
„Ef ég hefði þann eiginleika líka væri ég mögulega að spila á hærra getustigi“
Það voru engin smá fótspor sem Júlíus Magnússon þurfti að feta í þegar hann tók við fyrirliðabandi þáverandi Íslands- og bikarmeistara Víkings. Að taka við af Kára Árnasyni og Sölva Geir Ottesen er svo sannarlega ekki allra en með Júlíus sem fyrirliða þá varð liðið bikarmeistari enn á ný, fór langt í Evrópu en hélt því miður ekki dampi í Bestu deildinni.