Lífið

Ljósmyndir fjarlægðar að beiðni Elton John

Söngvarinn Elton John hefur beðið um að umdeildar myndir sem hann lagði til á listasýningu verði allar fjarlægðar. 4000 myndir í eigu söngvarans voru til sýnis í Center For Contemporary Art safninu í Gateshead en þær eru allar eftir ljósmyndarann Nan Goldin.

Lífið

Stern höfðar mál gegn Cosby

Howard K. Stern, fyrrum lögfræðingur og ástmaður Önnu Nicole Smith höfðaði í dag mál gegn Ritu Cosby og útgefendum hennar fyrir þær sakir sem hún ber upp á hann í nýútkominni bók sinni Blonde Ambition: The Untold Story Behind Anna Nicole Smith’s Death.

Lífið

Kynlífi með Keiru líkt við martröð

Skoski leikarinn James McAvoy sem leikur á móti Keiru Knightley í myndinni Atonement segir að honum hafi þótt erfitt og óþæginlegt að leika í kynlífssenum á móti Knightley.

Lífið

Kynlífsmyndband með Britney í höndum huldumanns

Á mánudag missti Britney forræðið yfir börnum sínum og í dag kemur enn eitt áfallið. 28 ára gamall maður sem ekki vill ekki láta nafn síns getið sagði tímaritinu In Touch Weekly að hann hefði undir höndum kynlífsmyndband með honum og Britney.

Lífið

Berry geymdi neikvæð þungunarpróf í náttborðsskúffunni

Óskarsverðlaunaleikkonan Halle Berry talaði opinskátt um getnað barnsins sem hún ber undir belti í spjalli hjá Opruh Winfrey í gær. Hin 41 árs gamla Berry og kærastinn Gabriel Aubry reyndu nokkuð lengi að koma barninu undir og voru þau af þeim sökum mikið heima við að gera það sem gera þarf sagði Berry.

Lífið

Cameron og Cooper nýtt par?

Ofurskutlan Cameron Diaz er nú orðuð við leikarann Bradley Cooper og sjást þau æ oftar opinberlega saman. Í vikunni sáust þau snæða kvöldverð á Morgans hotelinu í New York og á sunnudag fóru þau saman á leik með New York Giants.

Lífið

Britney talin í sjálfsmorðshættu

Chanda McGovern, frænka Britney Spears, segist óttast í hvert skipti sem hún kveiki á sjónvarpinu að fréttir berist af andláti Spears. Hún er miður sín yfir sjálfseyðingarhvöt söngkonunnar og óttast að næsta skref verði ofskammtur eiturlyfja.

Lífið

Gögnum stolið frá framleiðendum Indiana Jones

Tölvubúnaði og myndum, sem tengjast framleiðslu nýjustu myndarinnar um Indiana Jones í leikstjórn Stevens Spielberg, hefur verið stolið. The Los Angeles Times greinir frá því í dag að forsvarsmenn DreamWorks Pictures hafi falið lögreglu að rannsaka málið.

Lífið

Upphitunartónleikar fyrir Iceland Airwaves á NASA

Dagskrárbæklingur Iceland Airwaves kemur út á föstudag og af því tilefni verða haldnir upphitunartónleika föstudaginn 5. október á skemmtistaðnum NASA. Hljómsveitirnar Motion Boys, Jan Mayen, Ultra Mega Technobandið Stefán, Bloodgroup og Foreign Monkeys troða upp og opnar húsið 23:00.

Lífið

Óboðinn gestur hjá Nicholas Cage

Fjörtíu og fimm ára gamall klæðskeri hefur verið ákærður fyrir innbrot á heimili Hollywood leikarans Nicholas Cage aðfararnótt síðastliðins þriðjudags.

Lífið

Turtildúfur með eins tattú

Þrátt fyrir að breska leikkonan Sienna Miller neiti því staðfastlega að hún og Rhys Ifans séu saman þá virtist annað uppi á teningnum þegar þau sáust koma út af tattústofu í Dublin í gær. Ifans hafði fengið sér svölutattú á hægri úlnliðinn og er það nákvæmlega eins tattú og Miller ber á úlnliði vinstri handar.

Lífið

Pitt hefur áhyggjur af börnum sínum

Ofurstjarnan Brad Pitt segir paparazzi-ljósmyndara, sem elta hann og fjölskyldu hans á röndum, valda honum hvað mestri gremju í lífinu. Pitt hefur miklar áhyggjur af því hvaða áhrif fjölmiðlaathyglin hafi á börnin hans fjögur og segist oft hugsa um hvað þetta hljóti að vera skrítið fyrir þau.

Lífið

Affleck: Sambandið við Lopez hafði skaðleg áhrif á feril minn

Hollywoodleikarinn Ben Afflec segir í samtali við tímaritið Details að samband hans við Jennifer Lopez hafi haft skaðleg áhrif á kvikmyndaferil hans. Þau Afflec og Lopez voru saman frá árinu 2002 til 2004 og nutu gríðarlegrar fjölmiðlaathygli á meðan. Þau voru trúlofuð og hafa bæði kennt fjölmiðlum um sambandsslitin.

Lífið

Moore hrukkótt þrátt fyrir lýtaaðgerðir

Nýjustu myndir af Demi Moore gefa til kynna að hún hafi ekki heimsótt lýtalækninn sinn nýlega. Hin 44 ára leikkona viðurkenndi á dögunum opinberlega að hún hafi eytt um 30 milljónum íslenskra króna í lýtaaðgerðir en eins og meðfylgjandi myndir bera með sér þá spretta hrukkur og augnpokar fram sem aldrei fyrr.

Lífið

Doherty fær annað tækifæri

Héraðsdómarinn, Davinder Lachhar, ákvað í dag að fresta aðalmeðferð í máli Pete Doherty, söngvara hljómsveitarinnar Babyshambles, og gefa honum með því tækifæri til að vinna bug á eiturlyfjafíkn sinni. En Doherty á mögulega yfir höfði sér fangelsisvist fyrir fíkniefna- og umferðarlagabrot.

Lífið

Björn seldi Benz-jeppann samstundis

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, er búinn að selja Benz ML 350 jeppann sinn sem var ein af þremur Benz bifreiðum sem hann átti í safninu. Björn er mjög hrifinn af Benz bílum og veitti Vísir því eftirtekt í lok sumars að hann var með þrjá slíka í heimreiðinni hjá sér. Þetta voru jeppi, fólksbíll og auk þess sjálf ráðherrabifreiðin.

Lífið

Aðsókn á RIFF með besta móti

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík er nú hálfnuð og hefur aðsókn á verið með besta móti. Sætanýting er yfir 80% og ef áfram heldur sem horfir fer hún líklega yfir 20.000 manns sem gerir hátíðina að einum best sótta listviðburði ársins.

Lífið

Fór í brúnkusprey eftir að hafa misst börnin

Eftir að Britney Spears missti forræðið yfir sonum sínum í gær höfðu fjölskylda hennar og vinir miklar áhyggjur af henni og voru jafnvel hrædd um að hún myndi fara sér að voða. Móðir hennar Lynne reyndi í ofboði að ná í hana til að sjá til þess að hún myndi ekki gera neitt vanhugsað. En Britney kom kannski engum á óvart með viðbrögðum sínum.

Lífið

Kalli í Pelsinum kaupir eyju

Athafnamaðurinn Karl Steingrímsson, betur þekktur sem Kalli í Pelsinum, hefur fjárfest í eyju á Breiðafirði. Í samtali við Vísi vildi Karl ekki gefa upp nafnið á eyjunni en sagðist lengi hafa haft augastað á Breiðafirðinum.

Lífið

Britney er í bobba

Dómstóll í Los Angeles úrskurðaði í gær að Kevin Federline, fyrrverandi unnusti Britney Spears, skyldi fá fullt forræði yfir tveimur ungum börnum þeirra. Lífið leikur ekki við Britney þessa dagana því hún var nýlega ákærð fyrir að keyra án ökuréttinda sem gæti kostað hana sex mánaða fangelsi. Þá missti hún fyrir skömmu samning við umboðsskrifstofuna sína.

Lífið

Britney missir forræðið

Dómari í Los Angeles veitti í kvöld Kevin Federline fullt forræði yfir börnunum tveimur sem hann á með söngkonunni Britney Spears. Britney og Federline hafa allt síðan að þau skildu deilt forræði en stanslaus vandræðagangur á Spears undanfarin misseri leiddi til þess að Federline höfðaði mál til þess að fá fullt forræði yfir börnum sínum.

Lífið

Britney vill vera elt á röndum

Í dagblaðinu Chigago Sun Times í dag er fullyrt að söngkonan Britney Spears sé í stöðugu sambandi við paparazzi ljósmyndara til þess að tryggja að hún sé á forsíðum slúðurblaða í hverri viku.

Lífið

Bondstjarna fellur frá

Kanadíska leikkonan Lois Maxwell er látin, 80 ára að aldri. Maxwell lék Miss Moneypenny í James Bond myndunum um árabil. Hún lék á móti Sean Connery í fyrstu myndinni, Dr. No, árið 1962 og fór með hlutverk Miss Moneypenny allt til ársins 1985 þegar hún lék í A Wiew To A Kill á móti Roger Moore.

Lífið

Lohan í frí með föður sínum

Hollywoodstjarnan Linsey Lohan hefur fengið leyfi frá Cirque Lodge meðferðarstofnuninni í Utah til að fara með föður sínum í fimm daga frí. Lohan og faðir hennar Michael Lohan höfðu ekki talað saman í tvö ár þegar hann kom og heimsótti hana í til Utah í lok júlí síðastliðinn.

Lífið

Sveppatripp Baggalúts

Hljómsveitin Baggalútur mun halda til Skotlands til að taka þátt í árlegri fimm daga sveppahátíð í bænum Aberfoyle þann 18. október næstkomandi. Þessa sömu daga fer Iceland Airwaves hátíðin fram í Reykjavík þar sem allar helstu hljómsveitir Íslands koma fram.

Lífið

Beyonce hættir við tónleika í Malasíu

Söngkonan Beyonce hefur hætt við fyrirhugaða tónleika í Malasíu einungis nokkrum vikum eftir að kollegi hennar Gwen Stefani féllst á að hylja líkama sinn nánast frá toppi til táar þegar hún hélt tónleika í landinu. Beyonce hefur í staðin ákveðið að halda tónleika í Jakarta í Indónesíu og munu þeir fara fram þann fyrsta nóvember næstkomandi.

Lífið

Miðar á Spice Girls seldust upp á 38 sekúndum

Miðar á Spice Girls tónleika sem haldnir verða á O2 leikvanginum í London þann 15. desember næstkomandi seldust upp á 38 sekúndum. Tónleikaferð Kryddpíanna hefst í Kanada annan deseber næstkomandi og eru tónleikarnir í London hluti af henni. Vegna gífurlegrar eftirspurnar í Bretlandi hefur verið ákveðið að bæta tveimur tónleikum við þann 16. og 18. desember.

Lífið

Björgvin Halldórsson með fimm stjörnu tónleika í Köben

Björgvin Halldórsson hefur verið fenginn til að halda tónleika í Cirkus í Kaupmannahöfn á vegum Hótelbókana í Kaupmannahöfn en það fyrirtæki stóð fyrir margrómuðum tónleikum með Stuðmönnum og Sálinni á sama stað í fyrra. Tónleikarnir verða haldnir þann 24. apríl næstkomandi eða á sumardaginn fyrsta.

Lífið