Viðskipti innlent

Friðrik Már Baldursson prófessor með fulltingi Kaupþings

Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands hefur ákveðið að dr. Friðrik Már Baldursson, gegni stöðu prófessors með fulltingi Kaupþings. Þetta er í samræmi við sambning sem HÍ og Kaupþing gerðu undir lok síðasta árs um ótímabundna kostun á stöðu prófessors í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.

Viðskipti innlent

Óvissa í Japan

Seðlabanki Japans ákveður á morgun hvort breytingar verði gerðar á stýrivöxtum landsins. Greiningardeild Glitnis segir mikla óvissu ríkja um ákvörðun bankans og bendir á að jafnar líkur séu á því hvort vextirnir verði óbreyttir eða hækki um fjórðung úr prósenti. Vextirnir hafa ekki verið hækkaðir síðan um mitt síðasta ár eftir nokkurra ára núllvaxtastig.

Viðskipti innlent

Sími fyrir heyrnarlausa

SMS-smáskilaboð voru bylting fyrir samfélag heyrnarlausra en nú er von á nýrri byltingu. Verkefnið MobileASL sem nú er langt komið við Washington-háskóla í Bandaríkjunum er að ná að fullkomna tækni sem gerir fólki kleyft að tala táknmál í gegnum myndsíma sem auðvelt er að stinga í vasa. Símarnir eru með stóran skjá og innbygða upptökuvél. Vandamálið sem enn blasir við er að flutningsgeta GSM-kerfa dugir illa fyrir rauntíma video-samskipti. Til að ná þeirri skerpu sem þarf á skjáina til að táknmálið skiljist hefur hópurinn hannað nýjan video-staðal byggðan á H.264 staðli Apple, x264, en þessi staðall gefur mjög skýra mynd þó hún sé lítil. Það má búast við að á næstu árum geti heyrnarlausir hérlendis farið að nýta sér þessa tækni.

Viðskipti innlent

Minna tap hjá Kögun

Kögun hf skilaði 983 milljóna króna tapi á síðasta ári samanborið við tæplega 636 milljóna króna tap árið á undan. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu 3.632 milljónum króna á árinu sem er 99 prósenta hækkun frá 2005 auk þess sem rekstrarhagnaður (EBITDA) nam 1.542 milljónum á árinu sem er liðleg tvöföldun á milli ára.

Viðskipti innlent

Kaupþing spáir 5,5% verðbólgu í mars

Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverð lækki um 0,7 prósentustig í næsta mánuði. Gangi það eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 5,5 prósent miðað við 7,4 prósent í febrúar. Deildin segir lækkun matarskatts hafa veruleg áhrif á verðbólgumælinguna en að hækkun á verði fasteigna, fatnaði og skóm muni vega á móti.

Viðskipti innlent

BA og Goldman Sachs ekki í yfirtökuhugleiðingum

Breska flugfélagið British Airways og bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs hafa ekki í hyggju að gera yfirtökutilboð í bandaríska flugrekstrarfélagið AMR Corporation, móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines. Gengi bréfa í FL Group, sem keypti tæpan 6 prósenta hlut í AMR undir lok síðasta árs, hækkaði mest um rúm 5 prósent í Kauphöll Íslands vegna frétta um hugsanlegt yfirtökutilboð í AMR.

Viðskipti innlent

Afkoma TM undir spám

Tryggingamiðstöðin (TM) skilaði 696 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samanborið við tæpa 7,2 milljarða krónur árið 2005. Hagnaður tryggingafélagsins nam 231,6 milljónum króna á fjórða ársfjórðungi 2006 sem er undir meðaltalsspá greiningardeilda viðskiptabankanna.

Viðskipti innlent

Gengistap tæpur milljarður: Teymi birti uppgjör fjórða ársfjórðungs í gær.

Tap fjarskipta- og upplýsingatæknifyrirtækisins Teymis nam 1.253 milljónum króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Félagið birti uppgjör í gær. Tapið er langt yfir spá Landsbankans upp á 93 milljóna króna tap. Teymi segir að gengistap vegna langtímaskulda skýri 927 milljónir króna af tapinu og bendir á að miðað við núverandi gengi krónunnar séu þau áhrif gengin til baka.

Viðskipti innlent

Eimskip upp um sjö prósent

Bréf í Eimskipafélaginu hækkuðu um sjö prósent á markaði í dag, og bréf Össurar um þrjú prósent. Ástæða hækkunarinnar hjá Eimskip er greining frá greiningardeild Landsbankans sem kemur út á morgun. Millifærsla var með eigin bréf félagsins vegna kaupa á Daalimpex.

Viðskipti innlent

FME segir lífeyrissjóðum skylt að tilkynna um samruna

Fjármálaeftirlitið segir að lífeyrissjóðum beri að tilkynna um fyrirhugaða sameiningu lífeyrissjóða til Fjármálaeftirlits um leið og ákvörðun um slíkt hefur verið tekin. Túlkun eftirlitsins er birt í kjölfar sameininga lífeyrissjóða þar sem reynt hefur á tilkynningaskylduákvæði laga um lífeyrissjóði.

Viðskipti innlent

Moody's staðfestir lánshæfismat ríkissjóðs

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's staðfesti lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands í reglubundnu mati sínu (e. credit opinion) í gær. Staðfestar voru einkunnirnar Aaa fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum og P-1 fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum. Horfur eru stöðugar, að mati Moody's.

Viðskipti innlent

Samkeppnishæfnin skoðuð

Iðntæknistofnun kannar samkeppnishæfni Íslands í samvinnu við Alþjóða efnahagsstofnunina, World Economic Forum (WEF) og sendir á næstu vikum út spurningalista. Velt er upp spurningunni hvers vegna hagkerfi sumra þjóða vaxi hraðar en annarra.

Viðskipti innlent

LÍ spáir hálfum milljarði í hagnað

Atorka Group birtir uppgjör sitt fyrir síðasta ár á morgun. Greiningardeild Landsbankans segir síðasta fjórðung félagsins hafa verið viðburðaríkan en Promens, dótturfélag Atorku, lauk kaupum á norska plastvöruframleiðandanum Polimoon á tímabilinu.

Viðskipti innlent

Spákaupmaðurinn... Exista í nýja deild

Ég er búinn að vera á algjöru flugi síðustu daga eftir að Exista keypti hlutinn í Sampo. Þetta minnir mig mest á þegar maður var búinn að átta sig á að Bjöggarnir ætluðu að taka kolkrabbann. Það byrjaði ósköp rólega. Þórður í Straumi fór að kaupa í Eimskip og svo Albert sem þá var hjá LSR. Þessir strákar voru búnir að lesa í stöðuna og vissu hvað klukkan sló.

Viðskipti innlent

Lætur aldrei efast um fjármögnun bankans aftur

Landsbankinn hefur eytt minnstu af viðskiptabönkunum í fyrirtækjakaup erlendis, aðeins um 31 milljarði króna, en samt vaxið gríðarlega hratt. Núverandi aðferðafræði, að kaupa ódýrt og byggja upp stökkpall með því að ráða inn starfsfólk, hefur gefist vel en útlit er fyrir að nú muni hægja á vextinum með þessari aðferð. Sigurjón Þ. Árnason segir að það komi að stórri yfirtöku Landsbankans, í samtali við Eggert Þór Aðalsteinsson, og skýrir hvernig brugðist var við neikvæðri umræðu um bankann í fyrra sem hefur skilað sér í innlánssprengingu í Bretlandi.

Viðskipti innlent

Eskimo færir út kvíarnar

Tilraunaframleiðsla á fatnaði er hafin hjá Eskimo og fyrirætlanir um markaðssetningu á heimsvísu. Ásta Kristjánsdóttir, stofnandi fyrirtækisins og einn stjórnenda, segir Óla Kristjáni Ármannssyni hvert Eskimo stefnir.

Viðskipti innlent

Selur Íslendingum sælkerafæði

Muriel Léglise bjó í Lúxemborg um síðustu aldamót og starfaði hjá Evrópuráðinu. Þar deildi hún íbúð með tveimur íslenskum stelpum og varð þeim vel til vina. Þessar vinkonur hennar voru hvatinn að því að hún heimsótti Ísland. Að eigin sögn fékk hún svo góða tilfinningu fyrir landinu að hún var flutt hingað með allt sitt hafurtask innan við ári síðar.

Viðskipti innlent

Sérsveit Geirs

Þeim hefur fjölgað ráðherrunum sem vilja stofna sérsveitir. Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra var lengi legið á hálsi fyrir að vilja stofna sérsveit.

Viðskipti innlent

Wahlroos blómstrar

Forstjóri Sampo, Björn Wahlroos, er á góðri leið með að verða mikilvægasti Íslandsvinurinn eftir kaup Exista í finnska fjármálafyrirtækinu. Wahlroos nýtur mikillar virðingar og er talinn áhrifamesti maður í finnsku viðskiptalífi.

Viðskipti innlent

Umhverfisstjórnun fær ISO-vottun hjá Actavis

Actavis á Íslandi hefur fengið afhent viðurkenningarskjal til staðfestingar á ISO 14001 vottun umhverfisstjórnunarkerfis fyrirtækisins. Jón Gunnar Jónsson, framkvæmdastjóri Actavis á Íslandi, segir fyrirtækið hafa einsett sér að vera í fararbroddi í umhverfis- og öryggismálum.

Viðskipti innlent

Ef krónan væri bíll

Ef íslenska krónan væri bíll þá væri hún Austin Mini. Við Íslendingar höfum verið nokkuð ánægð með litla bílinn okkar. Hann hefur gert okkur kleift að skáskjóta okkur í gegnum traffíkina á aðreininni og komast út á hraðbrautina.

Viðskipti innlent

Sampo er upphafsreitur

Finnski tryggingarisinn situr á fimm milljörðum evra sem koma þarf í vinnu. Stjórnendur Sampo og forsvarsmenn Exista vilja taka þátt í samrunaferli á norrænum fjármálamarkaði. Eggert Þór Aðalsteinsson lítur yfir nýjustu atburði sem eru eflaust bara fyrsti leikur í skákinni.

Viðskipti innlent