Sport

Edda: Þessi leikur er búinn

Edda Garðarsdóttir var vitanlega heldur svekkt eftir sigur Frakka á Íslandi á EM í knattspyrnu í kvöld en var ákveðin í því að láta það ekki á sig fá.

Fótbolti

Stelpurnar fylgdust með lokamínútnum í leik Þjóðverja og Norðmanna

Íslensku stelpurnar fá ekki að fara inn á völl fyrr en 45 mínútum fyrir leik sinn á móti Frökkum þar sem leikur Þjóðverja og Norðmanna var að enda. Þjóðverjar unnu 4-0 eftir að hafa skorað þrjú mörk á 90. mínútu og í uppbótartíma. Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 17.00 að íslenskum tíma.

Fótbolti

Tap í fyrsta leik á EM

Ísland náði ekki að fylgja eftir góðri byrjun í leiknum gegn Frökkum á EM í knattspyrnu í dag og tapaði að lokum, 3-1.

Fótbolti

Margrét Lára: Fullkomið að mæta Frökkum í fyrsta leik

Margrét Lára Viðarsdóttir er tilbúinn í slaginn á móti Frakklandi í kvöld en hún skoraði 12 mörk í 10 leikjum íslenska liðsins í undankeppninni og skoraði fernu á móti Serbum í síðasta landsleik. Margrét Lára verður þó örugglega í strangri gæslu hjá Frökkum í kvöld.

Fótbolti

Íslensku stelpurnar eru mættar á leikvanginn í Tampere

Íslenska kvennalandsliðið er komið á keppnisvöllinn í Tampere eftir stutta rútuferð frá hótelinu en leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 17.00 að íslenskum tíma. Stelpurnar hafa tekið því rólega í dag, reynt að hvíla sig og ná upp einbeitingu fyrir leikinn.

Fótbolti

Real gefst upp á Ribery

Framkvæmdastjóri Real Madrid, Jorge Valdano, hefur gefið það út að Real Madrid sé endanlega hætt við að reyna að fá Franck Ribery til félagsins.

Fótbolti

Ólína: Varnarleikurinn verður númer eitt, tvö og þrjú

Það mun reyna mikið á Ólínu Guðbjörgu Viðarsdóttur, vinstri bakvörð íslenska kvennalandsliðsins, á móti Frökkum í kvöld. Ólína fær væntanlega það hlutverk að reyna að stoppa Élodie Thomis, eldfljótan sóknarkantman Frakka sem hefur verið líkt við Thierry Henry.

Fótbolti

Katrín Ómarsdóttir í fyrsta sinn í byrjunarliðinu á árinu

Sigurður Ragnar Eyjólfsson kom nokkuð á óvart þegar hann tilkynnti byrjunarliðið sitt fyrir fyrsta leikinn á EM sem er á móti Frökkum í kvöld. Sigurður Ragnar valdi Katrínu Ómarsdóttur í byrjunarliðið frekar en Dóru Stefánsdóttur en Katrín hefur ekki verið í byrjunarliðinu áður á þessu ári.

Fótbolti

Anelka: Ég elska Chelsea

Franski vandræðagemsinn Nicolas Anelka virðist loksins vera búinn að finna sér framtíðarheimili. Hann er afar hamingjusamur og segist vera til í að klára ferilinn hjá Chelsea.

Enski boltinn

Fyrirliði Frakka: Jafntefli væri ekki slæm úrslit fyrir okkur

Sandrine Soubeyrand, fyrirliði Frakka, var mætt á blaðamannafund með þjálfara sínum í gær og gat oft ekki annað en brosað af gríni og glensi þjálfara síns ekki síst þegar hann talaði um að í liðinu sínu væru 22 byrjunarliðsmenn en 11 byrjunarliðsmenn myndu byrja á bekknum.

Fótbolti

Þjóðverjar og Norðmenn spila á undan íslenska leiknum

Heims- og Evrópumeistarar Þjóðverja mæta Norðmönnum í fyrsta leiknum í íslenska riðlinum á EM í Finnlandi í dag. Leikurinn fer fram á sama velli í Tampere og Ísland og Frakkland spila þremur tímum seinna. Ísland mætir Norðmönnum á fimmtudaginn og spilar síðan við hið gríðarlega lið Þjóðverja á sunnudaginn.

Fótbolti

Yossi kátur á kantinum

Yossi Benayoun kvartar ekki yfir því að spila á vinstri kantinum hjá Liverpool. Hann segist vera kátur svo framarlega sem hann sé í liðinu.

Enski boltinn

Tevez: Ferguson er hræddur

Argentínumaðurinn Carlos Tevez er á því að Sir Alex Ferguson sé hræddur við Man. City en félagið fór mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar og teflir fram öflugu liði í vetur.

Enski boltinn