Viðskipti innlent

Verður allt að vopni

Íslands ógæfu verður allt að vopni, var eitt sinn sagt þegar hver óáranin rak aðra. Kaupþingsmenn hafa fengið sinn skerf að undanförnu. Þannig hefur auglýsingum þeirra verið snúið upp á háa vexti og miklar skuldir landsmanna með grátandi fólki. Þar við bætist umræða um flottræfilshátt vegna auglýsinga með John Cleese og svo hefur árlegt partí í London verið milli tanna einhverra.

Viðskipti innlent

Stjórnendur fá kauprétti

Stjórn Icelandair Group Holding hefur veitt sautján stjórnendum félagsins kauprétti að samtals 45,3 milljónir hluta. Samningana, sem eru til þriggja ára, verður hægt að nýta frá og með árinu 2008 og er rétthöfum heimilt að nýta þriðjung kaupréttarins í fjórar vikur frá 3. janúar ár hvert. Samningsgengið er 27,5 krónur á hlut.

Viðskipti innlent

Miðstöð Samskipa í Belgíu

Samskip hefur tekið upp samstarf við hafnaryfirvöld í í Zeebrugge í Belgíu um uppbyggingu gámamiðstöðvar vegna aukinna umsvifa Evrópuflutninga Samskipa í samstarfi við belgíska gámalöndunarfyrirtækið PSA HNN.

Viðskipti innlent

Æ fleiri nýta sér kosti flugsins

Flugfélag Íslands bætir í sumar við flugleiðum til að mæta aukinni eftirspurn. Fjöldi farþega jókst um átta prósent í innanlandsflugi í fyrra. Framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands segir viðhorf til flugs hafa breyst.

Viðskipti innlent

2,1 prósenta verðbólga innan OECD

Verðbólga mældist 2,1 prósent innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í nóvember á síðasta ári. Á sama tíma fyrir ári var verðbólgan 1,7 prósent. Verðbólgan var líkt og fyrr næstmest hér á landi.

Viðskipti innlent

Eigið fé bankanna aldrei hærra en nú

Nettóstaða viðskiptabankanna í erlendum gjaldeyri jókst um rúmlega 80 milljarða krónur í desember og var 188,5 milljarðar króna í lok síðasta árs. Það jafngildir tæplega 23 prósentum af eigin fé bankanna og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Greiningardeild Glitnis segir vöxt viðskiptabankanna verða fyrst og fremst utan landsteina og því vegi krónan æ minna í efnahagi og rekstri þeirra.

Viðskipti innlent

Glitnir segir líkur á lægra bensínverði

Verð á Brentolíu fór í 55 dali á tunnu við opnun markaða í morgun. Olíuverð lækkað nokkuð stöðugt undir lok síðasta árs og er komið talsvert frá þeim methæðum sem það fór í um mitt sumar í fyrra. Greiningardeild Glitnis segir íslensku olíufyrirtækin ekki hafa lækkað eldsneytisverð síðan 22. nóvember í fyrra en telur líkur á lækkun á næstunni.

Viðskipti innlent

Morgan Stanley metur Kaupþing

Bandaríski fjárfestingabankinn Morgan Stanley hefur gefið út nýtt verðmat á Kaupþingi. Bankinn segir markgengi á bréfum bankans vera 94 sænskar krónur á hlut, eða rúmar 953 krónur miðað við gengi gærdagsins.

Viðskipti innlent

Þúsund færri fólksbílar fluttir til landsins

Bílainnflutningur dróst lítillega saman á síðasta ári miðað við 2005. 17.000 fólksbílar voru fluttir inn á árinu miðað við 18.000 bíla árið áður. Helsta ástæðan fyrir samdrættinum er veiking á gengi krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum, að sögn greiningardeildar Kaupþings.

Viðskipti innlent

Óhagstæður vöruskiptahalli veikir krónuna

Nafngengi krónunnar hefur lækkað um 7 prósent frá miðjum október á síðasta ári. Fram að þeim tíma hafði krónan styrkst töluvert og leit út fyrir að fyrri veiking myndi ganga til baka að mestu. Greiningardeild Landsbankans segir það skipta máli að snúa óhagstæðum vöruskiptahalla við eigi að koma í veg fyrir frekari veikingu krónunnar.

Viðskipti innlent

Elin Gabriel lætur af störfum hjá Actavis

Elin Gabriel, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Actavis í Vestur Evrópu, mun láta af störfum hjá félaginu í þessum mánuði en Aidan Kavanagh, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs samstæðunnar í Mið-, Austur-Evrópu og í Asíu mun taka yfir ábyrgðarsviði hennar ásamt Ferghal Murphy yfirmanni innkaupasviðs Actavis.

Viðskipti innlent

Morgan Stanley gefur út verðmat á Kaupþingi

Bandaríski fjárfestingabankinn Morgan Stanley hefur gefið út nýtt verðmat á Kaupþingi. Bankinn segir markgengi á bréfum bankans vera rúmar 956 krónur á hlut. Það er 44 krónum lægra en mat bandaríska bankans Citigroup á Kaupþingi í síðustu viku.

Viðskipti innlent

Peningaskápurinn ...

Það er kunnugra en frá þarf að segja að það er erfitt að spá, einkanlega um framtíðina. Mat á verðmæti fyrirtækja eru að hluta til vísindi, en að hluta til huglægt fyrirbæri og því er munur á slíku mati milli greinenda.

Viðskipti innlent

Nýr sæstrengur er þjóðhagslega hagkvæmur

Póst- og fjarskiptastofnun hefur látið vinna skýrslu um áhrif sambandsrofa í millilandasamskiptum. Í skýrslunni, sem unnin var í desember, kemur fram að þjóðhagslega hagkvæmt er að ráðast í lagningu nýs sæstrengs, FARICE-2, fyrr en síðar.

Viðskipti innlent

Að toppa Jones

Hið árlega ármótapartí Ármanns Þorvaldssonar, forstjóra Kaupþings í London, verður haldið með pompi og prakt nú um helgina. Þessar veislur eru fyrir löngu orðnar stórviðburður í viðskiptaheiminum. Á árum áður brá Ármann sér á svið og söng Delilu Toms Jones, en í fyrra mætti Tom Jones sjálfur og skemmti gestum.

Viðskipti innlent

Slúður og vangaveltur

Menn eru farnir að velta því fyrir sér hver næstu skref Baugs verði í Bretlandi og spá margir í framvinduna í hinni munaðarlausu verslanakeðju Woolworths. Þar heldur Baugur utan um þrettán prósenta hlut með beinum og óbeinum hætti.

Viðskipti innlent

Landsbanki spáir 0,2% vísitöluhækkun í janúar

Greiningardeild Landsbankans gerir við ráð fyrir 0,2% hækkun vísitölu neysluverðs í janúar í endurskoðaðri spá. Þetta er hækkun frá fyrri spá greiningardeildarinnar um óbreytta vísitölu. Gangi spáin eftir lækkar tólf mánaða breyting vísitölunnar úr 7% í 6,8% á milli mánaða.

Viðskipti innlent

Greiðsluafkoma ríkissjóðs jákvæð um 23 milljarða

Handbært fé frá rekstri ríkissjóðs jókst um 52 milljarða krónur á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs, samkvæmt greiðsluuppgjöri ríkissjóðs. Þetta er 30,1 milljarði hagstæðari niðurstaða en á sama tíma árið áður. Þetta merkir að greiðsluafkoma ríkissjóðs var jákvæð um rúma 23 milljarða krónur á fyrstu ellefu mánuðum ársins samanborið við 11,4 milljarða árið áður.

Viðskipti innlent

Gengi Kaupþings hækkar eftir nýtt verðmat

Bandaríski bankinn Citigroup gaf í dag út nýtt verðmat á Kaupþingi. CitiGroup metur bankann á 1.000 krónur á hlut. Gengi Kaupþings stóð 859 krónum á hlut við upphaf viðskipta í morgun. Það hækkaði um tæp 4 prósent í kjölfar verðmatsins og stóð gengið í 887 krónum á hlut rétt fyrir klukkan hálf 11.

Viðskipti innlent

Vöruskipti óhagstæð um 13,5 milljarða í nóvember

Vöruskipti voru óhagstæð í nóvember um 13,5 milljarða krónur í nóvember í fyrra. Þetta er 300 milljónum krónum meira en á sama tíma árið 2005, samkvæmt bráðabirgðaútreikningum Hagstofu Íslands. Halli á vöruskiptum við útlönd nam 122,6 milljörðum króna á fyrstu 11 mánuðum síðasta árs sem er 27,9 milljörðum krónum meira en árið áður.

Viðskipti innlent

Kauphöllin vill bjóða val um krónu eða evru

Búist er við að nokkur fyrirtæki sem skráð eru í kauphöllina hér fari á fyrri hluta ársins fram á að skrá bréf sín í evrum. Kauphöllin vill bjóða fyrirtækjum val. Samráðsnefnd vinnur í málinu. Fái félög ekki að skrá sig í evrum velta sum hver fyrir sér flutningi annað.

Viðskipti innlent

Hlutabréf Hannesar flutt til Hollands

Eignarhaldsfélagið Oddaflug hefur fært allan hlut sinn í FL Group til Oddaflugs BV í Hollandi. Síðarnefnda félagið er að öllu leyti í eigu fyrrnefnda félagsins sem er að fullu í eigu Fjárfestingafélagsins Primusar ehf. Hannes Smárason, forstjóri FL Group og stærsti hluthafinn, á Primus að öllu leyti.

Viðskipti innlent

Peningaskápurinn ...

Bjartsýni landans virðist vera mikil í upphafi nýs árs því árið hófst með mikilli flugeldasýningu á hlutabréfamarkaði og lofar byrjunin góðu. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,84 prósent á fyrsta viðskiptadegi og stóð í 6.528 stigum í dagslok.

Viðskipti innlent

Fyrstu jöklabréf ársins gefin út í dag

ABN Amro, einn stærsti banki Hollands, gaf út svokölluð jöklabréf fyrir þrjá milljarða krónur í dag. Bréfið er með gjalddaga 11. janúar á næsta ári og ber 14 prósenta vexti. Þetta er fyrsta jöklabréfið á árinu og það fyrsta síðan í byrjun desember, að sögn greiningardeildar Landsbankans. Jöklabréf fyrir 35 milljarða krónur verða á gjalddaga á fyrsta fjórðungi þessa árs, þar af eru 5 milljarðar á gjalddaga á morgun.

Viðskipti innlent