Enski boltinn

Gerrard selur Audi-inn sinn

Ef einhverjir stuðningsmenn Liverpool eru ekki búnir að kaupa allar jólagjafirnar í ár þá má benda þeim á að Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er að selja eitt stykki Audi-glæsibifreið.

Enski boltinn

Mancini vill halda Robinho

Hinn nýráðni þjálfari Man. City, Roberto Mancini, vill að Brasilíumaðurinn Robinho verði áfram hjá félaginu og hjálpi til við að skrifa sögu félagsins.

Enski boltinn

Stóri Sam vill fá James Beattie til Blackburn

Sam Allardyce, stjóri Blackburn, er að reyna að næla í James Beattie frá Stoke og hefur meðal annars boðið Jason Roberts í skiptum fyrir Beattie sem lenti eins og kunnugt er í útistöðum við Tony Pulis, stjóra Stoke, fyrr í þessum mánuði.

Enski boltinn

Abou Diaby hjá Arsenal: Ég þarf að vera grimmari

Abou Diaby, miðjumaður Arsenal, hefur staðið sig vel á tímabilinu og margir sjá glytta í Patrick Vieira takta þegar hann er upp á sitt besta. Diaby segir að Arsenal-liðið þurfi að herða sig upp ætli það sér að fara að vinna titla á nýjan leik.

Enski boltinn

Stjórar City á meðan Sir Alex Ferguson hefur verið hjá United

Roberto Mancini verður fjórtándi framkvæmdastjórinn sem sest í stjórastólinn hjá Manchester City síðan að Sir Alex Fergsuson kom til Manchester United. Fergsuson gerðist stjóri United í nóvember 1986 en hér fyrir neðan má sjá þá þrettán stjóra sem hafa komið og farið hjá City-liðinu.

Enski boltinn

Robbie Keane verður áfram fyrirliði Tottenham

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, ætlar samkvæmt heimildum BBC ekki að taka fyrirliðabandið af Robbie Keane þrátt fyrir að Keane hafi verið einn af aðalmönnunum á bak við leyni-jólapartý Tottenham-manna í Dublin í næstu viku.

Enski boltinn

Fergie hrifinn af Frey

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, ætli að bjóða í Sebastien Frey í janúar þegar leikmannamarkaðurinn opnar í janúar.

Enski boltinn

Mun Bellamy biðja um það að vera settur á sölulista?

Craig Bellamy er einn af þeim leikmönnum Manchester City sem eru ósáttastir með það að Mark Hughes hafi verið rekinn sem stjóri liðsins. Samkvæmt frétt Telegraph er Walesbúinn það ósáttur með meðferð landa síns að hann er að hugsa um að biðja um það að vera settur á sölulista.

Enski boltinn

Mascherano spilar ekki fleiri leiki á árinu 2009

Javier Mascherano fær gott jólafrí um þessi jól því hann þarf að taka út fjögurra leikja bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk á móti Portsmouth á laugardaginn. Mascherano lét þá Ben Haim finna fyrir sér á viðkvæmum stað.

Enski boltinn

Chelsea stendur á bak við John Terry og segir hann saklausan

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur enga trú á því að fréttirnar um John Terry séu sannar um að hann hafi tekið við peningum fyrir sýningaferð um aðstöðu félagsins og aðgengi að æfingasvæði leikmönnum og nokkrum af stjörnum liðsins. Chelsea hefur einnig gefið frá sér yfirlýsingu um að John Terry hafi ekki tekið neinn pening fyrir þessar ferðir á bak við tjöldin hjá Chelsea.

Enski boltinn

John Terry í ólöglegu braski

Breska blaðið News of the World kom í dag upp um ólöglegt brask hjá John Terry, fyrirliða enska landsliðsins og Chelsea. Terry hélt að hann væri að funda með ríkum viðskiptamanni en var þá í raun að ræða við blaðamann sem kom fyrir falinni myndavél.

Enski boltinn

Ancelotti: Ég er ekki dómari

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að 1-1 jafnteflið gegn West Ham í dag hafi verið sanngjörn úrslit. Hann vildi þó ekkert tjá sig um dómara leiksins, Mike Dean.

Enski boltinn

Chelsea fékk eitt stig á Upton Park

Chelsea er komið með fjögurra stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni en liðið gerði jafntefli við West Ham á útivelli 1-1. Leikurinn var skemmtilegur áhorfs og bæði lið fengu færi til að ná í öll stigin þrjú.

Enski boltinn

Sunderland og Aston Villa horfa til Keane

Sunderland og Aston Villa hafa áhuga á írska sóknarmanninum Robbie Keane hjá Tottenham. Harry Redknapp, stjóri Tottenham, er sagður tilbúinn að selja Keane og er víst sérstaklega óánægður með framgöngu fyrirliðans þegar leikmenn skelltu sér á fyllerí án leyfis félagsins.

Enski boltinn

Fátt virðist geta stöðvað Newcastle

Allt útlit er fyrir að Newcastle mæti aftur til leiks í úrvalsdeildina á næsta tímabili. Liðið vann vinnusigur á grönnum sínum í Middlesbrough 2-0 í ensku 1. deildinni í dag og er fyrir vikið komið með tíu stiga forystu á toppi deildarinnar.

Enski boltinn