Íslenski boltinn Haukamenn "skjóta" aðeins á markaskorara sína á móti KR Haukar náðu 2-2 jafntefli á móti Íslandsmeistaraefnunum KR í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla þökk sé mörkum frá Úlfari Hrafni Pálssyni og Pétri Sæmundssyni. Þeir voru báðir að skora í sínum fyrsta leik í efstu deild. Þeir Úlfar og Pétur fá skemmtileg skot í viðtölum á heimasíðu Hauka fyrir stórleikinn á móti FH á Vodafonevellinum í kvöld. Íslenski boltinn 16.5.2010 12:00 Eitt mark hefur ráðið úrslitum í 10 af fyrstu 12 leikjum 1. deildarinnar Það stefnir í jafnt og spennandi sumar í 1. deildinni þar sem tólf lið berjast um að komast í hóp þeirra tólf bestu í Pepsi-deild karla. Nánast allir leikir fyrstu tveggja umferða deildarinnar hafa verið æsispenandi og dramatískir sem sést vel á því að eitt mark hefur ráðið úrslitum í 10 af fyrstu 12 leikjum 1. deildarinnar. Íslenski boltinn 16.5.2010 10:00 Gummi Ben kominn með leikheimild í tíma fyrir KR-leikinn Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfyssinga í Pepsi-deild karla, hefur gengið frá félagsskiptum sínum úr KR og yfir í Selfoss en félagsskiptaglugginn lokaði í gær. Íslenski boltinn 16.5.2010 08:00 Eyjamenn flýja með liðið sitt frá Eyjum vegna öskufallsins Eyjamenn þurfa að flýja Vestmannaeyjar með Pepsi-deildarliðið sitt vegna þess að öskufallið frá Eyjafjallajökkli kemur í veg fyrir að liðið geti æft. Knattspyrnuráð ÍBV biðlað til atvinnurekenda í bænum um að leikmenn liðsins fái að fara til Reykjavíkur og æfa þar alla næstu viku. Íslenski boltinn 15.5.2010 22:00 Skagamenn komust tvisvar yfir í Fjarðabyggðarhöllinni en töpuðu samt Skagamenn byrja ekki vel í 1. deildinni undir stjórn Þórðar Þórðarsonar en liðið er stigalaust með Njarðvík á botni deildarinnar eftir 2-3 tap fyrir Fjarðabyggð í Fjarðabyggðarhöllinni í dag. Aron Már Smárason skoraði öll mörk heimamanna. Íslenski boltinn 15.5.2010 15:00 Erna Björk getur spilað með Blikum í sumar - krossbandið ekki slitið Erna Björk Sigurðardóttir, varnarmaður Breiðabliks og íslenska landsliðsins, getur eftir allt saman spilað með Breiðabliki í sumar en Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari Breiðabliks staðfesti í samtali við Fótbolta.net að Erna Björk sé ekki með slitið krossband eins og haldið var. Íslenski boltinn 15.5.2010 14:00 Enginn leikur í Eyjum í dag - spilað á Hlíðarenda á mánudaginn Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að víxla heimaleikjum ÍBV og Vals í Pepsi-deild karla vegna öskufalls í Vestamannaeyjum. Íslenski boltinn 15.5.2010 12:00 Tómas Ingi: Missum þrjú stig út af eigin aulaskap Tómas Ingi Tómasson, þjálfari HK, sá sína menn fara illa að ráði sínu í fyrsta heimaleiknum undir hans stjórn þegar HK tapaði 0-1 á heimavelli fyrir Þrótti í 1. deild karla í kvöld. Tómas Ingi var í viðtali við Guðmund Marinó Ingvarsson á Sporttv eftir leikinn. Íslenski boltinn 14.5.2010 22:34 Breiðholtsliðin Leiknir og ÍR með fullt hús á toppi 1. deildar karla Breiðholtsliðin ÍR og Leiknir, eru einu liðin með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í 1. deild karla í fótbolta, eftir sigra í sínum leikjum í kvöld. Víkingur, KA og HK unnu einnig sína leiki í fyrstu umferð en náðu ekki að fylgja þeim sigrum eftir í kvöld. Íslenski boltinn 14.5.2010 21:41 Viðar Örn kominn heim á Selfoss - hlutfall heimamanna hækkar enn Viðar Örn Kjartansson hefur ákveðið að snúa heim á Selfoss og spila með liðinu í Pepsi-deild karla eftir að hafa verið hjá ÍBV síðasta sumar. Þetta kemur fram á netsíðu sunnlenska fréttablaðsins í kvöld. Hinn tvítugi Selfyssingur sleit krossbönd á síðasta tímabili eftir að hafa skorað 2 mörk í 17 leikjum með ÍBV í Pepsi-deildinni. Íslenski boltinn 14.5.2010 21:00 Stefán Örn Arnarson í ÍA - er að vinna í löggunni upp á Skaga í sumar Framherjinn Stefán Örn Arnarson gekk í dag frá félagskiptum úr Keflavík yfir í ÍA en hann hefur skorað 11 mörk í 42 leikjum fyrir Víking (10/1) og Keflavík (32/10) í efstu deild. Stefán lék aðeins 5 leiki með Keflavík í Pepsi-deild karla síðasta sumar og skoraði eitt mark. Íslenski boltinn 14.5.2010 20:30 Fyrsta stig Gróttu í næstefstu deild kom í hús fyrir norðan Magnús Bernhard Gíslason tryggði Gróttu sitt fyrsta stig frá upphafi í næstefstu deild þegar hann jafnaði metin á móti KA í leik liðanna á Þórsvellinum í kvöld. Þetta var fyrsti leikurinn í annarri umferð en fjórir aðrir leikir eru í gangi þessa stundina. Íslenski boltinn 14.5.2010 20:20 Aftur frestað hjá Fjarðabyggð Aftur þurfti að fresta leik með Fjarðabyggð í 1. deild karla vegna röskunar á flugsamgöngum vegna öskudreifingar úr eldgosinu í Eyjafjallajökli. Íslenski boltinn 14.5.2010 12:45 Neestrup og Bjarki komnir í FH Þeir Jacob Neestrup og Bjarki Bergmann Gunnlaugsson eru báðir gengnir til liðs við FH og eru komnir með leikheimild hjá félaginu. Íslenski boltinn 14.5.2010 11:22 Úrslit dagsins í Pepsi-deild kvenna Fyrstu leikirnir i Pepsi-deild kvenna fóru fram í dag og lokaleikur umferðarinnar, Grindavík-Þór/KA, hófst klukkan 16.00. Íslenski boltinn 13.5.2010 16:27 Pepsi-deild kvenna: Breiðablik lagði Fylki Breiðablik vann afar sanngjarnan sigur á Fylki, 3-1, er liðin mættust á Kópavogsvelli í dag. Leikurinn var í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna. Íslenski boltinn 13.5.2010 15:42 Helmingur tippara lét freistast og tippaði á Haukasigur Helmingur þeirra sem ákváðu að tippa á leik KR og Hauka á Lengjunni í 1. umferð Pepsi-deild karla í gær lét freistast af hæsta stuðli sögunnar og tippuðu á útisigur nýliðanna. Aðeins tíu prósent tipparanna spáðu réttum úrslitum það er jafntefli. Íslenski boltinn 12.5.2010 19:30 Skoskur varnarmaður til liðs við Val Valsmenn hafa fengið liðsstyrk fyrir átökin sumarsins í Pepsi-deild karla en skoski varnarmaðurinn Greg Ross hefur samið við Val um að leika með liðinu út leiktíðina. Íslenski boltinn 12.5.2010 18:00 Matthías segist ekki hafa látið sig detta FH-ingurinn Matthías Vilhjálmsson tjáði sig við netsíðuna fotbolti.net um vítaspyrnuna sem hann fiskaði á móti Val á mánudagskvöldið en úr henni skoraði Gunnar Már Guðmundsson jöfnunarmark FH-inga. Íslenski boltinn 12.5.2010 16:30 Biðu í 1980 mínútur eftir víti í fyrra en í aðeins 90 sekúndur í ár Stjörnumenn fögnuðu 4-0 sigri á Grindavík í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í gær en örlög leiksins réðust eiginlega eftir aðeins 90 sekúndur þegar Grindvíkingurinn Auðun Helgason felldi Steinþór Frey Þorsteinsson innan vítateigs og fékk dæmt á sig víti og rautt spjald. Íslenski boltinn 12.5.2010 15:30 Haukarnir þegar búnir að bæta árangurinn sinn frá því 1979 Nýliðar Hauka náðu ótrúlegu jafntefli á móti meistaraefnunum í KR á KR-vellinum í Pepsi-deild karla í gær og það þrátt fyrir að hafa lent 2-0 undir eftir aðeins rúmlega hálftíma leik. Íslenski boltinn 12.5.2010 13:30 Mun betri mæting á fyrstu umferðina en í fyrrasumar Það var fín aðsókn að leikjum 1. umferðar Pepsi-deildar karla sem lauk í gær með fimm leikjum. Alls komu 8259 manns á leikina sex sem er mun betri mæting en í fyrra þegar 6885 manns létu sjá sig á fyrstu umferðina. Íslenski boltinn 12.5.2010 12:30 FH-ingar staðfesta það að Sverrir verði ekkert með í sumar Stuðningsmannasíða FH-inga, www.fhingar.net, staðfesti nú áðan að miðvörðurinn Sverrir Garðarsson verði ekkert með Íslandsmeisturum FH í sumar. Íslenski boltinn 12.5.2010 12:00 Myndasyrpa úr 1. umferð Pepsi-deildar karla Fyrstu umferð tímabilsins í Pepsi-deild karla lauk í gærkvöldi með fimm leikjum. Alls voru nítján mörk skoruð í leikjunum sex í umferðinni allri. Íslenski boltinn 12.5.2010 08:00 Einkunnir leikmanna á Boltavaktinni Fimm leikir fóru fram í 1. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld og er hægt að sjá einkunnir allra leikmanna sem voru í eldlínunni á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Íslenski boltinn 11.5.2010 23:22 Paul McShane: Við verðum sterkari með hverjum leiknum Paul McShane átti mjög góðan leik með Keflavík í 1-0 sigri á Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld. McShane var allt í öllu á miðjunni og er sannkallaður prímusmótor fyrir liðið. Íslenski boltinn 11.5.2010 23:06 Kári Ársælsson: Við þurfum að fara að sýna okkar rétta andlit Breiðablik var að sætta sig við 1-0 tap á heimavelli á móti Keflavík í kvöld. Blikarnir náðu aldrei sínum takti í leiknum á móti skynsömum og skipulögðum Keflvíkingum. Íslenski boltinn 11.5.2010 22:52 Þorvaldur: Það er alltaf gott að sigra Þorvaldur Örlyggson, þjálfari Fram, var ánægður með stigin þrjú gegn ÍBV í kvöld. „Það er alltaf gott að sigra en það er óþarfi að leggja of mikið á byrjunina og vonandi að við getum haldið þessu áfram í næsta leik," sagði Þorvaldur. Íslenski boltinn 11.5.2010 22:50 Bjarni Jóhanns: Gefur okkur byr undir báða vængi „Við erum hæstánægðir með þessa byrjun og þetta gefur okkur byr undir báða vængi. Við vorum kraftmiklir og fljótir að ógna, þó vissulega hafi leikurinn orðið svolítið ósanngjarn eftir að þeir misstu sína menn af velli með rauð spjöld Íslenski boltinn 11.5.2010 22:43 Kostic: Fengum á okkur mjög ódýr mörk „Markið sem Stjarnan skoraði í upphafi leiks tók okkur gjörsamlega úr jafnvægi. Við náum ekki að komast inn í leikinn fyrr en í upphafi seinni hálfleiks og fengum færi til að jafna leikinn. Íslenski boltinn 11.5.2010 22:40 « ‹ ›
Haukamenn "skjóta" aðeins á markaskorara sína á móti KR Haukar náðu 2-2 jafntefli á móti Íslandsmeistaraefnunum KR í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla þökk sé mörkum frá Úlfari Hrafni Pálssyni og Pétri Sæmundssyni. Þeir voru báðir að skora í sínum fyrsta leik í efstu deild. Þeir Úlfar og Pétur fá skemmtileg skot í viðtölum á heimasíðu Hauka fyrir stórleikinn á móti FH á Vodafonevellinum í kvöld. Íslenski boltinn 16.5.2010 12:00
Eitt mark hefur ráðið úrslitum í 10 af fyrstu 12 leikjum 1. deildarinnar Það stefnir í jafnt og spennandi sumar í 1. deildinni þar sem tólf lið berjast um að komast í hóp þeirra tólf bestu í Pepsi-deild karla. Nánast allir leikir fyrstu tveggja umferða deildarinnar hafa verið æsispenandi og dramatískir sem sést vel á því að eitt mark hefur ráðið úrslitum í 10 af fyrstu 12 leikjum 1. deildarinnar. Íslenski boltinn 16.5.2010 10:00
Gummi Ben kominn með leikheimild í tíma fyrir KR-leikinn Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfyssinga í Pepsi-deild karla, hefur gengið frá félagsskiptum sínum úr KR og yfir í Selfoss en félagsskiptaglugginn lokaði í gær. Íslenski boltinn 16.5.2010 08:00
Eyjamenn flýja með liðið sitt frá Eyjum vegna öskufallsins Eyjamenn þurfa að flýja Vestmannaeyjar með Pepsi-deildarliðið sitt vegna þess að öskufallið frá Eyjafjallajökkli kemur í veg fyrir að liðið geti æft. Knattspyrnuráð ÍBV biðlað til atvinnurekenda í bænum um að leikmenn liðsins fái að fara til Reykjavíkur og æfa þar alla næstu viku. Íslenski boltinn 15.5.2010 22:00
Skagamenn komust tvisvar yfir í Fjarðabyggðarhöllinni en töpuðu samt Skagamenn byrja ekki vel í 1. deildinni undir stjórn Þórðar Þórðarsonar en liðið er stigalaust með Njarðvík á botni deildarinnar eftir 2-3 tap fyrir Fjarðabyggð í Fjarðabyggðarhöllinni í dag. Aron Már Smárason skoraði öll mörk heimamanna. Íslenski boltinn 15.5.2010 15:00
Erna Björk getur spilað með Blikum í sumar - krossbandið ekki slitið Erna Björk Sigurðardóttir, varnarmaður Breiðabliks og íslenska landsliðsins, getur eftir allt saman spilað með Breiðabliki í sumar en Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari Breiðabliks staðfesti í samtali við Fótbolta.net að Erna Björk sé ekki með slitið krossband eins og haldið var. Íslenski boltinn 15.5.2010 14:00
Enginn leikur í Eyjum í dag - spilað á Hlíðarenda á mánudaginn Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að víxla heimaleikjum ÍBV og Vals í Pepsi-deild karla vegna öskufalls í Vestamannaeyjum. Íslenski boltinn 15.5.2010 12:00
Tómas Ingi: Missum þrjú stig út af eigin aulaskap Tómas Ingi Tómasson, þjálfari HK, sá sína menn fara illa að ráði sínu í fyrsta heimaleiknum undir hans stjórn þegar HK tapaði 0-1 á heimavelli fyrir Þrótti í 1. deild karla í kvöld. Tómas Ingi var í viðtali við Guðmund Marinó Ingvarsson á Sporttv eftir leikinn. Íslenski boltinn 14.5.2010 22:34
Breiðholtsliðin Leiknir og ÍR með fullt hús á toppi 1. deildar karla Breiðholtsliðin ÍR og Leiknir, eru einu liðin með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í 1. deild karla í fótbolta, eftir sigra í sínum leikjum í kvöld. Víkingur, KA og HK unnu einnig sína leiki í fyrstu umferð en náðu ekki að fylgja þeim sigrum eftir í kvöld. Íslenski boltinn 14.5.2010 21:41
Viðar Örn kominn heim á Selfoss - hlutfall heimamanna hækkar enn Viðar Örn Kjartansson hefur ákveðið að snúa heim á Selfoss og spila með liðinu í Pepsi-deild karla eftir að hafa verið hjá ÍBV síðasta sumar. Þetta kemur fram á netsíðu sunnlenska fréttablaðsins í kvöld. Hinn tvítugi Selfyssingur sleit krossbönd á síðasta tímabili eftir að hafa skorað 2 mörk í 17 leikjum með ÍBV í Pepsi-deildinni. Íslenski boltinn 14.5.2010 21:00
Stefán Örn Arnarson í ÍA - er að vinna í löggunni upp á Skaga í sumar Framherjinn Stefán Örn Arnarson gekk í dag frá félagskiptum úr Keflavík yfir í ÍA en hann hefur skorað 11 mörk í 42 leikjum fyrir Víking (10/1) og Keflavík (32/10) í efstu deild. Stefán lék aðeins 5 leiki með Keflavík í Pepsi-deild karla síðasta sumar og skoraði eitt mark. Íslenski boltinn 14.5.2010 20:30
Fyrsta stig Gróttu í næstefstu deild kom í hús fyrir norðan Magnús Bernhard Gíslason tryggði Gróttu sitt fyrsta stig frá upphafi í næstefstu deild þegar hann jafnaði metin á móti KA í leik liðanna á Þórsvellinum í kvöld. Þetta var fyrsti leikurinn í annarri umferð en fjórir aðrir leikir eru í gangi þessa stundina. Íslenski boltinn 14.5.2010 20:20
Aftur frestað hjá Fjarðabyggð Aftur þurfti að fresta leik með Fjarðabyggð í 1. deild karla vegna röskunar á flugsamgöngum vegna öskudreifingar úr eldgosinu í Eyjafjallajökli. Íslenski boltinn 14.5.2010 12:45
Neestrup og Bjarki komnir í FH Þeir Jacob Neestrup og Bjarki Bergmann Gunnlaugsson eru báðir gengnir til liðs við FH og eru komnir með leikheimild hjá félaginu. Íslenski boltinn 14.5.2010 11:22
Úrslit dagsins í Pepsi-deild kvenna Fyrstu leikirnir i Pepsi-deild kvenna fóru fram í dag og lokaleikur umferðarinnar, Grindavík-Þór/KA, hófst klukkan 16.00. Íslenski boltinn 13.5.2010 16:27
Pepsi-deild kvenna: Breiðablik lagði Fylki Breiðablik vann afar sanngjarnan sigur á Fylki, 3-1, er liðin mættust á Kópavogsvelli í dag. Leikurinn var í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna. Íslenski boltinn 13.5.2010 15:42
Helmingur tippara lét freistast og tippaði á Haukasigur Helmingur þeirra sem ákváðu að tippa á leik KR og Hauka á Lengjunni í 1. umferð Pepsi-deild karla í gær lét freistast af hæsta stuðli sögunnar og tippuðu á útisigur nýliðanna. Aðeins tíu prósent tipparanna spáðu réttum úrslitum það er jafntefli. Íslenski boltinn 12.5.2010 19:30
Skoskur varnarmaður til liðs við Val Valsmenn hafa fengið liðsstyrk fyrir átökin sumarsins í Pepsi-deild karla en skoski varnarmaðurinn Greg Ross hefur samið við Val um að leika með liðinu út leiktíðina. Íslenski boltinn 12.5.2010 18:00
Matthías segist ekki hafa látið sig detta FH-ingurinn Matthías Vilhjálmsson tjáði sig við netsíðuna fotbolti.net um vítaspyrnuna sem hann fiskaði á móti Val á mánudagskvöldið en úr henni skoraði Gunnar Már Guðmundsson jöfnunarmark FH-inga. Íslenski boltinn 12.5.2010 16:30
Biðu í 1980 mínútur eftir víti í fyrra en í aðeins 90 sekúndur í ár Stjörnumenn fögnuðu 4-0 sigri á Grindavík í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í gær en örlög leiksins réðust eiginlega eftir aðeins 90 sekúndur þegar Grindvíkingurinn Auðun Helgason felldi Steinþór Frey Þorsteinsson innan vítateigs og fékk dæmt á sig víti og rautt spjald. Íslenski boltinn 12.5.2010 15:30
Haukarnir þegar búnir að bæta árangurinn sinn frá því 1979 Nýliðar Hauka náðu ótrúlegu jafntefli á móti meistaraefnunum í KR á KR-vellinum í Pepsi-deild karla í gær og það þrátt fyrir að hafa lent 2-0 undir eftir aðeins rúmlega hálftíma leik. Íslenski boltinn 12.5.2010 13:30
Mun betri mæting á fyrstu umferðina en í fyrrasumar Það var fín aðsókn að leikjum 1. umferðar Pepsi-deildar karla sem lauk í gær með fimm leikjum. Alls komu 8259 manns á leikina sex sem er mun betri mæting en í fyrra þegar 6885 manns létu sjá sig á fyrstu umferðina. Íslenski boltinn 12.5.2010 12:30
FH-ingar staðfesta það að Sverrir verði ekkert með í sumar Stuðningsmannasíða FH-inga, www.fhingar.net, staðfesti nú áðan að miðvörðurinn Sverrir Garðarsson verði ekkert með Íslandsmeisturum FH í sumar. Íslenski boltinn 12.5.2010 12:00
Myndasyrpa úr 1. umferð Pepsi-deildar karla Fyrstu umferð tímabilsins í Pepsi-deild karla lauk í gærkvöldi með fimm leikjum. Alls voru nítján mörk skoruð í leikjunum sex í umferðinni allri. Íslenski boltinn 12.5.2010 08:00
Einkunnir leikmanna á Boltavaktinni Fimm leikir fóru fram í 1. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld og er hægt að sjá einkunnir allra leikmanna sem voru í eldlínunni á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Íslenski boltinn 11.5.2010 23:22
Paul McShane: Við verðum sterkari með hverjum leiknum Paul McShane átti mjög góðan leik með Keflavík í 1-0 sigri á Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld. McShane var allt í öllu á miðjunni og er sannkallaður prímusmótor fyrir liðið. Íslenski boltinn 11.5.2010 23:06
Kári Ársælsson: Við þurfum að fara að sýna okkar rétta andlit Breiðablik var að sætta sig við 1-0 tap á heimavelli á móti Keflavík í kvöld. Blikarnir náðu aldrei sínum takti í leiknum á móti skynsömum og skipulögðum Keflvíkingum. Íslenski boltinn 11.5.2010 22:52
Þorvaldur: Það er alltaf gott að sigra Þorvaldur Örlyggson, þjálfari Fram, var ánægður með stigin þrjú gegn ÍBV í kvöld. „Það er alltaf gott að sigra en það er óþarfi að leggja of mikið á byrjunina og vonandi að við getum haldið þessu áfram í næsta leik," sagði Þorvaldur. Íslenski boltinn 11.5.2010 22:50
Bjarni Jóhanns: Gefur okkur byr undir báða vængi „Við erum hæstánægðir með þessa byrjun og þetta gefur okkur byr undir báða vængi. Við vorum kraftmiklir og fljótir að ógna, þó vissulega hafi leikurinn orðið svolítið ósanngjarn eftir að þeir misstu sína menn af velli með rauð spjöld Íslenski boltinn 11.5.2010 22:43
Kostic: Fengum á okkur mjög ódýr mörk „Markið sem Stjarnan skoraði í upphafi leiks tók okkur gjörsamlega úr jafnvægi. Við náum ekki að komast inn í leikinn fyrr en í upphafi seinni hálfleiks og fengum færi til að jafna leikinn. Íslenski boltinn 11.5.2010 22:40