Íslenski boltinn

Haukamenn "skjóta" aðeins á markaskorara sína á móti KR

Haukar náðu 2-2 jafntefli á móti Íslandsmeistaraefnunum KR í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla þökk sé mörkum frá Úlfari Hrafni Pálssyni og Pétri Sæmundssyni. Þeir voru báðir að skora í sínum fyrsta leik í efstu deild. Þeir Úlfar og Pétur fá skemmtileg skot í viðtölum á heimasíðu Hauka fyrir stórleikinn á móti FH á Vodafonevellinum í kvöld.

Íslenski boltinn

Tómas Ingi: Missum þrjú stig út af eigin aulaskap

Tómas Ingi Tómasson, þjálfari HK, sá sína menn fara illa að ráði sínu í fyrsta heimaleiknum undir hans stjórn þegar HK tapaði 0-1 á heimavelli fyrir Þrótti í 1. deild karla í kvöld. Tómas Ingi var í viðtali við Guðmund Marinó Ingvarsson á Sporttv eftir leikinn.

Íslenski boltinn

Viðar Örn kominn heim á Selfoss - hlutfall heimamanna hækkar enn

Viðar Örn Kjartansson hefur ákveðið að snúa heim á Selfoss og spila með liðinu í Pepsi-deild karla eftir að hafa verið hjá ÍBV síðasta sumar. Þetta kemur fram á netsíðu sunnlenska fréttablaðsins í kvöld. Hinn tvítugi Selfyssingur sleit krossbönd á síðasta tímabili eftir að hafa skorað 2 mörk í 17 leikjum með ÍBV í Pepsi-deildinni.

Íslenski boltinn

Þorvaldur: Það er alltaf gott að sigra

Þorvaldur Örlyggson, þjálfari Fram, var ánægður með stigin þrjú gegn ÍBV í kvöld. „Það er alltaf gott að sigra en það er óþarfi að leggja of mikið á byrjunina og vonandi að við getum haldið þessu áfram í næsta leik," sagði Þorvaldur.

Íslenski boltinn