Viðskipti innlent

Amer Sports kaupir Nikita

Sportvörurisinn Amer Sports hefur keypt íslenska fyrirtækið Nikita. Aðalheiður Birgisdóttir stofnaði Nikita fyrir ellefu árum og hefur stýrt því en fyrirtækið framleiðir snjóbretta og tískufatnað með áherslu á vörur fyrir konur. Hjá Nikita starfa á fjórða tug manna, þar af þar af 8 í hönnun, vöruþróun og framleiðslu. Ársvelta Nikita nemur um 1,2 milljarði króna að því er fram kemur í frétt um málið á Reuters. Kaupverð kemur ekki fram í fréttinni.

Viðskipti innlent

Gríðarlegur áhugi á Högum

Áhugi fjárfesta á að eignast hlut í Högum virðist vera gríðarlegur. Gengið hefur hækkað snarlega frá því að bréfin voru skráð í Kauphöll Íslands í morgun. Bréfin voru seld á 13,5 á hlut fyrr í desember gengi þeirra hefur verið í um sextán krónum það sem af er degi.

Viðskipti innlent

Keflavíkurflugvöllur í 16. sæti

Keflavíkurflugvöllur er í sextánda sæti yfir ódýrústu langtímabílastæði á flugvöllum í Evrópu. Þetta kemur fram á vefnum alltumflug.is. Vefurinn gerði könnun og verðsamanburð á stærstu flugvöllum í Evrópu ef bíll er geymdur í eina viku.

Viðskipti innlent

Ætla að skapa allt að 1500 störf

Til stendur að ráðast í mikið átak í byrjun næsta árs sem á að tryggja allt að 1500 atvinnuleitendum störf eða starfstengd úrræði. Stjórnvöld, sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins standa að átakinu, sem ber yfirskriftina „TIL VINNU". Gert er ráð fyrir að sveitarfélögin muni skapa um helming þeirra starfa sem verða til með átakinu, en fyrirtæki á almennum markaði hinn helminginn.

Viðskipti innlent

Jólamaturinn yfirleitt ódýrastur í Bónus

Bónus var með lægsta verðið í 42 af 72 tilvikum þegar verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun á jólamat í 7 matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu á mánudaginn. Kannað var verð á algengum matvörum sem verða á borðum landsmanna yfir jólahátíðina.

Viðskipti innlent

Viðskipti með hlutabréf í Högum hefjast í Kauphöllinni í dag

Kauphöllin tilkynnir að í dag hefjast viðskipti með hlutabréf Haga hf. á aðalmarkaði Kauphallarinnar. Hagar flokkast sem lítið félag innan nauðsynjavörugeirans. Hagar eru fjórtánda félagið sem skráð er á aðalmarkað innan NASDAQ OMX Europe á árinu 2011 en fyrsta félagið sem skráð er í Kauphöllinni síðan frá hruni 2008.

Viðskipti innlent

Afnema má gjaldeyrishöftin hraðar

Viðskiptaráð Íslands kynnti í gær tillögur sérfræðingahóps úr viðskiptalífi og háskólunum um hvernig afnema megi gjaldeyrishöft á einu ári. Er það mat hópsins að það megi gera á svo skömmum tíma án þess að verulegur þrýstingur verði á gjaldeyrismarkaði og þannig að kostnaður verði ekki of mikill. Við sama tækifæri kynnti ráðið nýja skýrslu um gjaldeyrishöftin.

Viðskipti innlent

Vísar frétt Financial Times á bug

Aðstoðarmaður iðnaðarráðherra, Kolbeinn Marteinsson, segir það ekki rétt sem fram kemur í Financial Times í dag, að ráðuneytið hafi sett sig í samband við kínverska fjárfestinn, Huang Nubo, um að fara með einhverjum hætti framhjá niðurstöðu innanríkisráðherra, sem neitaði að gefa fyrirtæki Nubos undanþágu um að kaupa land á Grímsstöðum á Fjöllum.

Viðskipti innlent

Hæstiréttur segir að Magnús og Kevin þurfi að borga

Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir félaginu Materia Invest, sem var í eigu Magnúsar Ármanns og Kevins Gerald Stanford, og er því gert að greiða Arion banka 6,3 milljarða. Þá voru Kevin og Magnúsi gert að greiða hvor um sig 240 milljónir króna.

Viðskipti innlent

Hundruð nýrra íbúða munu rísa

Um 300 nýjar íbúðir eru í byggingu á bestu stöðum í Reykjavík og á bilinu 3-500 gætu farið í byggingu á næsta ári, segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar. Borgin samþykkti húsnæðisstefnu í haust og hefur verið að gera úttektir á því hvernig borgin getur tekið þátt í því að byggja upp fjölbreyttara húsnæðiskerfi, einkum með leiguíbúðum. Formaður borgarráðs, Dagur Eggertsson, segir mikilvægt að hafa gott úrval leiguíbúða því óraunhæft sé að gera ráð fyrir því að ung fólk muni skuldsetja sig upp í rjáfur í framtíðinni vegna fasteignakaupa.

Viðskipti innlent

Allt að 30 félög vilja á markað

Allt að þrjátíu félög íhuga skráningu í Kauphöllina á næstu tveimur til þremur árum. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segist ekki eiga von á því að öll félögin muni skila sér á endanum en þetta sýni að áhuginn fyrir skráningu sé mikill. Það ríkir mikil eftirvænting fyrir morgundeginum en þá verða Hagar, sem reka meðal annars Bónus og Hagkaup, skráð í Kauphöllina. Það er fyrsta skráningin í rösklega þrjú ár.

Viðskipti innlent

Afnám gjaldeyrishafta á einu ári

Vinnuhópur á vegum Viðskiptaráðs hefur lagt fram áætlun um afnám gjaldeyrishafta á einu ári. Lykillinn er útgáfa langtíma ríkisskuldabréfa í erlendri mynt. Gylfi Magnússon segir ekki eðlilegt að halda niðri vöxtum árum saman með því að halda fé í gíslingu hér á landi.

Viðskipti innlent

Líklegt að erlendir lögmenn haldi uppi vörnum hjá EFTA dómstólnum

Líklegt þykir að erlendir lögfræðingar verði fengnir til að halda uppi vörnum fyrir Ísland í Icesave málinu þegar kemur fyrir EFTA dómstólinn. Utanríkisráðherra mun hafa stjórnskipulegt forsvar. ESA, eftirlitsstofnun EFTA, ákvað í gær að vísa Icesave deilunni til EFTA dómstólsins vegna meinra brota Íslands á tilskipun um innstæðutryggingar.

Viðskipti innlent

Landið troðfullt af íslenskum krónum

Erlendir kröfuhafar Kaupþings, Landsbanka og Glitnis munu fá allt að 450 milljarða króna af kröfum sínum greiddar í íslenskum krónum á næstu árum miðað við síðustu birtu fjárhagsupplýsingar föllnu bankanna þriggja. Vegna gjaldeyrishafta verður ómögulegt fyrir þá að breyta því fjármagni í erlendan gjaldeyri. Heimildir Fréttablaðsins herma að til standi að bjóða kröfuhöfunum útgönguleið úr íslensku hagkerfi gegn því að þeir bindi féð í ákveðinn tíma hérlendis.

Viðskipti innlent

Landsbankinn blekkti FME

Stjórnendur Landsbankans gáfu Fjármálaeftirlitinu í að minnsta kosti tvígang rangar upplýsingar um eign bankans í eigin bréfum. Þetta kom fram í úttekt Kastljóss í kvöld á hruni bankanna. Þar kom fram að Landsbankinn keypti eigin bréf fyrir tugi milljarða síðustu mánuðina fyrir fall hans.

Viðskipti innlent

Eimskip siglir á markað

Stjórn Eimskipafélags Íslands hf., hefur ákveðið að hefja undirbúning að skráningu félagsins á markað seinni hluta ársins 2012. Í tilkynningu frá félaginu kemdur Óskað verður eftir að hlutir í félaginu verði teknir til viðskipta á Nasdaq OMX Iceland og stefnt er að því að viðskipti með hluti í félaginu hefjist í Kauphöllinni á seinni hluta ársins 2012.

Viðskipti innlent