Sport

Martin með tólf stig í sigri Valencia

Ís­lenski at­vinnu- og lands­liðs­maðurinn í körfu­bolta, Martin Her­manns­son skoraði 12 stig fyrir lið sitt Valencia á Spáni er það bar sigur­orðið af Bil­bao í ACB deildinni.

Körfubolti

Genoa nálgast efstu deild eftir sigurmark Alberts

Albert Guðmundsson skoraði eina mark leiksins er Genoa vann mikilvægan 1-0 útisigur gegn Cittadella í ítölsku B-deildinni í fótbolta í dag. Albert og félagar þurfa nú aðeins sex stig í viðbót til að tryggja sér sæti í efstu deild.

Fótbolti

Annar sigur Fulham í röð

Eftir fimm tapleiki í röð í öllum keppnum vann Fulham sinn annan sigur í röð er liðið vann 2-1 sigur gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Fótbolti

Arsenal þurfi nánast kraftaverk til að vinna City

Eftir að hafa tapað sex stigum í seinustu þremur leikjum hefur Arsenal, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, galopnað titilbaráttuna. Ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City eru nú aðeins fjórum stigum á eftir Lundúnaliðinu, en liðin mætast næstkomandi miðvikudag í leik sem gæti farið langleiðina með að tryggja öðru hvoru liðinu Englandsmeistaratitilinn.

Fótbolti

Wembanyama skráir sig í nýliðavalið

Victor Wembanyama, einn mest spennandi körfuboltamaður heims síðustu tuttugu ára, hefur gefið það út að hann muni skrá nafn sitt í nýliðaval NBA-deildarinnar í körfubolta fyrir næsta tímabil.

Körfubolti

Geldingatjörn kemur vel undan vetri

Geldingatjörn er lítið en gjöfult stöðuvatn í aðeins 25 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Vatnið er í einkaeigu og sér Fish Partner um sölu veiðileyfa.  

Veiði

Pistill: Pílagrímsferð til Parma

Af einhverjum ástæðum skipar lið Parma á Ítalíu stóran sess í hjörtum margra fótboltaáhugamanna á Íslandi. Ekki er það þó árangur síðustu 20 ára sem kom þeim þangað, en síðustu ár hafa verið nánast einn samfelldur táradalur fyrir stuðningsmenn liðsins.

Fótbolti