Viðskipti

Arion banki stefnir Boga Pálssyni í Bandaríkjunum

Arion banki hefur stefnt Boga Pálssyni, fjárfesti og fyrrverandi forstjóra Toyota, í Denver í Colorado í Bandaríkjunum. Stefnan er vegna viðskipta með svefnrannsóknarfyrirtækið Flögu Group en bankinn telur Boga hafa blekkt bankann og gerst sekur um fjársvik þegar hann keypti skuldir fyrirtækisins af bankanum með afslætti árið 2011. Frá þessu er greint í DV í dag, þar sem ítarlega er fjallað um viðskiptin með Flögu.

Viðskipti innlent

Mikil lækkun á raungengi krónunnar

Í september sl. lækkaði raungengi íslensku krónunnar um 4,4% frá fyrri mánuði á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Er þetta í fyrsta sinn síðan í mars sl. að þróunin á raungengi krónunnar er í þessa átt, og hefur svo mikil lækkun raungengis ekki átt sér stað í einum mánuði síðan í apríl árið 2009.

Viðskipti innlent

Sérfræðingur WSJ: Google hefur vinninginn í kortunum

Walter S. Mossberg, sérfræðingur Wall Street Journal (WSJ) þegar kemur að tækni og tólum, segir að kortahugbúnaður Google, Google Maps, sé miklu öflugri en hjá öðrum þegar kemur að búnaði á snjallsímum. Sérstaklega segir hann þetta greinilegt á nýjum iphone 5 símunum, þar sem er nýr kortahugbúnaður frá Apple, sem sé ekki næstum jafn góður og Google Maps búnaðurinn.

Viðskipti erlent

Launamunur kynjanna 13% á landsvísu

Kynbundinn launamunur félagsmanna BSRB er rúmlega þrettán prósent á landsvísu. Könnun leiddi í ljós að meðal fólks í hundrað prósent starf eru konur að jafnaði með tuttugu og sex prósent lægri uppreiknuð heildarlaun en karlar.

Viðskipti innlent

Arfleifð Steve Jobs - Apple stærst allra

Rúmt ár er liðið frá því að Steve Jobs, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Apple, hélt á vit forfeðra sinna. Margir óttuðust að fráfall hans myndi boða endalok þess mikla uppgangstíma sem tæknirisinn hafði gengið í gegnum síðustu ár.

Viðskipti erlent

Verkfall í verksmiðju Apple

Hátt í fjögur þúsund starfsmenn tævanska raftækjaframleiðandans Foxconn eru nú í verkfalli. Foxconn hefur um árabil framleitt vörur Apple, þar á meðal iPad spjaldtölvuna og iPhone snjallsímana.

Viðskipti erlent

Icelandair og Marel lækka í kauphöllinni

Gengi bréfa Icelandair Group lækkaði um 1,41 prósent í dag, í Nasdaq OMX kauphöll Íslands, og er gengi bréfa félagsins nú 7,01. Þá lækkaði gengi bréf Marels um 1,11 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 133,5. Gengi bréfa Haga hækkaði um 0,26 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 19,2. Þá hækkaði gengi bréfa Bank Nordik 0,72 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 69,5.

Viðskipti innlent

Atvinnuleysi minnkar - vinnur með Obama

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur dregist saman að undanförnu og mælist nú 7,8 prósent, samkvæmt tölum sem birtar voru í morgun. Þetta er í fyrsta skipt í fjögur ár sem atvinnuleysi í Bandaríkjunum mælist minna en átta prósent, og þykja þær benda til þess að efnahagur Bandaríkjanna sé að rétta hraðar úr kútnum en spáð hafði verið.

Viðskipti erlent

Icelandic Group kaupir fyrirtæki í Belgíu

Icelandic Group hefur fest kaup á belgíska fiskvinnslufyrirtækinu Gadus. Fyrirtækið sérhæfir sig í vinnslu og sölu á ferskum og kældum sjávarafurðum, einkum laxi og þorski, en um þriðjungur af hráefni félagsins kemur frá Íslandi. Meðal viðskiptavina félagsins eru nokkrar af helstu smásölukeðjum í Belgíu en Gadus er annað stærsta fyrirtækið í sölu á ferskum fiskafurðum í landinu. Ársvelta Gadus nemur um rúmum 11 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandic Group.

Viðskipti innlent

Már: Mjög mikilvægt að endursemja um skuldir Landsbankans

"Þrátt fyrir ýmsa atburði á alþjóðlegum vettvangi er sú mynd sem þar var dregin upp í meginatriðum óbreytt. Áhætta fjármálakerfisins hefur minnkað samfara efnahagsbata, framgangi endurskipulagningar skulda heimila og fyrirtækja, sterkri eiginfjárstöðu fjármálafyrirtækja og minna misvægi í efnahagsreikningum þeirra,“ segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, í inngangsorðum nýs Fjármálastöðugleika, rits seðlabankans um fjármálastöðugleika.

Viðskipti innlent

Sigríður Ben: Jákvætt að fólk hafi val um lánamöguleika

Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika Seðlabankans, segir það jákvætt að lántakendur hafi valkost um hvernig íbúðalán það tekur sér. Hins vegar sé ljóst að greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum verði hærri hér en í nágrannaríkjum. Ný skýrsla um fjármálastöðugleika var kynnt í morgun.

Viðskipti innlent

Samsung hagnaðist um 912 milljarða á þremur mánuðum

Hugbúnaðar-, fjarskipta og raftækjarisinn Samsung hagnaðist um 7,3 milljarða dala, eða sem nemur ríflega 912 milljörðum króna, á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Mestu munar þar um sölu á farsímum en hagnaðurinn jókst um meira en helming frá árinu á undan, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Viðskipti innlent

Methagnaður hjá Samsung

Forsvarsmenn Samsung Electronics telja að rekstrarhagnaður á þriðja ársfjórðungi hafi tvöfaldast frá sama tíma í fyrra og að um methagnað sé að ræða.

Viðskipti erlent

Skipt um dómara í Exeter-máli Styrmis

Rétta þarf upp á nýtt yfir Styrmi Þór Bragasyni í Exeter-máli sérstaks saksóknara eftir að skipt var um dómara. Fyrra dómaratríóið baðst undan verkefninu. Dómaraskiptin ættu ekki að tefja réttarhöldin mikið, að mati saksóknara.

Viðskipti innlent

Fjarðarkaup hagnast um 150 milljónir - skuldar ekkert

Aðeins einu sinni í tæplega fjörutíu ára sögu Fjarðarkaupa hefur verið tekið lán, og var því skilað nánast samstundis, þar sem eigendunum leist ekkert á vaxtakostnaðinn. Verslunin var rekin með 150 milljóna króna hagnaði í fyrra, og segja verslunarstjórar lykilinn að góðu gengi vera að halda í einfaldar venjur.

Viðskipti innlent

Býst við að kvótinn safnist á enn færri hendur

Útgerðarfyrirtæki fengu sendan til sín fyrsta greiðsluseðilinn vegna sérstaks veiðileyfagjalds núna um mánaðamót. Hann á að greiðast fyrir 15. október. Sama hlutfall er lagt á alla og samkvæmt upplýsingum frá LÍÚ fá skuldsett félög sem ráða ekki við þennan auka skatt engan afslátt, eins og til stóð í upphafi.

Viðskipti innlent

Lækkanir áberandi í Kauphöllinni

Nokkur lækkun varð á gengi hlutabréfa í Kauphöll Ísland í dag. Þannig lækkaði gengi hlutabréfa Össurar um 1,5 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 197. Þá lækkaði gengi Haga um 1,29 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 19,15. Gengi bréfa Marels lækkaði um 0,74 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 135. Gengi bréfa Icelandair lækkaði um 0,56 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 7,11.

Viðskipti innlent

Stóra Orkuveituskýrslan kynnt 10. október

Niðurstöður úr úttekt á rekstri Orkuveitu Reykjavíkur verða kynntar á eigendafundi þann 10. október næstkomandi klukkan þrjú. Í framhaldi af því verður skýrslan kynnt fyrir borgar- og bæjarfulltrúum ásamt stjórn Orkuveitu Reykjavíkur þar sem úttektarnefndin gerir grein fyrir niðurstöðum sínum og skýrslan verður afhent Sama dag og kynningarfundurinn verður haldinn verður boðað til blaðamannafundar þar sem fjölmiðlum gefst kostur á að spyrja nefndarmenn og fulltrúa af eigendafundi út í niðurstöðurnar, eftir því sem fram kemur í yfirlýsingu frá Jóni Gnarr borgarstjóra.

Viðskipti innlent