Lífið

Þingmennskan og hljómsveitarlífið passa vel saman

"Hljómsveitarlífið fer vel saman með öllu, þetta snýst bara um að tapa sér ekki í formi og æfingum heldur leyfa flæðinu og stemmningunni að ríkja - dálítið eins og í lífinu sjálfu. Það er fátt betra eftir þus í þingsal, mitt eigið og annarra, en að fara á æfingu og telja í lag,“ segir þingmaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé en hann mun koma fram á Rósenberg í kvöld ásamt hljómsveit sinni, Slow Train.

Lífið

Fyrstu grínstjórar dags rauða nefsins

Hinn árlegi dagur rauða nefsins er stærsti viðburður UNICEF á Íslandi og er hann haldinn 9. júní í ár. Það voru þær Saga Garðarsdóttir og Dóra Jóhannsdóttir sem voru valdar grínstjórar þessa árs, en þetta er í fyrsta skiptið sem þeirri nafnbót er útdeilt.

Lífið

Streitumeðferð verðlaunuð

Heilsustofnunin í Hveragerði hlaut nýsköpunarverðlaun evrópsku heilsulindarsamtakanna fyrir þróun á streitumeðferð. Margrét Grímsdóttir hjúkrunarforstjóri tók við þeim.

Lífið

Ariana Grande niðurbrotin

Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi.

Lífið

Endingargóð förðun með fókus á bleikar varir

Sumarið er gengið í garð og af því tilefni kennir förðunarfræðingurinn Hrafnhildur Björk Runólfsdóttir lesendum réttu handtökin þegar kemur að því að kalla fram sumarlega og létta förðun. Hér er lögð áhersla á ljómandi húð og varir í sumarlegum og björtum lit.

Lífið

Aron og Ágústa Eva eiga von á barni

Stjörnuparið Ágústa Eva Erlendsdóttir og Aron Pálmarsson eig von á barni í lok þessara árs. Þetta er fyrsta barn Arons en Ágústa Eva á annað barn úr fyrra sambandi.

Lífið

Vilja gefa öllum tækifæri til að eignast barn

Samtökin Tilvera eru að hrinda af stað söfnunarátaki sem verður til þess að hægt verður að veita fleiri félagsmönnum samtakanna peningastyrk vegna baráttu þeirra við ófrjósemi. Verkefnið snýst um að gefa fleiri pörum og einstaklingum tækifæri til að eignast barn.

Lífið