallerí Nútímalist að Skipholti 15. Skammt er síðan nýjar grafíkmyndir listamannsins voru sýndar á sýningu sem haldin var í tilefni af 80 ára afmæli hans fyrir skömmu. Sýningin stendur til 13 október. Viðskipti innlent 28.9.2012 14:05
Hagkaup sektað um hálfa milljón Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Hagkaup um 500 þúsund krónur fyrir að hafa ekki tilgreint prósentuafslátt á Tax Free dögum Hagkaups 10. - 14. maí síðastliðinn. Hengdir voru upp stórir auglýsingaborðar í gluggum verslunarinnar í Skeifunni og Smáralind í tilefni daganna og Neytendastofa segir að upplýsingar um prósentuafsláttinn hefðu átt að fylgja. Viðskipti innlent 28.9.2012 13:33
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent