Lífið

Þegar páfinn var skotinn

Vorið 2000 lýsti Jóhannes Páll II því yfir að morðtilræði það sem honum var sýnt nítján árum fyrr, hefði í raun verið boðað í spádómi á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Samkvæmt því hefði María mey birst þremur barnungum kinda­smölum í Portúgal og varað þau við nokkrum af helstu stóratburðum tuttugustu aldar: risi Sovétríkjanna, síðari heimsstyrjöldinni og fyrrnefndu morðtilræði.

Lífið

Hápunktur afmælisársins

Þrjátíu ára starfsafmæli Tónstofu Valgerðar og tuttugu ára afmæli Bjöllukórs Tónstofunnar verður minnst með hátíðatónleikum í Salnum í Kópavogi á morgun, 28. maí.

Lífið

Segir vegið að mannorði sínu

Ólafur Arnarson formaður Neytendasamtakanna ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir vantraust stjórnar á honum. Hann leggur til að öll stjórnin segi af sér og að kosið verði að nýju. Ásakanirnar gegn honum séu lygar.

Lífið

Slógu í gegn með söngleik

Unglingar í Höfðaskóla á Skagaströnd hafa sýnt söngleikinn Allt er nú til við góðan orðstír í Fellsborg. Ástrós Elísdóttir leikhúsfræðingur þýddi og leikstýrði verkinu.

Lífið

Glímir við missi og lifir í núinu

Karólína Helga Símonardóttir, varaþingmaður Bjartrar framtíðar, hefur tekið sæti á Alþingi í fyrsta sinn á sama tíma og hún glímir við missi. Karólína missti sambýlismann sinn, Daða Garðarsson, þann 10. apríl sl. er hann varð bráðkvaddur, aðeins 35 ára. Lífsgæði fjölskyldunnar brenna á henni og hún vill styttri vinnuviku.

Lífið

Steig inn í hræðilegar aðstæður

"Dvölin breytti mér til frambúðar. Ég hef aldrei áður stigið inn í svona hræðilegar aðstæður,“ segir Sigríður Thorlacius söngkona, sem fór fyrr á þessu ári til Bangladess sem sjálfboðaliði UNICEF. Þar hitti hún lítil börn, sem unnu í múrsteinaverksmiðju.

Lífið

Ben Stiller og Christine Taylor skilin

Leikarahjónin Ben Stiller og Christine Taylor eru skilin að skiptum en þau eiga saman tvö börn. Parið kynntist við tökur á sjónvarpsþættinum Heat Vision and Jack sem þó var aldrei sýndur í sjónvarpi.

Lífið

Sjóðheitur á ísköldum toppi vinsældalista

Lagið Way down we go með Kaleo var kynnt sem topplag spænska vinsældalistans í vikunni. Lagið hafði áður setið í efsta sæti víða um Evrópu. Jökull Júlíusson söngvari segir að hljómsveitin hlakki til að hefja tónleikaferð um álfuna

Lífið

Sögu­legar sættir í stóra lím­miða­málinu: Þórunn Antonía og Hildur Lillien­dahl sungu I Got You Babe

Svo virðist sem ágreiningur Þórunnar Antoníu Magnúsdóttur, tónlistarkonu og kynningarfulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, og Hildar Lilliendahl, starfsmanns Reykjavíkurborgar, nái ekki lengra en sem nemur kommentakerfum á netinu. Þær tóku sáttadúett á laginu I Got You Babe með Sonny og Cher á karaókí-kvöldi í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi, við mikinn fögnuð viðstaddra.

Lífið