Viðskipti innlent

Peningaskápurinn ...

Norska blaðið Dagens Næringsliv rifjaði upp spár nokkurra sérfræðinga sem fengnir voru til að gefa ráð um hvaða félög myndu gefa besta ávöxtun árið 2006. Einn þessara sérfræðinga var Jan Petter Sissener, hinn litríki forstjóri Kaupþings í Noregi, og kom hann ágætlega út í samanburði við aðra.

Viðskipti innlent

Kaupþing með nýtt verðmat á Össuri

Greiningardeild Kaupþings hefur gefið út uppfært verðmat á stoðtækjafyrirtækinu Össuri samhliða birtingu afkomuspár fyrir fjórða ársfjórðung. Deildin spáir því að Össur muni skila þriggja milljóna dala eða 217,6 milljóna króna tapi á fjórða ársfjórðungi með fyrirvörum. Bankinn mælir með því að fjárfestar kaupi bréf í stoðtækjafyrirtækinu.

Viðskipti innlent

Fox-Pitt með nýtt verðmat á Kaupþingi

Bandaríska fjármálafyrirtækið Fox-Pitt Kelton gaf í gær út greiningu og nýtt verðmat á Kaupþingi. Bankinn metur Kaupþing á 970 krónur á hlut sem er nokkuð undir mati bandaríska bankans Citigroup á Kaupþingi, sem mat hann fyrr í mánuðinum á 1000 krónur á hlut.

Viðskipti innlent

Eimskip kaupir Daalimpex

Eimskip hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Daalimpex beheer B.V. í Hollandi, einu stærsta frystigeymslufyrirtæki í Hollandi. Eimskip átti fyrir 40 prósenta hlut í fyrirtækinu. Kaupverð er ekki gefið upp en kaupin eru fjármögnuð með handbæru fé Eimskips.

Viðskipti innlent

OR með bestu lánshæfiseinkunnina

Orkuveita Reykjavíkur (OR) fékk í dag lánshæfiseinkunnina Aa2 hjá alþjóðlega matsfyrirtækinu Moody’s. Í matinu segir að lítil eða óveruleg áhætta sé í rekstri fyrirtækisins en bent er á að vægi tekna þess af samkeppnisrekstri muni fara vaxandi. Framtíðarhorfur OR eru stöðugar, að mati Moody's.

Viðskipti innlent

Krónan fellur á orðrómi

Tæplega tveggja prósenta lækkun krónunar í gær er rakin til umræðu um yfirfærslu á eigin fé bankanna. Sérfræðingar telja líklegt að áfram verði flökt á krónunni, sem þó komi til með að styrkjast þegar frá líði. Fleiri hávaxtamyntir hafa veikst síðustu daga.

Viðskipti innlent

Peningaskápurinn...

Umræðan um evruna er á fleygiferð og kannski meiri ferð en henni er hollt á köflum. Þannig var umræðan búin að flytja uppgjör Kaupþings í evrur, en ekki verður af því á árinu. Vilji er örugglega til þess í fjármálastöfnunum að fara slíka leið þegar fram líða stundir.

Viðskipti innlent

Fyrsti lækkunardagur ársins

Úrvalsvísitalan lækkaði í gær í fyrsta skipti á árinu eftir töluverða hækkun það sem af er ári. Lækkun gærdagsins, sem rakin er til snöggrar lækkunar á krónunni, nam 0,7 prósentum og endaði vísitalan í 6.730 stigum. Veltan nam 8,4 milljörðum króna í töluverðum fjölda viðskipta eða 611.

Viðskipti innlent

Greiðslur hækka um sjö prósent

Stefnt er að því að hækka lífeyrisréttindi sjóðfélaga Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um sjö prósent eða sem nemur 11,8 milljörðum króna. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að gera töllugum um hækkunina til aðildarsamtaka sjóðsins.

Viðskipti innlent

Krónan veiktist um tæp 2 prósent

Hollenski bankinn ABN Amro gaf í dag út þriggja milljarða króna krónubréf til eins árs. Þrátt fyrir það veiktist krónan um tæp 2 prósent en heildarveiking hennar síðustu fimm viðskiptadaga nemur 3,2 prósentum. Greiningardeild Kaupþings telur líkur á að evruumræðan eigi hlut að máli en leggur áherslu á að aðrar hávaxtamyntir hafi sömuleiðis veikst á sama tíma.

Viðskipti innlent

Glitnir spáir lækkun bensínverðs

Olíuverð lækkaði nokkuð stöðugt undir lok síðasta árs. Verð á Brent Norðursjávarolíu stóð í 55 dölum á tunnu í gær og þykir ljóst að verðið er komið talsvert úr þeim methæðum sem það fór í um mitt síðasta ár. Greiningardeild Glitnis segir íslensku olíufyrirtækin ekki hafa lækkað eldsneytisverð síðan 22. nóvember í fyrra en telur líkur á lækkun á næstunni.

Viðskipti innlent

Næstmest verðbólga hér

Verðbólga mældist 2,1 prósent á ársgrundvelli innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í nóvember á síðasta ári. Þetta er 0,4 prósentustiga hækkun frá sama tímabili árið áður.

Viðskipti innlent

Sýr kaupir fasteignir Teymis

Lýsing hf. og Sýr ehf. hafa undirritað samning um fjármögnun á kaupum Sýr ehf., sem er í eigu þeirra Gunnars Hjaltalín og Þórarins Ragnarssonar, á eignum Teymis hf. Kaupverð nemur 2,3 milljörðum króna. Teymi mun eftirleiðis leigja húsnæðið til næstu tíu ára, að því er fram kemur í tilkynningu frá Lýsingu.

Viðskipti innlent

Vill víkjandi lán

Stjórn Icelandic Group leggur fyrir hluthafafund, síðar í mánuðinum, að hún fái heimild til að taka víkjandi lán með sérstökum skilyrðum er veiti lánardrottni rétt til að breyta skuldinni í hlutafé.

Viðskipti innlent

Gott framboð á ýsu og þorski

Meira framboð var á ýsu og þorski á fiskmörkuðum landsins í síðustu viku miðað við aðrar tegundir. Meðalverðið var í hærri kantinum eða 177,28 krónur fyrir kílóið sem er 38,15 krónum yfir meðalverði síðasta árs, sem hækkaði um 24 prósent á milli ára, að því er fram kemur á vef Fiskifrétta. Líkt og fyrri vikur seldist mest af ýsu í vikunni, eða 714 tonn, en 164,04 krónur fengust fyrir kílóið af slægðri ýsu.

Viðskipti innlent

Mestur seljanleiki bréfa í Straumi

Fjögur félög í Kauphöll Íslands voru með veltuhraða yfir einum á nýliðnu ári sem merkir að allt útgefið hlutafé félaganna hafi skipt um hendur á tímabilinu. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans.

Viðskipti innlent

Fjármálafyrirtæki áfram í sviðsljósinu

Gangi spá Greiningar Glitnis eftir um 21 prósenta hækkun Úrvalsvísitölunnar á árinu 2007 fer vísitalan yfir 7.750 stig. Samanlagður hagnaður þeirra félaga sem Glitnir spáir fyrir um verður um 250 milljarðar króna á árinu sem var að líða, þar af nam hagnaður á fjórða ársfjórðungi 88 milljörðum króna.

Viðskipti innlent

Kaupþing aldrei verðmætara

Kaupþing, verðmætasta fyrirtæki landsins og eitt fjölmennasta hlutafélagið, hefur aldrei verið metið hærra á hlutabréfamarkaði. Bankinn stóð í 905 krónum á hlut á mánudaginn og var því metinn á 670 milljarða króna, eða sem svarar vel til hálfrar árlegrar landsframleiðslu Íslands og hálfrar heildareignar lífeyrissjóðakerfisins. Frá áramótum hafa bréf Kaupþings hækkað um 7,61 prósent.

Viðskipti innlent

Eimskip kaupir Alla Geira

Eimskip hefur keypt alla hluti í flutningafyrirtækinu Alli Geira hf. á Húsavík. Seljendur eru fjölskylda Aðalgeirs Sigurgeirssonar heitins sem stofnaði fyrirtækið fyrir 50 árum og Hannes Höskuldsson.

Viðskipti innlent

Úr Kaupthing í Kaupthing

Iceland Review sendir reglulega smáfréttir og pistla á ensku út á öldur netsins. Einn pistill þessa dagana er smá yfirferð á því helsta sem hefur verið að gerast í rólegri tíð hér norður á Fróni.

Viðskipti innlent

Ráðstefna um Python-forritun

Íslensku tæknifyrirtækin CCP og dohop, sem þróa og reka samnefnda fargjaldaleitarvél halda, í samvinnu við alþjóðlegu samtökin Python Software Foundation, ráðstefnu um Python-forritunarmálið í Salnum í Kópavogi, mánudaginn 15. janúar næstkomandi. Aðgangur er ókeypis en tilgangurinn er að kynna forritunarmálið betur fyrir íslenskum áhugamönnum um forritun.

Viðskipti innlent

Að evra eða ekki evra

Fullyrt er á markaði að fjármálafyrirtækin vilji í stórum stíl færa eigið fé sitt í evrur. Þannig gengur sú saga að Seðlabankinn hafi stöðvað Kaupþing í að ganga þetta skref, en síðan hafi Straumur-Burðarás farið þessa leið. Gjaldeyrisjöfnuður bankanna gefur svo til kynna að ef heldur fram sem horfir verði ekki um stóra breytingu að ræða verði skrefið stigið til fulls. Eigið fé verði mest megnis komið í evrur hvort eð er.

Viðskipti innlent

Verður allt að vopni

Íslands ógæfu verður allt að vopni, var eitt sinn sagt þegar hver óáranin rak aðra. Kaupþingsmenn hafa fengið sinn skerf að undanförnu. Þannig hefur auglýsingum þeirra verið snúið upp á háa vexti og miklar skuldir landsmanna með grátandi fólki. Þar við bætist umræða um flottræfilshátt vegna auglýsinga með John Cleese og svo hefur árlegt partí í London verið milli tanna einhverra.

Viðskipti innlent